Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Information Age Publishing (IAP) árið 2016. Rannsóknin fjallar um hugmyndir barna um líkamann og hvernig þær þróast í kennslu, áhrif námsefnis, kennsluaðferða og sér í lagi áhrif umræðna á þróun hugmynda barna.

Gunnhildur samdi námsefni fyrir grunnskóla tengt náttúrufræðikennslu og kenndi á fjölda námskeiða fyrir starfandi kennara. Hún tók um árabil þátt í norrænu samstarfsverkefni, Álka, um náttúrufræðimenntun í kennaranámi á Norðurlöndum. Verkefnið var og er styrkt af Nordplus.

Rannsóknir Gunnhildar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.

Rannsóknaráhugi Gunnhildar beindist einnig að leiðsögn við kennaranema og hvernig unnt er að undirbúa þá undir fjölmenningarlega kennslu í ört breyttu samfélagi. Hún var í stjórn Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs og rannsóknarhópi innan Menntavísindasviðs um fjölmenningarlega kennsluhætti - FjölmenningarMenntun (MultiEd).

Gunnhildur fæddist árið 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1978 og útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1982 og kenndi við Hvassaleitisskóla í 3 ár. Hún lauk meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Aberdeen-háskóla í Skotlandi árið 1989 og var ráðin æfingakennari við Æfingaskóla KHÍ (síðar Háteigsskóli) sama ár en í því starfi fólst bæði kennsla grunnskólabarna og kennsla í kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands. Gunnhildur var ráðin lektor í kennslufræði með áherslu á náttúrufræðikennslu ungra barna við Kennaraháskólann 1999 og hefur starfað við KHÍ og síðar Háskóla Íslands síðan. Doktorsprófi lauk Gunnhildur frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 2006 með áherslu á nám yngri barna í grunnskóla og þróun náms í náttúrufræði. Gunnhildur var deildarforseti Kennaradeildar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands árin 2013 – 2017.

Gunnhildur var stofnandi og formaður styrktarfélagsins Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en félagið hefur styrkt meistaranema, doktorsnema og vísindamenn við Háskóla Íslands um rúmlega 80 milljónir síðastliðin 10 ár.

Mynd:
  • Úr safni GÓ.

Útgáfudagur

19.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?“ Vísindavefurinn, 19. október 2018. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76412.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. október). Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76412

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2018. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76412>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?
Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Information Age Publishing (IAP) árið 2016. Rannsóknin fjallar um hugmyndir barna um líkamann og hvernig þær þróast í kennslu, áhrif námsefnis, kennsluaðferða og sér í lagi áhrif umræðna á þróun hugmynda barna.

Gunnhildur samdi námsefni fyrir grunnskóla tengt náttúrufræðikennslu og kenndi á fjölda námskeiða fyrir starfandi kennara. Hún tók um árabil þátt í norrænu samstarfsverkefni, Álka, um náttúrufræðimenntun í kennaranámi á Norðurlöndum. Verkefnið var og er styrkt af Nordplus.

Rannsóknir Gunnhildar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.

Rannsóknaráhugi Gunnhildar beindist einnig að leiðsögn við kennaranema og hvernig unnt er að undirbúa þá undir fjölmenningarlega kennslu í ört breyttu samfélagi. Hún var í stjórn Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs og rannsóknarhópi innan Menntavísindasviðs um fjölmenningarlega kennsluhætti - FjölmenningarMenntun (MultiEd).

Gunnhildur fæddist árið 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1978 og útskrifaðist sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1982 og kenndi við Hvassaleitisskóla í 3 ár. Hún lauk meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Aberdeen-háskóla í Skotlandi árið 1989 og var ráðin æfingakennari við Æfingaskóla KHÍ (síðar Háteigsskóli) sama ár en í því starfi fólst bæði kennsla grunnskólabarna og kennsla í kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands. Gunnhildur var ráðin lektor í kennslufræði með áherslu á náttúrufræðikennslu ungra barna við Kennaraháskólann 1999 og hefur starfað við KHÍ og síðar Háskóla Íslands síðan. Doktorsprófi lauk Gunnhildur frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 2006 með áherslu á nám yngri barna í grunnskóla og þróun náms í náttúrufræði. Gunnhildur var deildarforseti Kennaradeildar Menntavísindasviðs Háskóla Íslands árin 2013 – 2017.

Gunnhildur var stofnandi og formaður styrktarfélagsins Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en félagið hefur styrkt meistaranema, doktorsnema og vísindamenn við Háskóla Íslands um rúmlega 80 milljónir síðastliðin 10 ár.

Mynd:
  • Úr safni GÓ.

...