Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Magnús Árni Skjöld Magnússon er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða.

Doktorsritgerð Magnúsar (Háskóli Íslands, 2011) fjallaði um Evrópusamrunanálganir smáríkjanna Íslands og Möltu og bar þær saman í breiðum skilningi. Magnús er einnig með meistarapróf í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla í Englandi (2001) og skrifaði um andstöðu Breta og Norðurlandabúa við Evrópusamrunann, svo og meistarapróf í þróunar- og alþjóðahagfræði frá Háskólanum í San Francisco, þar sem hann ritaði um skilvirkni hlutabréfamarkaða í Afríku, en sú rannsókn birtist einnig sem vísindagrein í tímaritinu Journal of Development Studies (2002).

Helstu rannsóknir Magnúsar snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða

Hin síðari ár hefur Magnús einbeitt sér að rannsóknum á sveitarfélögum í gegnum evrópska rannsóknarnetið Local Public Sector Reforms: An International Comparison sem styrkt var af COST á árunum 2013-2017.

Magnús hefur alla tíð verið virkur þátttakandi í borgaralegu samfélagi, hefur setið á Alþingi, verið formaður íþróttafélagsins Breiðabliks í Kópavogi, sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum við móttöku flóttamanna, setið í stjórnum Landsnefndar UN Women á Íslandi og Sjúkratrygginga Íslands, auk þess að taka þátt í stofnun samtakanna Women Power Africa, sem hafa stuðlað að valdeflingu kvenna í Tansaníu. Hann situr nú í siðanefnd Rauða Krossins á Íslandi.

Magnús starfaði á vegum Íslensku friðargæslunnar hjá borgaralegum sendifulltrúa NATO í Kabúl í Afganistan árið 2018 við málaflokkana jafnréttismál, mannréttinda- og mannúðarmál, vernd barna í stríðsástandi, mannfall meðal almennra borgara, efnahagsþróun og þróun dómstóla í Afganistan. Hann hefur auk þess starfað sem rektor og aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og verið ráðgjafi á sviði stefnumótunar hjá Capacent og Expectus.

Magnús er fæddur árið 1968. Hann hefur undanfarin ár unnið að bók um höfuðborgarsvæðið á Íslandi og stundar um þessar mundir meistaranám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni MÁSM.

Útgáfudagur

12.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?“ Vísindavefurinn, 12. október 2018, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76434.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. október). Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76434

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?“ Vísindavefurinn. 12. okt. 2018. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76434>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?
Magnús Árni Skjöld Magnússon er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða.

Doktorsritgerð Magnúsar (Háskóli Íslands, 2011) fjallaði um Evrópusamrunanálganir smáríkjanna Íslands og Möltu og bar þær saman í breiðum skilningi. Magnús er einnig með meistarapróf í Evrópufræðum frá Cambridge-háskóla í Englandi (2001) og skrifaði um andstöðu Breta og Norðurlandabúa við Evrópusamrunann, svo og meistarapróf í þróunar- og alþjóðahagfræði frá Háskólanum í San Francisco, þar sem hann ritaði um skilvirkni hlutabréfamarkaða í Afríku, en sú rannsókn birtist einnig sem vísindagrein í tímaritinu Journal of Development Studies (2002).

Helstu rannsóknir Magnúsar snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða

Hin síðari ár hefur Magnús einbeitt sér að rannsóknum á sveitarfélögum í gegnum evrópska rannsóknarnetið Local Public Sector Reforms: An International Comparison sem styrkt var af COST á árunum 2013-2017.

Magnús hefur alla tíð verið virkur þátttakandi í borgaralegu samfélagi, hefur setið á Alþingi, verið formaður íþróttafélagsins Breiðabliks í Kópavogi, sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum við móttöku flóttamanna, setið í stjórnum Landsnefndar UN Women á Íslandi og Sjúkratrygginga Íslands, auk þess að taka þátt í stofnun samtakanna Women Power Africa, sem hafa stuðlað að valdeflingu kvenna í Tansaníu. Hann situr nú í siðanefnd Rauða Krossins á Íslandi.

Magnús starfaði á vegum Íslensku friðargæslunnar hjá borgaralegum sendifulltrúa NATO í Kabúl í Afganistan árið 2018 við málaflokkana jafnréttismál, mannréttinda- og mannúðarmál, vernd barna í stríðsástandi, mannfall meðal almennra borgara, efnahagsþróun og þróun dómstóla í Afganistan. Hann hefur auk þess starfað sem rektor og aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og verið ráðgjafi á sviði stefnumótunar hjá Capacent og Expectus.

Magnús er fæddur árið 1968. Hann hefur undanfarin ár unnið að bók um höfuðborgarsvæðið á Íslandi og stundar um þessar mundir meistaranám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni MÁSM.

...