Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Frá haustinu 2015 hefur hann verið í 20% starfshlutfalli við háskólann því hann fékk skipun til fimm ára sem skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar fyrst og fremst rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki.

Sigurbjörn var þátttakandi í langtímarannsóknarverkefninu Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga sem var hluti af samevrópska verkefninu European Youth Heart Study. Verkefni fjallaði um líkamlega heilsu og andlega líðan 9 og 15 ára Íslendinga sem fylgt var eftir í átta ár. Miðað við evrópsk börn og unglinga voru þau íslensku talsvert feitari en jafnframt í betra líkamlegu formi. Minni rannsóknir sem Sigurbjörn stýrði meðal annars í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu benda til sömu hluta, það er að ekki sé verra, upp á áhættuþætti lífsstílssjúkdóma í blóði að gera, að vera feitur í góðu líkamlegu formi heldur en grannur í slöku líkamlegu ásigkomulagi.

Sigurbjörn stundar fyrst og fremst rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki. Hér er hann með Gunnhildi Hinriksdóttur, eiginkonu sinni.

Í kjölfar þessara rannsókna stýrði Sigurbjörn rannsóknarverkefninu HEALTH-ID sem var langstærsta rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum á líkamlegri heilsu og ásigkomulagi barna með þroskahömlun. Þau reyndust vera í mun verra líkamlegu ásigkomulagi og vera mun líklegri til að þróa með sér lífstílssjúkdóma en jafnaldrar þeirra án þroskahömlunar, en það sama á ekki við um börn með þroskahömlun sem stunduðu íþróttir af kappi. Hreyfingin skipti þarna lykilmáli en börn með þroskahömlun hreyfðu sig ekki mikið meira en þarf til athafna daglegs lífs. Þar sem hreyfing þeirra fór að stórum hluta fram á skólatíma skipta skólarnir verulegu máli fyrir heilsu þessa þjóðfélagshóps.

Á síðustu árum hefur Sigurbjörn verið þátttakandi í rannsóknarverkefninu Atgervi ungra Íslendinga sem fylgir eftir hópi frá 15 til 17 ára aldurs á tíma þeirra breytinga að færast úr grunn- yfir í framhaldsskóla. Þar hefur komið fram að íslenskir unglingar ná mun minni svefni heldur en ráðlagt er og skjátími þeirra er mun meiri og tengist hvoru tveggja verri andlegri líðan.

Á íþróttasviðinu hefur Sigurbjörn meðal annars unnið að rannsóknum fyrir Bandaríska frjálsíþróttasambandið um notkun kælivesta til að bæta þolárangur í hita. Hann hefur einnig rannsakað bæði karla- og kvennalandsliðin í handknattleik.

Hér hreppir Sigurbjörn Íslandsmeistaratitilinn í 800 metra hlaupi árið 2008.

Sigurbjörn er fæddur árið 1973 og uppalinn í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 1993. Sigurbjörn kláraði B.S.Ed.-gráðu í heilsu- og íþróttafræði frá Háskólanum í Georgíu í Aþenu í Bandaríkjunum árið 1996 og lauk svo meistara- og doktorsprófum frá sama skóla árin 1998 og 2001 í íþróttafræði með sérhæfingu í þjálfunarlífeðlisfræði. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands (og Kennaraháskóla Íslands fyrir sameiningu) frá 2001 sem lektor, dósent og prófessor og er kunnur af lýsingum sínum fyrir RÚV af stórmótum í frjálsíþróttum.

Myndir:
  • Úr safni SÁA.

Útgáfudagur

22.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?“ Vísindavefurinn, 22. október 2018. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76472.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. október). Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76472

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2018. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76472>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sigurbjörn Árni Arngrímsson stundað?
Sigurbjörn Árni Arngrímsson er prófessor í íþróttafræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Frá haustinu 2015 hefur hann verið í 20% starfshlutfalli við háskólann því hann fékk skipun til fimm ára sem skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Sigurbjörn stundar fyrst og fremst rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki.

Sigurbjörn var þátttakandi í langtímarannsóknarverkefninu Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga sem var hluti af samevrópska verkefninu European Youth Heart Study. Verkefni fjallaði um líkamlega heilsu og andlega líðan 9 og 15 ára Íslendinga sem fylgt var eftir í átta ár. Miðað við evrópsk börn og unglinga voru þau íslensku talsvert feitari en jafnframt í betra líkamlegu formi. Minni rannsóknir sem Sigurbjörn stýrði meðal annars í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu benda til sömu hluta, það er að ekki sé verra, upp á áhættuþætti lífsstílssjúkdóma í blóði að gera, að vera feitur í góðu líkamlegu formi heldur en grannur í slöku líkamlegu ásigkomulagi.

Sigurbjörn stundar fyrst og fremst rannsóknir á sviði heilsueflingar auk rannsókna á afreksíþróttafólki. Hér er hann með Gunnhildi Hinriksdóttur, eiginkonu sinni.

Í kjölfar þessara rannsókna stýrði Sigurbjörn rannsóknarverkefninu HEALTH-ID sem var langstærsta rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum á líkamlegri heilsu og ásigkomulagi barna með þroskahömlun. Þau reyndust vera í mun verra líkamlegu ásigkomulagi og vera mun líklegri til að þróa með sér lífstílssjúkdóma en jafnaldrar þeirra án þroskahömlunar, en það sama á ekki við um börn með þroskahömlun sem stunduðu íþróttir af kappi. Hreyfingin skipti þarna lykilmáli en börn með þroskahömlun hreyfðu sig ekki mikið meira en þarf til athafna daglegs lífs. Þar sem hreyfing þeirra fór að stórum hluta fram á skólatíma skipta skólarnir verulegu máli fyrir heilsu þessa þjóðfélagshóps.

Á síðustu árum hefur Sigurbjörn verið þátttakandi í rannsóknarverkefninu Atgervi ungra Íslendinga sem fylgir eftir hópi frá 15 til 17 ára aldurs á tíma þeirra breytinga að færast úr grunn- yfir í framhaldsskóla. Þar hefur komið fram að íslenskir unglingar ná mun minni svefni heldur en ráðlagt er og skjátími þeirra er mun meiri og tengist hvoru tveggja verri andlegri líðan.

Á íþróttasviðinu hefur Sigurbjörn meðal annars unnið að rannsóknum fyrir Bandaríska frjálsíþróttasambandið um notkun kælivesta til að bæta þolárangur í hita. Hann hefur einnig rannsakað bæði karla- og kvennalandsliðin í handknattleik.

Hér hreppir Sigurbjörn Íslandsmeistaratitilinn í 800 metra hlaupi árið 2008.

Sigurbjörn er fæddur árið 1973 og uppalinn í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum árið 1993. Sigurbjörn kláraði B.S.Ed.-gráðu í heilsu- og íþróttafræði frá Háskólanum í Georgíu í Aþenu í Bandaríkjunum árið 1996 og lauk svo meistara- og doktorsprófum frá sama skóla árin 1998 og 2001 í íþróttafræði með sérhæfingu í þjálfunarlífeðlisfræði. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands (og Kennaraháskóla Íslands fyrir sameiningu) frá 2001 sem lektor, dósent og prófessor og er kunnur af lýsingum sínum fyrir RÚV af stórmótum í frjálsíþróttum.

Myndir:
  • Úr safni SÁA.

...