Sólin Sólin Rís 08:30 • sest 18:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:02 • Sest 08:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:10 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:09 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík

Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslátt og dregur úr krafti slaganna. Því getum við ekki ákveðið að láta hjartað slá 180 slög á mínútu og getum heldur ekki ákveðið að það slái 30 slög á mínútu, svona eins og við getum ákveðið að beygja hnéð eða rétta úr handleggjunum, en vöðvarnir í okkur eru viljastýrðir. Það þýðir samt ekki að hugsanir okkar hafi engin áhrif á hjartslátt.

Hjartsláttur í hvíld er í kringum 60 slög á mínútu. Þegar hann eykst vegna aukinnar áreynslu gerist það fyrst þannig að dregið er úr áhrifum sefkerfisins en eftir að hjartsláttur er kominn upp í um 100 slög á mínútu eykst hann fyrst og fremst vegna aukinna áhrifa drifkerfisins sem seytir ýmsum streituhormónum, svo sem noradrenalíni og adrenalíni (e. norepinephrine og epinephrine).

Við það að hugsa um eitthvað spennandi eða eitthvað sem veldur streitu, getur hjartsláttartíðni aukist, þótt við reynum ekkert á okkar.

Hjartsláttur getur hins vegar aukist og farið vel yfir 100 slög á mínútu án nokkurrar áreynslu, skapi hugarástand fólks réttar aðstæður. Fólk getur setið í sófanum og hugsað um eitthvað sem er spennandi eða eitthvað sem veldur streitu, til dæmis hlaup, og við það seytir drifkerfið streituhormónum og þar með eykst hjartsláttur. Það sama getur gerst ef fólk er hrætt eða kvíðið. Drifkerfið býr líkamann undir átök eða flótta (e. fight or flight) og allar hugsanir sem snúa að átökum (til dæmis hlaupum) og gera fólk spennt, munu auka hjartslátt, þrátt fyrir að líkamleg átök eigi sér ekki stað. Að sama skapi getur hugleiðsla og slökun aukið virkni sefkerfisins og við það hægir á hjartslætti niður fyrir það sem hann er venjulega í hvíld.

Hugarþjálfun er vel þekkt meðal íþróttamanna og margir íþróttasálfræðingar vilja meina að íþróttamenn eigi að eyða að minnsta kosti jafnlöngum tíma í hugarþjálfun og líkamlega þjálfun. Með hugarþjálfun er átti við það að íþróttamaðurinn fer yfir keppnina, tækni eða önnur atriði sem hann vill gera í huganum og þar framkvæmir hann þessi atriði rétt. Dæmi um þetta væri þegar hástökkvari fer yfir atrennuna í huganum eða þegar körfuknattleiksmaður tekur vítaskot í huganum.

Margir hlauparar fara líka yfir keppnishlaupið í huganum áður en það er hlaupið og velta því fyrir sér hversu hratt þeir ætla að fara af stað, hvaða millitímar eigi að nást, við hverju megi búast af andstæðingunum og hvenær eigi að taka endasprettinn. Við slíkar hugsanir er afar líklegt að íþróttamaðurinn verði örlítið spenntur og hjartslátturinn aukist. Hins vegar kemur hugarþjálfun ekki í staðinn fyrir líkamlega þjálfun og ekki er nóg að hugsa um hlaup. Þrátt fyrir að hjartslátturin hækki aðeins við slíkar hugsanir hefur það ekki sömu jákvæðu heilsufarsáhrif og það að hlaupa eða stunda líkamsrækt.

Mynd:Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Stjórnar hugurinn hjartanu? Til dæmis ef ég hugsa um hlaup slær hjartað þá hratt?

Höfundur

Sigurbjörn Árni Arngrímsson

prófessor í íþróttafræðum við HÍ

Útgáfudagur

22.2.2013

Spyrjandi

Hólmfríður Hermannsdóttir

Tilvísun

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. „Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2013. Sótt 2. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64139.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. (2013, 22. febrúar). Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64139

Sigurbjörn Árni Arngrímsson. „Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2013. Vefsíða. 2. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64139>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?
Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslátt og dregur úr krafti slaganna. Því getum við ekki ákveðið að láta hjartað slá 180 slög á mínútu og getum heldur ekki ákveðið að það slái 30 slög á mínútu, svona eins og við getum ákveðið að beygja hnéð eða rétta úr handleggjunum, en vöðvarnir í okkur eru viljastýrðir. Það þýðir samt ekki að hugsanir okkar hafi engin áhrif á hjartslátt.

Hjartsláttur í hvíld er í kringum 60 slög á mínútu. Þegar hann eykst vegna aukinnar áreynslu gerist það fyrst þannig að dregið er úr áhrifum sefkerfisins en eftir að hjartsláttur er kominn upp í um 100 slög á mínútu eykst hann fyrst og fremst vegna aukinna áhrifa drifkerfisins sem seytir ýmsum streituhormónum, svo sem noradrenalíni og adrenalíni (e. norepinephrine og epinephrine).

Við það að hugsa um eitthvað spennandi eða eitthvað sem veldur streitu, getur hjartsláttartíðni aukist, þótt við reynum ekkert á okkar.

Hjartsláttur getur hins vegar aukist og farið vel yfir 100 slög á mínútu án nokkurrar áreynslu, skapi hugarástand fólks réttar aðstæður. Fólk getur setið í sófanum og hugsað um eitthvað sem er spennandi eða eitthvað sem veldur streitu, til dæmis hlaup, og við það seytir drifkerfið streituhormónum og þar með eykst hjartsláttur. Það sama getur gerst ef fólk er hrætt eða kvíðið. Drifkerfið býr líkamann undir átök eða flótta (e. fight or flight) og allar hugsanir sem snúa að átökum (til dæmis hlaupum) og gera fólk spennt, munu auka hjartslátt, þrátt fyrir að líkamleg átök eigi sér ekki stað. Að sama skapi getur hugleiðsla og slökun aukið virkni sefkerfisins og við það hægir á hjartslætti niður fyrir það sem hann er venjulega í hvíld.

Hugarþjálfun er vel þekkt meðal íþróttamanna og margir íþróttasálfræðingar vilja meina að íþróttamenn eigi að eyða að minnsta kosti jafnlöngum tíma í hugarþjálfun og líkamlega þjálfun. Með hugarþjálfun er átti við það að íþróttamaðurinn fer yfir keppnina, tækni eða önnur atriði sem hann vill gera í huganum og þar framkvæmir hann þessi atriði rétt. Dæmi um þetta væri þegar hástökkvari fer yfir atrennuna í huganum eða þegar körfuknattleiksmaður tekur vítaskot í huganum.

Margir hlauparar fara líka yfir keppnishlaupið í huganum áður en það er hlaupið og velta því fyrir sér hversu hratt þeir ætla að fara af stað, hvaða millitímar eigi að nást, við hverju megi búast af andstæðingunum og hvenær eigi að taka endasprettinn. Við slíkar hugsanir er afar líklegt að íþróttamaðurinn verði örlítið spenntur og hjartslátturinn aukist. Hins vegar kemur hugarþjálfun ekki í staðinn fyrir líkamlega þjálfun og ekki er nóg að hugsa um hlaup. Þrátt fyrir að hjartslátturin hækki aðeins við slíkar hugsanir hefur það ekki sömu jákvæðu heilsufarsáhrif og það að hlaupa eða stunda líkamsrækt.

Mynd:Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Stjórnar hugurinn hjartanu? Til dæmis ef ég hugsa um hlaup slær hjartað þá hratt?
...