Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju sofum við?

EDS

Ýmislegt bendir til þess að við sofum frekar til þess að hvíla hugann heldur en líkamann. Heiða María Sigurðardóttir fjallar um tilgang svefns í svari við spurningunni Hvers vegna sofum við? Þar segir meðal annars:
Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og líkamshiti þess breytist. Athyglisvert er að svefnleysi hefur yfirleitt ekki mikil áhrif á getu manna til líkamlegrar vinnu. Sömuleiðis hefur komið í ljós að fólk sem hreyfir sig mikið þarf yfirleitt ekki á meiri svefni að halda en kyrrsetufólk. Ólíkt hugmyndum almennings virðist aðaltilgangur svefns því ekki endilega vera að hvíla líkamann; hann er hægt að hvíla með því að leggjast upp í sófa án þess að sofna. Flestir hallast fremur að því að svefns sé aðallega þörf til að endurnæra huga og heila.

Mikilvægi svefns fyrir hugarstarf sést ekki síst á fólki sem ekki fær nægan svefn. Svefnleysi gerir fólk ruglað, sljótt og einbeitingarlítið og viðbragðsflýtir minnkar til muna. Enginn ætti því að sinna störfum sem krefjast árvekni, eins og að aka bíl, eftir langar andvökunætur. Lítill svefn getur einnig haft í för með sér skynbrenglun, jafnvel ofskynjanir. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika, svo sem að fólk verði óvenjuuppstökkt og ört.

Áhugasamir ættu að kynna sér þetta svar í heild sinni.



Svefninn virðist mikilvægari hvíld fyrir hugan en líkama.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um svefn, bæði manna og dýra, til dæmis í eftirfarandi svörum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Birta Guðmundsdóttir, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju sofum við?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59170.

EDS. (2011, 1. apríl). Af hverju sofum við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59170

EDS. „Af hverju sofum við?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju sofum við?
Ýmislegt bendir til þess að við sofum frekar til þess að hvíla hugann heldur en líkamann. Heiða María Sigurðardóttir fjallar um tilgang svefns í svari við spurningunni Hvers vegna sofum við? Þar segir meðal annars:

Rannsóknir á mönnum hafa samt leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og líkamshiti þess breytist. Athyglisvert er að svefnleysi hefur yfirleitt ekki mikil áhrif á getu manna til líkamlegrar vinnu. Sömuleiðis hefur komið í ljós að fólk sem hreyfir sig mikið þarf yfirleitt ekki á meiri svefni að halda en kyrrsetufólk. Ólíkt hugmyndum almennings virðist aðaltilgangur svefns því ekki endilega vera að hvíla líkamann; hann er hægt að hvíla með því að leggjast upp í sófa án þess að sofna. Flestir hallast fremur að því að svefns sé aðallega þörf til að endurnæra huga og heila.

Mikilvægi svefns fyrir hugarstarf sést ekki síst á fólki sem ekki fær nægan svefn. Svefnleysi gerir fólk ruglað, sljótt og einbeitingarlítið og viðbragðsflýtir minnkar til muna. Enginn ætti því að sinna störfum sem krefjast árvekni, eins og að aka bíl, eftir langar andvökunætur. Lítill svefn getur einnig haft í för með sér skynbrenglun, jafnvel ofskynjanir. Einnig geta komið fram breytingar á persónuleika, svo sem að fólk verði óvenjuuppstökkt og ört.

Áhugasamir ættu að kynna sér þetta svar í heild sinni.



Svefninn virðist mikilvægari hvíld fyrir hugan en líkama.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um svefn, bæði manna og dýra, til dæmis í eftirfarandi svörum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...