Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?

Ásdís Jóelsdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:
Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már.

Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lopi.

Hráefnið ull er reyfið á kindinni og er þá líka talað um ullarreyfi. Íslenska ullin skiptist í tog (löng og sterkt hár) og þel (stutt og hrokkin) en önnur sauðfjárkyn hafa aðra samsetningu ullar. Til dæmis er merinó-ull nær eingöngu þel.

Lopi er aftur á móti eitthvað sem búið er að vinna úr ullinni. Orðið lopi á uppruna sinn í handverkinu (áður en vélar komu til) og er komið af sögninni að „lyppa“. Það að lyppa felst í því að teygja handkembda ull beint úr kömbunum jafnt og þétt á milli fingra og inn í lófann. Þannig urðu til svonefndar lyppur eða loparæmur sem tryggðu að spunabandið varð jafnara og hélst betur saman við spunann á halasnældu eða rokk. Þegar spunavélar tóku við færðist nafnið lopi yfir á hliðstætt stig í spunaferlinu og varð að heiti yfir snúðulausar samhangandi lengjur eða strengi.

Orðið lopi stendur fyrir vélkembda ull sem búið er að teygja í lengur eða strengi til undirbúnings fyrir spuna. Plötulopi er óspunninn, samhangandi lopastrengur sem eru undinn upp í plötur (sneiðar).

Í mjög grófum dráttum þá er ferlið þannig að ullin er þvegin og kembd og er kemban sambland af tog- og þelhárum. Kembunni er skipt niður í lopastrengi sem undnir eru upp í plötur (allt gert í vélum) og er það undirbúningur fyrir spuna. Lopaplötunum er síðan komið fyrir í spunavélum og svo er spunnið úr þeim band. Þannig má segja að lopinn sjálfur sé ekki fullunnin afurð heldur á vinnslustiginu frá kembingu til spuna.

Hér áður fyrr þegar ullarvinnslan var öll í höndum voru tog- og þelhárin aðskilin en í vélum var það ekki hægt og því þurfti að blanda þeim og þannig varð til þessi lopi sem hægt er að prjóna úr (tog og þel). Með lagni íslenskra prjónakvenna og einfaldri prjóntækni hefur verið mögulegt að handprjóna beint úr óspunnum lopastrengjum; tvö-, þre- eða fjórföldum. Íslenska ullin hefur sérstöðu hvað þetta varðar.

Eiginleikar íslensku ullarinnar, loftkennt samspil á milli tog- og þelhára, koma vel fram í lopanum (plötulopanum).

Nánar má fræðast um íslensku ullina í bókinni Íslenska lopapeysan. Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni 2017 og er byggð á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum og ljósmyndum auk fjölda viðtala.

Myndir:

Höfundur

Ásdís Jóelsdóttir

lektor í textíl og hönnun á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

31.1.2020

Spyrjandi

Ólafur Már Sigurðsson

Tilvísun

Ásdís Jóelsdóttir. „Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2020. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76485.

Ásdís Jóelsdóttir. (2020, 31. janúar). Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76485

Ásdís Jóelsdóttir. „Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2020. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76485>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már.

Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lopi.

Hráefnið ull er reyfið á kindinni og er þá líka talað um ullarreyfi. Íslenska ullin skiptist í tog (löng og sterkt hár) og þel (stutt og hrokkin) en önnur sauðfjárkyn hafa aðra samsetningu ullar. Til dæmis er merinó-ull nær eingöngu þel.

Lopi er aftur á móti eitthvað sem búið er að vinna úr ullinni. Orðið lopi á uppruna sinn í handverkinu (áður en vélar komu til) og er komið af sögninni að „lyppa“. Það að lyppa felst í því að teygja handkembda ull beint úr kömbunum jafnt og þétt á milli fingra og inn í lófann. Þannig urðu til svonefndar lyppur eða loparæmur sem tryggðu að spunabandið varð jafnara og hélst betur saman við spunann á halasnældu eða rokk. Þegar spunavélar tóku við færðist nafnið lopi yfir á hliðstætt stig í spunaferlinu og varð að heiti yfir snúðulausar samhangandi lengjur eða strengi.

Orðið lopi stendur fyrir vélkembda ull sem búið er að teygja í lengur eða strengi til undirbúnings fyrir spuna. Plötulopi er óspunninn, samhangandi lopastrengur sem eru undinn upp í plötur (sneiðar).

Í mjög grófum dráttum þá er ferlið þannig að ullin er þvegin og kembd og er kemban sambland af tog- og þelhárum. Kembunni er skipt niður í lopastrengi sem undnir eru upp í plötur (allt gert í vélum) og er það undirbúningur fyrir spuna. Lopaplötunum er síðan komið fyrir í spunavélum og svo er spunnið úr þeim band. Þannig má segja að lopinn sjálfur sé ekki fullunnin afurð heldur á vinnslustiginu frá kembingu til spuna.

Hér áður fyrr þegar ullarvinnslan var öll í höndum voru tog- og þelhárin aðskilin en í vélum var það ekki hægt og því þurfti að blanda þeim og þannig varð til þessi lopi sem hægt er að prjóna úr (tog og þel). Með lagni íslenskra prjónakvenna og einfaldri prjóntækni hefur verið mögulegt að handprjóna beint úr óspunnum lopastrengjum; tvö-, þre- eða fjórföldum. Íslenska ullin hefur sérstöðu hvað þetta varðar.

Eiginleikar íslensku ullarinnar, loftkennt samspil á milli tog- og þelhára, koma vel fram í lopanum (plötulopanum).

Nánar má fræðast um íslensku ullina í bókinni Íslenska lopapeysan. Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni 2017 og er byggð á víðtækri rannsókn á rituðum heimildum og ljósmyndum auk fjölda viðtala.

Myndir:...