Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og kynjaímyndir á 20. og 21. öld. Hún rannsakaði meðal annars orðræður og hugmyndir sem tengjast „ótrúlegri fegurð íslenskra kvenna“, „hinu jafnrétta norðri“, útvíkkun jafnréttishugtaksins, takmörkunum kosningaréttarins, ímyndum rakara- og hárgreiðslustofa og líkamsbyltingum kvenna.

Þorgerður tók þátt í ýmiskonar samstarfsverkefnum. Hún var til dæmis þátttakandi í norræna samstarfsverkefninu Homosexuality, Criminal Justice and Criminal Discourse in Scandinavia 1864-2000, og í öndvegisverkefninu Ísland og ímyndir norðursins, en afrakstur þess birtist í bókinni Iceland and Images of the North (Presses de l'Université Québec, 2011). Bókin Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi sem hún vann að ásamt Báru Baldursdóttur sagnfræðingur kom út 2018 en hún er hluti af Safni til Iðnsögu Íslendinga.

Þorgerður hefur unnið að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snúast með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og kynjaímyndir á 20. og 21. öld.

Doktorsrannsókn Þorgerðar fjallaði um útvíkkun jafnréttishugtaksins, og það hvernig jafnréttisorðræður og jafnréttisstarf hefur þróast og breyst á undanförnum árum, frá því að snúast um jafnrétti kynjanna í einangrun og yfir í það að sinna einnig jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og því sem kallað hefur verið margþætt mismunun. Við rannsóknir sínar beitti hún einkum femínískum kenningum um samtvinnun. Titill doktorsritgerðarinnar er From Gender Only to Equality for All. A Critial Examination of the Expansion of Equality Work in Iceland. Einnig skrifaði hún fræðigreinar um tengd málefni sem birtust í innlendum og erlendum fræðiritum. Þar gagnrýndi hún meðal annars að þegar kom að því að setja heildstæða jafnréttislöggjöf drógu Íslendingar lappirnar og voru eftirbátar annarra Evrópuþjóða.

Frá árinu 2015 vann Þorgerður að rannsóknarverkefninu Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015, ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur og Erlu Huldu Halldórsdóttur, dósent og lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvenær og hvernig konur urðu fullgildir þegnar í íslensku samfélagi. Það er, hvernig allskonar konur, á ólíkum sviðum samfélagsins sköpuðu sér rými til þess að vera og gera, skapa og móta, um leið og þær tókust á við þær sýnilegu og ósýnilegu hindranir sem hvarvetna blöstu við og komu í veg fyrir að þær gætu beitt sér af fullum þunga sem virkir gerendur á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið á hinu pólitíska sviði.

Verkefnið var styrkt af Rannís og hafði áður fengið styrk frá EDDU - öndvegissetri. Fyrsta grein Þorgerðar, sem var afsprengi verkefnisins er „Því miður eru þér ekki á kjörskrá.“ Samtvinnun sem greiningartæki í sagnfræði“ sem birtist í Sögu 2017.

Þorgerður var fædd árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut við Menntaskólann á Akureyri 1988 og útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Ísland 1995. Hún lauk síðan MA prófi í kynjafræðum og femínískum kenningum frá The New School of Social Research í New York árið 1998 og doktorsprófi í kynjafræðum frá Háskóla Íslands í júní 2012. Frá 2006–2007 var hún Marie Curie-styrkþegi við Tema Genus við Linköping-háskóla í Svíþjóð.

Mynd:
  • Úr safni ÞHÞ.

Útgáfudagur

27.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 27. október 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76502.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. október). Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76502

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76502>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður H. Þorvaldsdóttir stundað?
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, var sagn- og kynjafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni og sérfræðingur hjá Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún vann að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snérust með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og kynjaímyndir á 20. og 21. öld. Hún rannsakaði meðal annars orðræður og hugmyndir sem tengjast „ótrúlegri fegurð íslenskra kvenna“, „hinu jafnrétta norðri“, útvíkkun jafnréttishugtaksins, takmörkunum kosningaréttarins, ímyndum rakara- og hárgreiðslustofa og líkamsbyltingum kvenna.

Þorgerður tók þátt í ýmiskonar samstarfsverkefnum. Hún var til dæmis þátttakandi í norræna samstarfsverkefninu Homosexuality, Criminal Justice and Criminal Discourse in Scandinavia 1864-2000, og í öndvegisverkefninu Ísland og ímyndir norðursins, en afrakstur þess birtist í bókinni Iceland and Images of the North (Presses de l'Université Québec, 2011). Bókin Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi sem hún vann að ásamt Báru Baldursdóttur sagnfræðingur kom út 2018 en hún er hluti af Safni til Iðnsögu Íslendinga.

Þorgerður hefur unnið að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum, sem flest snúast með einum eða öðrum hætti um jafnrétti í víðum skilningi, kynjaða menningu og kynjaímyndir á 20. og 21. öld.

Doktorsrannsókn Þorgerðar fjallaði um útvíkkun jafnréttishugtaksins, og það hvernig jafnréttisorðræður og jafnréttisstarf hefur þróast og breyst á undanförnum árum, frá því að snúast um jafnrétti kynjanna í einangrun og yfir í það að sinna einnig jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og því sem kallað hefur verið margþætt mismunun. Við rannsóknir sínar beitti hún einkum femínískum kenningum um samtvinnun. Titill doktorsritgerðarinnar er From Gender Only to Equality for All. A Critial Examination of the Expansion of Equality Work in Iceland. Einnig skrifaði hún fræðigreinar um tengd málefni sem birtust í innlendum og erlendum fræðiritum. Þar gagnrýndi hún meðal annars að þegar kom að því að setja heildstæða jafnréttislöggjöf drógu Íslendingar lappirnar og voru eftirbátar annarra Evrópuþjóða.

Frá árinu 2015 vann Þorgerður að rannsóknarverkefninu Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915-2015, ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur og Erlu Huldu Halldórsdóttur, dósent og lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvenær og hvernig konur urðu fullgildir þegnar í íslensku samfélagi. Það er, hvernig allskonar konur, á ólíkum sviðum samfélagsins sköpuðu sér rými til þess að vera og gera, skapa og móta, um leið og þær tókust á við þær sýnilegu og ósýnilegu hindranir sem hvarvetna blöstu við og komu í veg fyrir að þær gætu beitt sér af fullum þunga sem virkir gerendur á öllum sviðum samfélagsins, þar með talið á hinu pólitíska sviði.

Verkefnið var styrkt af Rannís og hafði áður fengið styrk frá EDDU - öndvegissetri. Fyrsta grein Þorgerðar, sem var afsprengi verkefnisins er „Því miður eru þér ekki á kjörskrá.“ Samtvinnun sem greiningartæki í sagnfræði“ sem birtist í Sögu 2017.

Þorgerður var fædd árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut við Menntaskólann á Akureyri 1988 og útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Ísland 1995. Hún lauk síðan MA prófi í kynjafræðum og femínískum kenningum frá The New School of Social Research í New York árið 1998 og doktorsprófi í kynjafræðum frá Háskóla Íslands í júní 2012. Frá 2006–2007 var hún Marie Curie-styrkþegi við Tema Genus við Linköping-háskóla í Svíþjóð.

Mynd:
  • Úr safni ÞHÞ.

...