Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?

Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“.

Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu máli eins og sjá má í fornmálsorðabókinni sem unnið er að í Kaupmannahöfn (ONP). Sama er að segja um orðið bragð. Hvergi er að sjá í heimildum að átt sé við töfrabrögð eða galdra. Úr ONP er þetta dæmi fengið úr Orkneyinga sögu frá 14. öld:

her mun hvorgi þurfa at funda annan firir mannkosta saker edr trubragda

Úr annálum frá 17. öld í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er þetta dæmi:

Vildi fólkið margt hvert ekki meðtaka þá umbreyting trúarbragðanna, sem upphófst af biskup Gissuri hér á landi.

Í síðara dæminu er verið að vísa til siðskiptanna, sem af sumum eru nefnd siðbót, það er þegar skipt var frá kaþólsku til Lúterstrúar.

Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu máli en hvergi er að sjá í heimildum að átt sé við töfrabrögð eða galdra. Altaristafla frá 15.öld.

Í Íslenskri orðabók (2002: 1611) er skýringin við trúarbrögð: ‘(stundum notað sem ft. af trú (4) trú á tiltekinn guð (tiltekna guði eða goðmögn), guðsdýrkun samkvæmt ákveðnu hugmyndakerfi.’

Ég fór yfir heimildir ONP og elstu heimildir Ritmálsskrárinnar og lít svo á, eftir þá yfirferð, að merkingin í -brögð í trúarbrögð sé ‘siður, viðhorf til trúar’.

Heimildir:

Mynd

Útgáfudagur

3.12.2018

Spyrjandi

Anna Kristín Halldórsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2018. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=76529.

Guðrún Kvaran. (2018, 3. desember). Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76529

Guðrún Kvaran. „Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76529>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.