Sólin Sólin Rís 09:59 • sest 17:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:19 • Sest 11:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:02 • Síðdegis: 18:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:21 • Síðdegis: 24:23 í Reykjavík

Hver er uppruni orðsins „þorpari“?

Guðrún Kvaran

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari:

þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘þorpsbúi, þrjótur’, sbr. og d. tølper, sæ. tölp(el) s.s. nhþ. tölpel mhþ. törpel. Merkingarferlið ‘þorpsbúi’ > ‘þrjótur’ á sér hliðstæðu í fr. villain ‘bóndi; rusti’ af mlat. vīllānus af vīlla ‘bóndabær’.

Þorpari getur þýtt þorpsbúi, þrjótur eða illmenni. Á myndinni sjást leikararnir Fred Astaire og Robert Wagner í þáttaröðinni It Takes a Thief sem var sýnd Í Bandaríkjunum seint á sjöunda áratug síðustu aldar.

Táknið ⊙ merkir að ‘þorpari’ sé staðbundin merking eða merking notuð í talmáli. Eins og Ásgeir segir er þorpari vísast ummyndað tökuorð úr miðlágþýsku en þangað eiga mörg íslensk tökuorð rætur að rekja, oft um dönsku.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd::

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.2.2019

Spyrjandi

Kolbrún Kolbeinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins „þorpari“?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2019. Sótt 4. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76565.

Guðrún Kvaran. (2019, 1. febrúar). Hver er uppruni orðsins „þorpari“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76565

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins „þorpari“?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2019. Vefsíða. 4. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76565>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins „þorpari“?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari:

þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘þorpsbúi, þrjótur’, sbr. og d. tølper, sæ. tölp(el) s.s. nhþ. tölpel mhþ. törpel. Merkingarferlið ‘þorpsbúi’ > ‘þrjótur’ á sér hliðstæðu í fr. villain ‘bóndi; rusti’ af mlat. vīllānus af vīlla ‘bóndabær’.

Þorpari getur þýtt þorpsbúi, þrjótur eða illmenni. Á myndinni sjást leikararnir Fred Astaire og Robert Wagner í þáttaröðinni It Takes a Thief sem var sýnd Í Bandaríkjunum seint á sjöunda áratug síðustu aldar.

Táknið ⊙ merkir að ‘þorpari’ sé staðbundin merking eða merking notuð í talmáli. Eins og Ásgeir segir er þorpari vísast ummyndað tökuorð úr miðlágþýsku en þangað eiga mörg íslensk tökuorð rætur að rekja, oft um dönsku.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd::

...