Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Urður Njarðvík rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Urður Njarðvík er dósent í klínískri barnasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru hegðunarvandi barna og taugaþroskaraskanir. Í rannsóknum sínum hefur Urður skoðað þróun einkenna ADHD og einhverfu eftir aldri, sem og algengi og þróun algengustu fylgikvilla ADHD, svo sem kvíðaraskana og þunglyndis. Urður hefur einnig unnið að því að bæta árangur meðferða við hegðunarvanda og offitu barna, meðal annars með því að flétta þjálfun í hugrænum þáttum inn í hefðbundna atferlismeðferð.

Meginviðfangsefni Urðar í rannsóknum eru hegðunarvandi barna og taugaþroskaraskanir.

Niðurstöður rannsókna Urðar og samstarfsmanna hennar hafa meðal annars sýnt að tíðni kvíðaraskana meðal barna með ADHD er mun hærri ef notast er við sjálfsmatskvarða frekar en mat foreldra og kennara. Rannsóknir hennar hafa einnig sýnt að samsláttur ADHD og einhverfu er talsvert algengur og að samskiptafærni barna með einhverfu er slakari ef þau eru einnig greind með ADHD. Í rannsóknum á meðferð við hegðunarvanda hefur Urður þróað stutta hópmeðferð fyrir 6 til 10 ára gömul börn, þar sem áhersla er lögð á úrlausnarfærni og hugrænt endurmat. Meðferðin sýnir mjög góðan árangur sem viðhelst við hálfs árs eftirfylgd þrátt fyrir að um afar stutt inngrip sé að ræða. Með þessu hefur Urður sýnt fram á að með því að bæta hugræna færni barna má ná langvarandi árangri í meðferð hegðunarvanda. Svipaðar niðurstöður hafa einnig fengist í rannsóknum Urðar og samstarfsmanna hennar á árangri atferlismeðferðar við offitu barna og unglinga. En með því að bæta við þjálfun í að meta hungur og seðjun tókst þeim að bæta langtímaárangur meðferðarinnar og var munurinn ennþá mælanlegur tveimur árum eftir að meðferð lauk.

Urður er fædd árið 1970 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1993, meistaragráðu í klínískri barnasálfræði við Louisiana State University 1997 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Urður lauk einnig kandidatsári í klínískri barnasálfræði frá Johns Hopkins University Medical School árið 2000. Að loknu námi starfaði Urður sem sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Urður Njarðvík rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2018, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76593.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Urður Njarðvík rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76593

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Urður Njarðvík rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2018. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76593>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Urður Njarðvík rannsakað?
Urður Njarðvík er dósent í klínískri barnasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru hegðunarvandi barna og taugaþroskaraskanir. Í rannsóknum sínum hefur Urður skoðað þróun einkenna ADHD og einhverfu eftir aldri, sem og algengi og þróun algengustu fylgikvilla ADHD, svo sem kvíðaraskana og þunglyndis. Urður hefur einnig unnið að því að bæta árangur meðferða við hegðunarvanda og offitu barna, meðal annars með því að flétta þjálfun í hugrænum þáttum inn í hefðbundna atferlismeðferð.

Meginviðfangsefni Urðar í rannsóknum eru hegðunarvandi barna og taugaþroskaraskanir.

Niðurstöður rannsókna Urðar og samstarfsmanna hennar hafa meðal annars sýnt að tíðni kvíðaraskana meðal barna með ADHD er mun hærri ef notast er við sjálfsmatskvarða frekar en mat foreldra og kennara. Rannsóknir hennar hafa einnig sýnt að samsláttur ADHD og einhverfu er talsvert algengur og að samskiptafærni barna með einhverfu er slakari ef þau eru einnig greind með ADHD. Í rannsóknum á meðferð við hegðunarvanda hefur Urður þróað stutta hópmeðferð fyrir 6 til 10 ára gömul börn, þar sem áhersla er lögð á úrlausnarfærni og hugrænt endurmat. Meðferðin sýnir mjög góðan árangur sem viðhelst við hálfs árs eftirfylgd þrátt fyrir að um afar stutt inngrip sé að ræða. Með þessu hefur Urður sýnt fram á að með því að bæta hugræna færni barna má ná langvarandi árangri í meðferð hegðunarvanda. Svipaðar niðurstöður hafa einnig fengist í rannsóknum Urðar og samstarfsmanna hennar á árangri atferlismeðferðar við offitu barna og unglinga. En með því að bæta við þjálfun í að meta hungur og seðjun tókst þeim að bæta langtímaárangur meðferðarinnar og var munurinn ennþá mælanlegur tveimur árum eftir að meðferð lauk.

Urður er fædd árið 1970 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1993, meistaragráðu í klínískri barnasálfræði við Louisiana State University 1997 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Urður lauk einnig kandidatsári í klínískri barnasálfræði frá Johns Hopkins University Medical School árið 2000. Að loknu námi starfaði Urður sem sálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...