Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Erlingur Jóhannsson er prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum. Erlingur hefur stýrt fjölmörgum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum, bæði íhlutunarrannsóknum og langtímarannsóknum. Vettvangur þessara verkefna er fjölbreyttur en þau hafa verið framkvæmd í skólakerfinu, atvinnulífinu og almennt meðal fólks.

Meðal íhlutunarrannsókna sem Erlingur hefur stjórnað eru:
  • Lífsstíll 7 til 9 ára barna – Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu.
  • Heilsurækt eldri aldurshópa – Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða.
  • Heilsa sjómanna – Íhlutunarrannsókn á hreyfingu og mataræði.

Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum.

Markmið þessara íhlutunarrannsókna var að skoða hvort hægt væri að auka hreyfingu og breyta mataræði þátttakenda. Niðurstöður sýna að mögulegt er að hafa marktæk áhrif á hreyfingu, mataræði og lifnaðarhætti fólks á öllum aldri með réttum og vel útfærðum aðgerðum. Má því segja að með réttum fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að bæta heilsu og líðan fólks.

Erlingur stýrir tveim íslenskum langtímarannsóknum:
  • Atgervi ungra Íslendinga þátttakendur eru fæddir 1988 og 1994 og var gagnasöfnun framkvæmd árið 2003 og 2011. Ný gagnsöfnun er áætluð árið 2020.
  • Heilsuhegðun ungra Íslendinga þátttakendur eru fæddir árið 1999 og hefur gögnum um þessa einstaklinga verið safnað við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Gögnum var fyrst safnað 2006, 2008, 2015 og síðast 2017.

Markmið þessara langtímarannsókna er að skoða stöðu og langtímabreytingar á heilsufari, hreyfingu, þreki, svefni, andlegri líðan, námsárangri og lifnaðarháttum ungra Íslendinga.

Helstu niðurstöður þessara tveggja rannsóknaverkefna sýna að:
  • Líkamssamsetning er að breytast í neikvæða átt.
  • Hreyfing ungmenna minnkar um það bil 7% á hverju ári.
  • Fimmta hvert ungmenni uppfyllir ráðleggingar um æskilega hreyfingu á dag.
  • Andlegri líðan hrakar frá 17 til 23 ára aldurs og á það sérstaklega við hjá karlmönnum.
  • Neikvæðir heilsufarsþættir eru áhættuþættir í tengslum við námsárangur.
  • Nýlegar niðurstöður sýna að eingöngu 20% 15 ára og 17 ára ungmenna uppfylla ráðleggingar um æskilegan svefn á hverjum sólahring.

Erlingur hefur komið að fjölmörgum öðrum rannsóknarverkefnum sem hafa meðal annars verið unnin í samvinnu við heilbrigðistofnanir (Hjartavernd, Reykjalund, HL-stöðina og fleiri) og rannsóknarverkefni í samvinnu íþróttahreyfinguna.

Erlingur og samstarfsfólk hafa fengið sex stóra verkefnisstyrki frá Rannís, auk fjölmargra annarra minni styrkja frá Rannís og öðrum opinberum aðilum. Í fjármögnum rannsókna hefur Erlingur lagt ríka áherslu á að fá stuðning og vera í samstarfi við fyrirtæki og hafa fjölmörg fyrirtæki styrkt rannsóknaverkefnin. Aðkoma að rannsóknum er mjög þverfræðileg og byggir á samstarfi við bæði innlenda sem og erlenda aðila. Má í þessu sambandi nefna náið samstarf við Bandarísku lýðheilsustofnunina (NIH) í Washington og samstarf við fleiri rannsóknarhópa á Norðurlöndum. Fimm doktorsnemar hafa lokið sínu doktorsprófi undir handleiðslu Erlings og rúmlega 30 meistaranemar. Niðurstöður frá þessum rannsóknum hafa veitt heilbrigðis- og menntayfirvöldum mikilvægar upplýsingar og vitneskju um til hvaða forvarna þau þurfa að grípa til á komandi árum og áratugum.

Erlingur er fæddur árið 1961. Hann lauk meistaraprófi í íþrótta- og heilsufræðum (1990) frá Norska íþróttaháskólanum í Osló og doktorsprófi frá sama skóla árið 1995. Doktorsverkefnið var unnið við Háskólann í Osló. Erlingur starfaði í þrjú ár sem nýdoktor við læknadeild Háskólans í Osló. Erlingur var afreksmaður í íþróttum og á ennþá Íslandsmetið í 800 metra hlaupi sem var sett 1987.

Mynd:
  • Úr safni EJ.

Útgáfudagur

7.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2018, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76609.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76609

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2018. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76609>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Erlingur Jóhannsson rannsakað?
Erlingur Jóhannsson er prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum. Erlingur hefur stýrt fjölmörgum umfangsmiklum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum, bæði íhlutunarrannsóknum og langtímarannsóknum. Vettvangur þessara verkefna er fjölbreyttur en þau hafa verið framkvæmd í skólakerfinu, atvinnulífinu og almennt meðal fólks.

Meðal íhlutunarrannsókna sem Erlingur hefur stjórnað eru:
  • Lífsstíll 7 til 9 ára barna – Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu.
  • Heilsurækt eldri aldurshópa – Íhlutunarrannsókn til bættrar heilsu og betri lífsgæða.
  • Heilsa sjómanna – Íhlutunarrannsókn á hreyfingu og mataræði.

Rannsóknir Erlings tengjast lýðheilsu, velferð eða lifnaðarþáttum fólks og íþróttum.

Markmið þessara íhlutunarrannsókna var að skoða hvort hægt væri að auka hreyfingu og breyta mataræði þátttakenda. Niðurstöður sýna að mögulegt er að hafa marktæk áhrif á hreyfingu, mataræði og lifnaðarhætti fólks á öllum aldri með réttum og vel útfærðum aðgerðum. Má því segja að með réttum fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að bæta heilsu og líðan fólks.

Erlingur stýrir tveim íslenskum langtímarannsóknum:
  • Atgervi ungra Íslendinga þátttakendur eru fæddir 1988 og 1994 og var gagnasöfnun framkvæmd árið 2003 og 2011. Ný gagnsöfnun er áætluð árið 2020.
  • Heilsuhegðun ungra Íslendinga þátttakendur eru fæddir árið 1999 og hefur gögnum um þessa einstaklinga verið safnað við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Gögnum var fyrst safnað 2006, 2008, 2015 og síðast 2017.

Markmið þessara langtímarannsókna er að skoða stöðu og langtímabreytingar á heilsufari, hreyfingu, þreki, svefni, andlegri líðan, námsárangri og lifnaðarháttum ungra Íslendinga.

Helstu niðurstöður þessara tveggja rannsóknaverkefna sýna að:
  • Líkamssamsetning er að breytast í neikvæða átt.
  • Hreyfing ungmenna minnkar um það bil 7% á hverju ári.
  • Fimmta hvert ungmenni uppfyllir ráðleggingar um æskilega hreyfingu á dag.
  • Andlegri líðan hrakar frá 17 til 23 ára aldurs og á það sérstaklega við hjá karlmönnum.
  • Neikvæðir heilsufarsþættir eru áhættuþættir í tengslum við námsárangur.
  • Nýlegar niðurstöður sýna að eingöngu 20% 15 ára og 17 ára ungmenna uppfylla ráðleggingar um æskilegan svefn á hverjum sólahring.

Erlingur hefur komið að fjölmörgum öðrum rannsóknarverkefnum sem hafa meðal annars verið unnin í samvinnu við heilbrigðistofnanir (Hjartavernd, Reykjalund, HL-stöðina og fleiri) og rannsóknarverkefni í samvinnu íþróttahreyfinguna.

Erlingur og samstarfsfólk hafa fengið sex stóra verkefnisstyrki frá Rannís, auk fjölmargra annarra minni styrkja frá Rannís og öðrum opinberum aðilum. Í fjármögnum rannsókna hefur Erlingur lagt ríka áherslu á að fá stuðning og vera í samstarfi við fyrirtæki og hafa fjölmörg fyrirtæki styrkt rannsóknaverkefnin. Aðkoma að rannsóknum er mjög þverfræðileg og byggir á samstarfi við bæði innlenda sem og erlenda aðila. Má í þessu sambandi nefna náið samstarf við Bandarísku lýðheilsustofnunina (NIH) í Washington og samstarf við fleiri rannsóknarhópa á Norðurlöndum. Fimm doktorsnemar hafa lokið sínu doktorsprófi undir handleiðslu Erlings og rúmlega 30 meistaranemar. Niðurstöður frá þessum rannsóknum hafa veitt heilbrigðis- og menntayfirvöldum mikilvægar upplýsingar og vitneskju um til hvaða forvarna þau þurfa að grípa til á komandi árum og áratugum.

Erlingur er fæddur árið 1961. Hann lauk meistaraprófi í íþrótta- og heilsufræðum (1990) frá Norska íþróttaháskólanum í Osló og doktorsprófi frá sama skóla árið 1995. Doktorsverkefnið var unnið við Háskólann í Osló. Erlingur starfaði í þrjú ár sem nýdoktor við læknadeild Háskólans í Osló. Erlingur var afreksmaður í íþróttum og á ennþá Íslandsmetið í 800 metra hlaupi sem var sett 1987.

Mynd:
  • Úr safni EJ.
...