Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk stjórnskipun þróaðist í átt frá þingræði til forsetaþingræðis á árunum eftir hrun. Það felur í sér aukin pólitísk völd forseta Íslands hvað varðar löggjöf. Þau völd veita forseta jafnframt möguleika á að styrkja pólitískt vægi sitt innan framkvæmdarvaldsins.

Í fræðunum hafa fræðimenn einkum horft til þess hvort að framkvæmdarvaldið liggi bæði hjá ríkisstjórn og forseta þegar forsetaþingræði er skilgreint, löggjafarvaldið hefur aftur á móti fengið minna vægi í skilgreiningu á hugtakinu. Stjórnskipuleg þróun á Íslandi sýnir engu að síður að handhafar löggjafarvaldsins eru mikilvæg breyta í þessu sambandi. Einnig skiptir styrkur þingsins máli þegar kemur að valdajafnvæginu á milli forseta og ríkisstjórnar og sá styrkur hefur meðal annars áhrif á pólitíska túlkun á stjórnarskrárbundnu hlutverki forsetans.

Rannsóknir Stefaníu eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál.

Þegar kemur að aðkomu hagsmunaaðila að opinberri ákvarðanatöku sýna niðurstöður Stefaníu að skipulögð hagsmunasamtök eru mjög gjarnan höfð í ráðum við mótun og framkvæmd opinberrar stefnu á Íslandi. Í samanburði við Skandinavíu er til dæmis núna mun meira um það hérlendis en í Skandinavíu að ráðherrar skipi opinberar nefndir eða ráð, sem í eiga sæti fulltrúar hagsmunasamtaka, til að móta eða framkvæma opinbera stefnu. Slíkt formbundið samráð (e. corporatism) hefur hins vegar mikið gefið eftir í Skandinavíu á síðustu áratugum. Þróunin á Íslandi er því áhugaverð í fræðilegu samhengi og endurspeglar bæði styrk hagsmunasamtaka sem og skipulag og smæð opinberu stjórnsýslunnar á Íslandi.

Um þessar mundir tekur Stefanía þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi um tengsl stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Hún vinnur einnig ásamt öðrum að rannsókn á áhrifum hugveitna (e. think tanks) á opinbera stefnumótun og að rannsókn um upplifun þingmanna af þingmannsstarfinu. Hún vinnur enn fremur að bók um almenna stjórnmálaþróun á Íslandi eftir hrun fyrir alþjóðlega útgáfu.

Stefanía hóf störf við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2011. Hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði árið 1995 frá Purdue-háskóla í West Lafayette, Indiana. Áður hafði hún lokið MA-prófi (1988) og BA-prófi (1986) frá sama háskóla. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

20.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76617.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. desember). Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76617

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76617>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?
Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk stjórnskipun þróaðist í átt frá þingræði til forsetaþingræðis á árunum eftir hrun. Það felur í sér aukin pólitísk völd forseta Íslands hvað varðar löggjöf. Þau völd veita forseta jafnframt möguleika á að styrkja pólitískt vægi sitt innan framkvæmdarvaldsins.

Í fræðunum hafa fræðimenn einkum horft til þess hvort að framkvæmdarvaldið liggi bæði hjá ríkisstjórn og forseta þegar forsetaþingræði er skilgreint, löggjafarvaldið hefur aftur á móti fengið minna vægi í skilgreiningu á hugtakinu. Stjórnskipuleg þróun á Íslandi sýnir engu að síður að handhafar löggjafarvaldsins eru mikilvæg breyta í þessu sambandi. Einnig skiptir styrkur þingsins máli þegar kemur að valdajafnvæginu á milli forseta og ríkisstjórnar og sá styrkur hefur meðal annars áhrif á pólitíska túlkun á stjórnarskrárbundnu hlutverki forsetans.

Rannsóknir Stefaníu eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál.

Þegar kemur að aðkomu hagsmunaaðila að opinberri ákvarðanatöku sýna niðurstöður Stefaníu að skipulögð hagsmunasamtök eru mjög gjarnan höfð í ráðum við mótun og framkvæmd opinberrar stefnu á Íslandi. Í samanburði við Skandinavíu er til dæmis núna mun meira um það hérlendis en í Skandinavíu að ráðherrar skipi opinberar nefndir eða ráð, sem í eiga sæti fulltrúar hagsmunasamtaka, til að móta eða framkvæma opinbera stefnu. Slíkt formbundið samráð (e. corporatism) hefur hins vegar mikið gefið eftir í Skandinavíu á síðustu áratugum. Þróunin á Íslandi er því áhugaverð í fræðilegu samhengi og endurspeglar bæði styrk hagsmunasamtaka sem og skipulag og smæð opinberu stjórnsýslunnar á Íslandi.

Um þessar mundir tekur Stefanía þátt í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi um tengsl stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Hún vinnur einnig ásamt öðrum að rannsókn á áhrifum hugveitna (e. think tanks) á opinbera stefnumótun og að rannsókn um upplifun þingmanna af þingmannsstarfinu. Hún vinnur enn fremur að bók um almenna stjórnmálaþróun á Íslandi eftir hrun fyrir alþjóðlega útgáfu.

Stefanía hóf störf við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2011. Hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði árið 1995 frá Purdue-háskóla í West Lafayette, Indiana. Áður hafði hún lokið MA-prófi (1988) og BA-prófi (1986) frá sama háskóla. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...