Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf.

Í fjölskyldurannsóknum hefur Sigrún beint athygli að fjölskyldusamskiptum, kannað þætti sem varða seiglu og starfhæfni í parsambandi, foreldrafærni og verndandi og ógnandi þætti í uppeldisskilyrðum barna. Þar styðst hún við fræðagrunn vistfræði og kerfiskenninga ásamt tengsla- og samskiptakenningum, meðal annars um samstöðu (e. loyalty) og félagslegan arf (e. habitus). Þekkingarfræði rannsóknastarfsins hvílir á hugmyndagrunni Johns Deweys um tengsl reynslu, þekkingar og framþróunar.

Sigrún hefur stýrt langtíma rannsóknarverkefnum um stöðu barna í skilnaði og við andlát foreldris. Hún hefur birt fjölda rita sem tengjast íslenskri lagasetningu, samfélagsábyrgð og umbótum í þágu barna.

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Á háskólaferli sínum hefur Sigrún komið að stofnun félagsráðgjafarnáms við Háskóla Íslands, mótað diplómanámsleiðir og meistara- og doktorsnám. Að þessu hefur Sigrún unnið í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands í tengslum við sérfræðiréttindi og siðfræði í félagsráðgjöf. Hún beitti sér fyrir tilurð Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd, RBF við félagsráðgjafardeild (2006) ásamt útgáfu ritraðar RBF, og umbreyttu formi Tímarits félagsráðgjafa sem hún ritstýrði. Sigrún hefur verið virk í norrænu og evrópsku náms- og fagþróunarstarfi, átti þátt í stofnun fræðilegs norræns tímarits í félagsráðgjöf (1981) og stofnun Nordic Campbell Collaboration (2002) um gagnrýnda þekkingu í stefnumótun og framkvæmd velferðarþjónustu á Norðurlöndum. Í þessu samhengi hefur Sigrún gegnt fjölþættu nefnda- og þróunarstarfi á vegum Háskóla Íslands, félagsmálaráðuneytis, innanríkis- og dómsmálaráðuneytis, og á Norðurlöndum. Sigrún hefur ritað ellefu bækur, fjölda bókakafla og tuga fræðigreina í íslenskum og erlendum ritrýndum tímaritum, og svarað spurningum á Vísindavef Háskóla Íslands.

Sigrún lauk félagsráðgjafarnámi frá Háskólanum í Lundi 1970, fil. kand-prófi í félagsvísindum frá Stokkhólmsháskóla 1972 og síðan meistaraprófi í klínískri félagsráðgjöf 1978 frá University of Michigan, Ann Arbor, Bandaríkjunum. Hún lauk fræðilegu námi og þjálfun í handleiðslu í meðferðarstarfi 1985, og hlaut löggilt meðferðarréttindi 1989 frá sænsku Socialstyrelsen að loknu námi við sálfræðideild Gautaborgarháskóla. Þá lauk Sigrún doktorsprófi í fjölskyldurannsóknum við félagsráðgjafardeild sama háskóla 1993.

Sigrún var yfirfélagsráðgjafi Geðdeildar Landspítalans 1972-1990, og jafnframt stundakennari við HÍ í félagsfræði og fleiri greinum frá 1980. Hún sinnti kennslu og rannsóknum sem lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands frá 1990, dósent 1994 og prófessor 1999. Sigrún hefur starfrækt meðferðarþjónustuna Tengsl frá 1982 og tengir þannig klíniskan efnivið við kennslu og rannsóknarstarf.

Sigrún hlaut Fálkaorðuna fyrir rannsóknir á sviði félagsvísinda, 2003, heiðursstyrk Vísindasjóðs Félagsráðgjafarfélags Íslands 2009 og viðurkenningu Sambands félagsráðgjafarskóla á Norðurlöndum 2011.

Mynd:

  • Úr safni SJ.

Útgáfudagur

14.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76628.

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins. (2018, 14. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76628

Vísindafélag Íslands og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sigrún Júlíusdóttir stundað?
Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasviðið er tvískipt: (a) fjölskyldurannsóknir um kynslóðasamskipti, skilnaðarmál, uppeldisaðstæður barna; (b) hugmyndasaga félagsráðgjafar, rannsókna- og fagþróun, teymisvinna, handleiðslufræði og kerfasamstarf.

Í fjölskyldurannsóknum hefur Sigrún beint athygli að fjölskyldusamskiptum, kannað þætti sem varða seiglu og starfhæfni í parsambandi, foreldrafærni og verndandi og ógnandi þætti í uppeldisskilyrðum barna. Þar styðst hún við fræðagrunn vistfræði og kerfiskenninga ásamt tengsla- og samskiptakenningum, meðal annars um samstöðu (e. loyalty) og félagslegan arf (e. habitus). Þekkingarfræði rannsóknastarfsins hvílir á hugmyndagrunni Johns Deweys um tengsl reynslu, þekkingar og framþróunar.

Sigrún hefur stýrt langtíma rannsóknarverkefnum um stöðu barna í skilnaði og við andlát foreldris. Hún hefur birt fjölda rita sem tengjast íslenskri lagasetningu, samfélagsábyrgð og umbótum í þágu barna.

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Á háskólaferli sínum hefur Sigrún komið að stofnun félagsráðgjafarnáms við Háskóla Íslands, mótað diplómanámsleiðir og meistara- og doktorsnám. Að þessu hefur Sigrún unnið í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands í tengslum við sérfræðiréttindi og siðfræði í félagsráðgjöf. Hún beitti sér fyrir tilurð Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd, RBF við félagsráðgjafardeild (2006) ásamt útgáfu ritraðar RBF, og umbreyttu formi Tímarits félagsráðgjafa sem hún ritstýrði. Sigrún hefur verið virk í norrænu og evrópsku náms- og fagþróunarstarfi, átti þátt í stofnun fræðilegs norræns tímarits í félagsráðgjöf (1981) og stofnun Nordic Campbell Collaboration (2002) um gagnrýnda þekkingu í stefnumótun og framkvæmd velferðarþjónustu á Norðurlöndum. Í þessu samhengi hefur Sigrún gegnt fjölþættu nefnda- og þróunarstarfi á vegum Háskóla Íslands, félagsmálaráðuneytis, innanríkis- og dómsmálaráðuneytis, og á Norðurlöndum. Sigrún hefur ritað ellefu bækur, fjölda bókakafla og tuga fræðigreina í íslenskum og erlendum ritrýndum tímaritum, og svarað spurningum á Vísindavef Háskóla Íslands.

Sigrún lauk félagsráðgjafarnámi frá Háskólanum í Lundi 1970, fil. kand-prófi í félagsvísindum frá Stokkhólmsháskóla 1972 og síðan meistaraprófi í klínískri félagsráðgjöf 1978 frá University of Michigan, Ann Arbor, Bandaríkjunum. Hún lauk fræðilegu námi og þjálfun í handleiðslu í meðferðarstarfi 1985, og hlaut löggilt meðferðarréttindi 1989 frá sænsku Socialstyrelsen að loknu námi við sálfræðideild Gautaborgarháskóla. Þá lauk Sigrún doktorsprófi í fjölskyldurannsóknum við félagsráðgjafardeild sama háskóla 1993.

Sigrún var yfirfélagsráðgjafi Geðdeildar Landspítalans 1972-1990, og jafnframt stundakennari við HÍ í félagsfræði og fleiri greinum frá 1980. Hún sinnti kennslu og rannsóknum sem lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands frá 1990, dósent 1994 og prófessor 1999. Sigrún hefur starfrækt meðferðarþjónustuna Tengsl frá 1982 og tengir þannig klíniskan efnivið við kennslu og rannsóknarstarf.

Sigrún hlaut Fálkaorðuna fyrir rannsóknir á sviði félagsvísinda, 2003, heiðursstyrk Vísindasjóðs Félagsráðgjafarfélags Íslands 2009 og viðurkenningu Sambands félagsráðgjafarskóla á Norðurlöndum 2011.

Mynd:

  • Úr safni SJ.

...