Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan er orðið gormæltur/gormæli og hver er skýring á því? Á vinnustað mínum skapaðist umræða um hvaðan orðið gormæltur er komið? Eitt okkar hafði til dæmis lifað í þeim misskilningi að það væri ritað gorm-mæltur og hugsaði sér að skýringin væri að hljóðið úr barka þess sem væri gor[m]mæltur togaðist og rúllaði eitthvað til. Síðan áttar viðkomandi sig á orðið er ritað gor-mæltur. Er vitað hvaðan það er upprunnið? Við erum búin að leita í nokkrum bókum og finnum ekkert sem skýrir það. Með fyrirfram þökk.

Fyrri liður í samsetningunum gormæltur og gormæli er nafnorðið gor sem hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘hálfmelt fæða í innyflum grasbíta’ en aðrar merkingar eru ‘djúpur bassi’ og ‘kverkmælt rödd’.

Upphafleg merking orðsins gor gæti verið ‘eitthvað draflkennt, gerjandi’. Á myndinni sést bjór í gerjun.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:269) er uppruna orðsins og skyldleika við önnur germönsk mál lýst og getur Ásgeir sér þess til að upphafleg merking sé ‘eitthvað draflkennt, gerjandi’. Orðsifjabókin er öllum opin á Málið.is.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.2.2019

Spyrjandi

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2019, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76669.

Guðrún Kvaran. (2019, 20. febrúar). Hvaða gor er þetta hjá gormæltum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76669

Guðrún Kvaran. „Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2019. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76669>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða gor er þetta hjá gormæltum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan er orðið gormæltur/gormæli og hver er skýring á því? Á vinnustað mínum skapaðist umræða um hvaðan orðið gormæltur er komið? Eitt okkar hafði til dæmis lifað í þeim misskilningi að það væri ritað gorm-mæltur og hugsaði sér að skýringin væri að hljóðið úr barka þess sem væri gor[m]mæltur togaðist og rúllaði eitthvað til. Síðan áttar viðkomandi sig á orðið er ritað gor-mæltur. Er vitað hvaðan það er upprunnið? Við erum búin að leita í nokkrum bókum og finnum ekkert sem skýrir það. Með fyrirfram þökk.

Fyrri liður í samsetningunum gormæltur og gormæli er nafnorðið gor sem hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘hálfmelt fæða í innyflum grasbíta’ en aðrar merkingar eru ‘djúpur bassi’ og ‘kverkmælt rödd’.

Upphafleg merking orðsins gor gæti verið ‘eitthvað draflkennt, gerjandi’. Á myndinni sést bjór í gerjun.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:269) er uppruna orðsins og skyldleika við önnur germönsk mál lýst og getur Ásgeir sér þess til að upphafleg merking sé ‘eitthvað draflkennt, gerjandi’. Orðsifjabókin er öllum opin á Málið.is.

Heimild:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

...