Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og tölvu- og netnotkun barna og unglinga. Hún hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við uppbyggingu kennaranáms og starfsþróun á sviði upplýsingatækni.

Meðal verkefna má nefna rannsóknir á tölvumenningu skóla. Gögnum var safnað með könnunum meðal 3000 nemenda úr um 40 skólum 1998 til 2008. Þá var eigindlegum gögnum safnað 2001 til 2005 um netnotkun 300 6-19 ára ungmenna í rannsókninni NETNOT sem styrkt var úr rannsóknarsjóði RANNÍS. Þessar rannsóknir voru gerðar með aðstoð fjarnema við Kennaraháskóla Íslands sem dreifðir voru um landið og gátu því safnað gögnum víða á skömmum tíma (sjá grein um aðferðina). Sólveig tók þátt í NámUST-verkefninu um áhrif upplýsingatækni á nám og kennslu 2003 til 2005 og verkefni um starfshætti í grunnskólum 2009 til 2011 (sjá grein um upplýsingatækni í skólastarfi).

Rannsóknir Sólveigar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og tölvu- og netnotkun barna og unglinga.

Sólveig hefur unnið að matsrannsóknum á fjarnámi í framhaldsskólum, dreifmenntun í grunnskólum, samkennslu stað- og fjarnema og innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum (sjá vef RANNUM). Meðal nýlegra birtinga er umfjöllun um íslenskar rannsóknir í alþjóðlegri handbók um netnám á grunn- og framhaldsskólastigi. Sólveig stýrir nú rannsóknarteymi við MVS í Evrópuverkefninu MakEY um sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna og er að hefja þátttöku í NordForsk-samstarfsnetinu Digitalizing childhoods.

Sólveig hefur fengið marga styrki til kennsluþróunar. Síðustu ár um opin netnámskeið (e. MOOC) og menntabúðir (e. educamp) sem er aðferð sem hefur verið að breiðast út í íslensku skólastarfi undanfarin ár.

Sólveig er aðalhvatamaður að stofnun Netlu sem hleypt var af stokkunum 2002 og sat í ritstjórn þess fyrstu árin. Netla er eitt af fyrstu fræðilegu tímaritunum hér á landi sem birt var á netinu og hefur verið í opnu aðgengi frá upphafi. Þá hefur Sólveig unnið með aðilum að stofnun og starfsemi Menntamiðju og tengdra torga (meðal annars Tungumálatorgs, Náttúrutorgs, Sérkennslutorgs og UT-torgs).

Sólveig er fædd 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og BS-prófi í jarðfræði og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands 1983. Hún kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík 1983-1986. Sólveig lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Minnesota 1996 í kennslufræðum með áherslu á tölvunotkun (e. instructional systems and technology). Doktorsritgerðin fjallaði um tölvumenningu grunnskóla og kynja- og aldursmun í tölvunotkun.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

26.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2018, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76682.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76682

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2018. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76682>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?
Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og tölvu- og netnotkun barna og unglinga. Hún hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við uppbyggingu kennaranáms og starfsþróun á sviði upplýsingatækni.

Meðal verkefna má nefna rannsóknir á tölvumenningu skóla. Gögnum var safnað með könnunum meðal 3000 nemenda úr um 40 skólum 1998 til 2008. Þá var eigindlegum gögnum safnað 2001 til 2005 um netnotkun 300 6-19 ára ungmenna í rannsókninni NETNOT sem styrkt var úr rannsóknarsjóði RANNÍS. Þessar rannsóknir voru gerðar með aðstoð fjarnema við Kennaraháskóla Íslands sem dreifðir voru um landið og gátu því safnað gögnum víða á skömmum tíma (sjá grein um aðferðina). Sólveig tók þátt í NámUST-verkefninu um áhrif upplýsingatækni á nám og kennslu 2003 til 2005 og verkefni um starfshætti í grunnskólum 2009 til 2011 (sjá grein um upplýsingatækni í skólastarfi).

Rannsóknir Sólveigar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og tölvu- og netnotkun barna og unglinga.

Sólveig hefur unnið að matsrannsóknum á fjarnámi í framhaldsskólum, dreifmenntun í grunnskólum, samkennslu stað- og fjarnema og innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum (sjá vef RANNUM). Meðal nýlegra birtinga er umfjöllun um íslenskar rannsóknir í alþjóðlegri handbók um netnám á grunn- og framhaldsskólastigi. Sólveig stýrir nú rannsóknarteymi við MVS í Evrópuverkefninu MakEY um sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna og er að hefja þátttöku í NordForsk-samstarfsnetinu Digitalizing childhoods.

Sólveig hefur fengið marga styrki til kennsluþróunar. Síðustu ár um opin netnámskeið (e. MOOC) og menntabúðir (e. educamp) sem er aðferð sem hefur verið að breiðast út í íslensku skólastarfi undanfarin ár.

Sólveig er aðalhvatamaður að stofnun Netlu sem hleypt var af stokkunum 2002 og sat í ritstjórn þess fyrstu árin. Netla er eitt af fyrstu fræðilegu tímaritunum hér á landi sem birt var á netinu og hefur verið í opnu aðgengi frá upphafi. Þá hefur Sólveig unnið með aðilum að stofnun og starfsemi Menntamiðju og tengdra torga (meðal annars Tungumálatorgs, Náttúrutorgs, Sérkennslutorgs og UT-torgs).

Sólveig er fædd 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978 og BS-prófi í jarðfræði og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands 1983. Hún kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík 1983-1986. Sólveig lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Minnesota 1996 í kennslufræðum með áherslu á tölvunotkun (e. instructional systems and technology). Doktorsritgerðin fjallaði um tölvumenningu grunnskóla og kynja- og aldursmun í tölvunotkun.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...