Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínum og hvernig þeir vildu verja honum. Síðasta rannsóknin af þessum toga var gerð árið 2017 og þá var einnig könnuð afstaða skólastjóra til mikilvægra gilda sem tengjast skólastarfi. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Steinunn Helga gildi skólastjóra og áhrif þeirra á athafnir, einkum í erfiðum aðstæðum.

Á síðustu árum hefur Steinunn Helga kannað viðhorf millistjórnenda (deildarstjóra, fagstjóra og fleiri) til starfs síns og áherslu skólastjóra og deildarstjóra við grunnskóla á kennslufræðilega forystu. Greinar um þessar rannsóknir hafa birst bæði á Íslandi og erlendis. Steinunn Helga hefur einnig rannsakað kynjajafnrétti í skólum. Hún rannsakaði viðhorf kennara og stjórnenda til kynjajafnréttis, meðal annars á Menntavísindasviði og skrifað um þær tvær greinar ásamt samstarfsfólki. Á árunum eftir hrun kannaði hún áhrif efnahagskreppunnar á skóla í tveim sveitarfélögum ásamt samstarfsfólki sínu í Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi og voru birtar tvær greinar um efnið.

Sérsvið Steinunnar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung.

Steinunn Helga hefur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi fræðimanna og starfenda, skipulagt ráðstefnur og haft forgöngu um heimsóknir fjölda erlendra fræðimanna til landsins. Hún var formaður Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi í mörg ár.

Hún gegndi einnig formennsku í ENIRDELM-samtökunum, European Network for Improving Research and Development in Educational Leadership an Management. Steinunn Helga var formaður FUM, Félags um menntarannsóknir, í fjögur ár og skipulagði meðal annars tvær ráðstefnur með erlendum fyrirlesurum á því tímabili. Hún var í kennsluráði Menntavísindasviðs, fastanefnd sviðsins um meistaranám, varabrautarstjóri á námsbraut um Menntastjórnun og matsfræði og í jafnréttisnefnd KHÍ.

Steinunn Helga fæddist að Vatnsskarðshólum í Mýrdal árið 1949. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1975 og M.Ed.-prófi frá Háskólanum í Illinois árið 1982. Árið 2008 lauk hún PhD.-gráðu í menntastjórnun frá Institute of Education, Háskólanum í London.

Steinunn Helga var grunnskólakennari í átta ár, skólastjóri Æfingaskóla KHÍ í níu ár, þáttagerðarkona hjá RÚV í þrjú ár en hefur verið lektor, dósent og síðast prófessor, við Menntavísindasvið HÍ, áður KHÍ, síðan 1999.

Mynd:
  • Úr safni SHL.

Útgáfudagur

26.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 26. desember 2018. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76695.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. desember). Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76695

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 26. des. 2018. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76695>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?
Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínum og hvernig þeir vildu verja honum. Síðasta rannsóknin af þessum toga var gerð árið 2017 og þá var einnig könnuð afstaða skólastjóra til mikilvægra gilda sem tengjast skólastarfi. Í doktorsverkefni sínu rannsakaði Steinunn Helga gildi skólastjóra og áhrif þeirra á athafnir, einkum í erfiðum aðstæðum.

Á síðustu árum hefur Steinunn Helga kannað viðhorf millistjórnenda (deildarstjóra, fagstjóra og fleiri) til starfs síns og áherslu skólastjóra og deildarstjóra við grunnskóla á kennslufræðilega forystu. Greinar um þessar rannsóknir hafa birst bæði á Íslandi og erlendis. Steinunn Helga hefur einnig rannsakað kynjajafnrétti í skólum. Hún rannsakaði viðhorf kennara og stjórnenda til kynjajafnréttis, meðal annars á Menntavísindasviði og skrifað um þær tvær greinar ásamt samstarfsfólki. Á árunum eftir hrun kannaði hún áhrif efnahagskreppunnar á skóla í tveim sveitarfélögum ásamt samstarfsfólki sínu í Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi og voru birtar tvær greinar um efnið.

Sérsvið Steinunnar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung.

Steinunn Helga hefur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi fræðimanna og starfenda, skipulagt ráðstefnur og haft forgöngu um heimsóknir fjölda erlendra fræðimanna til landsins. Hún var formaður Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi í mörg ár.

Hún gegndi einnig formennsku í ENIRDELM-samtökunum, European Network for Improving Research and Development in Educational Leadership an Management. Steinunn Helga var formaður FUM, Félags um menntarannsóknir, í fjögur ár og skipulagði meðal annars tvær ráðstefnur með erlendum fyrirlesurum á því tímabili. Hún var í kennsluráði Menntavísindasviðs, fastanefnd sviðsins um meistaranám, varabrautarstjóri á námsbraut um Menntastjórnun og matsfræði og í jafnréttisnefnd KHÍ.

Steinunn Helga fæddist að Vatnsskarðshólum í Mýrdal árið 1949. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1975 og M.Ed.-prófi frá Háskólanum í Illinois árið 1982. Árið 2008 lauk hún PhD.-gráðu í menntastjórnun frá Institute of Education, Háskólanum í London.

Steinunn Helga var grunnskólakennari í átta ár, skólastjóri Æfingaskóla KHÍ í níu ár, þáttagerðarkona hjá RÚV í þrjú ár en hefur verið lektor, dósent og síðast prófessor, við Menntavísindasvið HÍ, áður KHÍ, síðan 1999.

Mynd:
  • Úr safni SHL.

...