Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Isabel Barrio er dósent við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Isabel hefur áhuga á grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í. Í vistkerfum á norðlægum slóðum er yfirleitt talið auðveldara að rannsaka samskipti plantna og grasbíta heldur en í flóknari vistkerfum. Færri tegundir fyrirfinnast á kaldari slóðum og samskiptin eru því einfaldari.

Þrátt fyrir að á Íslandi séu færri tegundir heldur en á suðlægri slóðum, er mikill breytileiki í samskiptum dýra og plantna hér og áhrif grasbíta í norðlægum vistkerfum eru háð mörgum samverkandi þáttum. Þess vegna er mikilvægt að samræma rannsóknir frá vistkerfum á norðlægum slóðum til þess að skilja hlutverk grasbíta. Isabel lagði sitt af mörkum til þess, með því að stofna Herbivory Network, alþjóðlegt tengslanet 160 meðlima frá fjölmörgum löndum. Rannsóknir meðlima hópsins geta hjálpað til að skilja mynstur lífrænna samskipta á stórum kvarða og veita frekari skilning á hlutverki vistkerfa frá mörgum sjónarhornum.

Isabel sést hér taka upp myndefni fyrir netnámskeið um sauðfjárbeit á Íslandi, námskeiðið kallast Sauðfé í landi elds og ísa. Myndina tók David Hik.

Rannsóknir Isabel á Íslandi snúa að vistfræðilegum áhrifum sauðfjárbeitar á hálendi Íslands. Árið 2016 hóf Isabel rannsókn í samstarfi við Landgræðslu Íslands og Háskóla Íslands, á tveimur stöðum á hálendinu þar sem girðingar eru notaðar til þess að bera saman breytingar á vistkerfum í reitum þar sem sauðfjárbeit er annars vegar haldið frá og hins vegar viðhaldið. Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkur ár og strax má sjá einhver áhrif beitar á vistkerfið. Svörun vistkerfa á norðlægum slóðum er hins vegar yfirleitt hægfara og því munu niðurstöður rannsóknarinnar verða skýrari eftir því sem lengri tími líður. Samhliða rannsóknum sínum hefur Isabel þróað netnámskeið um sauðfjárbeit á Íslandi. Það verður hægt að nálgast á Netinu, öllum að kostnaðarlausu í janúar 2019.

Isabel fæddist á Spáni árið 1983. Hún lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Córdoba á Suður-Spáni árið 2010, þar sem hún sérhæfði sig í áhrifum kanína á landbúnaðarsvæði. Hún flutti síðan til Kanada og gegndi þar stöðu nýdoktors við Háskólann í Alberta. Þar tók hún meðal annars þátt í vettvangsferðum á háfjallasvæði í Yukon. Isabel fluttist til Íslands árið 2015 þar sem hún starfaði fyrst sem nýdoktor við Háskóla Íslands og nú sem aðstoðarprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Mynd:

  • © David Hik

Útgáfudagur

16.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað? “ Vísindavefurinn, 16. desember 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76714.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76714

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað? “ Vísindavefurinn. 16. des. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76714>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað?
Isabel Barrio er dósent við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Isabel hefur áhuga á grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í. Í vistkerfum á norðlægum slóðum er yfirleitt talið auðveldara að rannsaka samskipti plantna og grasbíta heldur en í flóknari vistkerfum. Færri tegundir fyrirfinnast á kaldari slóðum og samskiptin eru því einfaldari.

Þrátt fyrir að á Íslandi séu færri tegundir heldur en á suðlægri slóðum, er mikill breytileiki í samskiptum dýra og plantna hér og áhrif grasbíta í norðlægum vistkerfum eru háð mörgum samverkandi þáttum. Þess vegna er mikilvægt að samræma rannsóknir frá vistkerfum á norðlægum slóðum til þess að skilja hlutverk grasbíta. Isabel lagði sitt af mörkum til þess, með því að stofna Herbivory Network, alþjóðlegt tengslanet 160 meðlima frá fjölmörgum löndum. Rannsóknir meðlima hópsins geta hjálpað til að skilja mynstur lífrænna samskipta á stórum kvarða og veita frekari skilning á hlutverki vistkerfa frá mörgum sjónarhornum.

Isabel sést hér taka upp myndefni fyrir netnámskeið um sauðfjárbeit á Íslandi, námskeiðið kallast Sauðfé í landi elds og ísa. Myndina tók David Hik.

Rannsóknir Isabel á Íslandi snúa að vistfræðilegum áhrifum sauðfjárbeitar á hálendi Íslands. Árið 2016 hóf Isabel rannsókn í samstarfi við Landgræðslu Íslands og Háskóla Íslands, á tveimur stöðum á hálendinu þar sem girðingar eru notaðar til þess að bera saman breytingar á vistkerfum í reitum þar sem sauðfjárbeit er annars vegar haldið frá og hins vegar viðhaldið. Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkur ár og strax má sjá einhver áhrif beitar á vistkerfið. Svörun vistkerfa á norðlægum slóðum er hins vegar yfirleitt hægfara og því munu niðurstöður rannsóknarinnar verða skýrari eftir því sem lengri tími líður. Samhliða rannsóknum sínum hefur Isabel þróað netnámskeið um sauðfjárbeit á Íslandi. Það verður hægt að nálgast á Netinu, öllum að kostnaðarlausu í janúar 2019.

Isabel fæddist á Spáni árið 1983. Hún lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Córdoba á Suður-Spáni árið 2010, þar sem hún sérhæfði sig í áhrifum kanína á landbúnaðarsvæði. Hún flutti síðan til Kanada og gegndi þar stöðu nýdoktors við Háskólann í Alberta. Þar tók hún meðal annars þátt í vettvangsferðum á háfjallasvæði í Yukon. Isabel fluttist til Íslands árið 2015 þar sem hún starfaði fyrst sem nýdoktor við Háskóla Íslands og nú sem aðstoðarprófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Mynd:

  • © David Hik

...