Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðideild HÍ.

Margrét stýrir rannsóknarmiðstöð skapandi greina innan Viðskiptafræðistofnunar HÍ og hefur unnið ýmis verkefni tengd skapandi greinum fyrir stjórnvöld á Íslandi. Meðal annars kortlagði hún hagrænt umfang skapandi greina á íslandi. Gögn um skapandi greinar á Íslandi hafa verið af mjög skornum skammti og hefur Margrét unnið með Samráðsvettvangi skapandi greina og Samtón í því að efla upplýsingar um þær. Margrét hefur jafnframt tekið þátt í norrænum verkefnum á sviði skapandi greina.

Tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar.

Á undanförnum árum hefur Margrét tekið virkan þátt í samtali um rannsóknir á háskólakennslu á Íslandi (e. scholarship of teaching and learning). Hún hefur stundað rannsóknir á bæði eigin kennslu og starfsemi háskóla almennt. Niðurstöður rannsókna hennar og Thamar M. Heijstra á notkun vendikennslu við kennslu eigindlegra rannsóknaraðferða hafa birst bæði á Íslandi og erlendis.

Á undanförnum árum hafa rannsóknir Margrétar á háskólakennslu helst beinst að greiningu á gögnum um nemendur, svo sem áhorfi nemenda á fyrirlestra upptökur og tengslaneti háskólanema.

Árið 2017 fengu Margrét, Anna Helga Jónsdóttir, Daði Már Kristófersson og Magnús Þór Torfason styrk úr Kennsluþróunarsjóði til að vinna þriggja ára rannsókn á tengslaneti nemenda á Félagsvísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Fyrsta tengslanetamælingin var gerð á meðal allra nýnema á sviðunum tveim haustið 2017 og verður þeim hópi fylgt eftir þau þrjú ár sem áætlað er að nám þeirra taki. Margrét og Magnús Þór hafa einnig hafið samstaf við Háskólann á Akureyri um rannsókn á tengslaneti nemenda í fjarnámi. Einnig hefur Margrét komið að tengslanetarannsókn á íslensku viðskiptaelítunni, og skoðað fordóma gagnvart útlendingum í ráðningum á Íslenskum vinnumarkaði. Margrét er jafnframt hluti af hópi sem rannsakar svör við opnum spurningum í kennslukönnun. Sú rannsókn er afsprengi #metoo-bylgjunnar, en í kjölfar hennar var spannst mikil umræða um áreiti sem kvenkyns kennarar verða fyrir.

Margrét lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1992, BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1998, MS prófi frá viðkipafræðideild Háskóla Íslands árið 2004 og doktorsgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2010.

Áhugi Margrétar á skapandi greinum nær ekki eingöngu til rannsókna en áður en hún hóf störf við Háskóla Íslands sinnti hún ýmsum störfum í fyrirtækjum í skapandi greinum meðal annars á sjónvarpsstöð, auglýsingastofu og margmiðlunarfyrirtæki. Áhuginn á háskólakennslu nær einnig út fyrir rannsóknir, en Margrét hefur gengt formennsku í meistarnámsnefnd viðskiptafræðideildar og hefur frá árinu 2017 verið formaður kennslunefndar Félagsvísindasviðs.

Mynd:

  • ©Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

2.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundar

Ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. „Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2018. Sótt 20. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=76764.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. (2018, 2. desember). Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76764

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. „Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2018. Vefsíða. 20. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76764>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Rut Franzdóttir

1976

Sigríður Rut Franzdóttir stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Rannsóknaverkefni hennar snúast m.a. um að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna.