Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices). Í því efni hefur hann meðal annars beint sjónum að iðkun sjálfsskrifa af ýmsu tagi, einkum dagbókaritun, og að framleiðslu, miðlun og neyslu alþýðlegs lesefnis í handrituðu formi. Rannsóknavettvangur Davíðs hefur einkum verið íslensk handritamenning á hinni svokölluðu „löngu 19. öld“, það er tímabilinu frá um það bil 1770-1930 en jafnframt hefur hann leitast við að staðsetja rannsóknir sínar í samhengi við fjölþjóðlega strauma og vendingar á þessu sviði.

Á síðustu árum hafa bæst við rannsóknarsvið sem tengjast samtímamenningu, með áherslu á dægurmenningu og dægurtónlist síðustu áratuga.

Rannsóknir Davíðs hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices).

Auk þess að miðla niðurstöðum rannsókna sinna hefur Davíð skrifað nokkuð um aðferðir og kenningar menningarsögu, aðferðafræði sagnfræði og hugvísinda almennt og rannsóknir á miðlun og miðlum í menningarsögulegu og menningarfræðilegu samhengi. Hann hefur gefið út nokkurn fjölda greina og bókakafla byggða á rannsóknum sínum, bæði innan lands og utan. Árið 2017 kom út hjá Routledge-útgáfunni bókin Minor Knowledge and Microhistory. Manuscript Culture in the Nineteenth Century sem Davíð skrifaði ásamt Sigurði Gylfa Magnússyni prófessor í sagnfræði.

Undanfarna tvo áratugi hefur Davíð verið einn ritstjóra ritraðarinnar Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og hafa á þeim tíma komið út 23 bækur undir hennar merkjum. Um þessar mundir er Davíð þáttakandi í öndvegisverkefninu „Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking“ (2018-2020) sem styrkt er af Rannsóknasjóði.

Davíð Ólafsson lauki BA-prófi í sagnfræði og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og MA-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1999. Hann hóf doktorsnám í nútímasögu (Modern History) við St. Andrews-háskóla í Skotlandi árið 2004 og varði þar doktorsritgerð sína, Wordmongers: Post-medieval Scribal Culture and the Case of Sighvatur Grímsson síðla árs 2008. Davíð starfaði lengst sem sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna frá stofnun hennar 1997 þar til hann var ráðinn aðjúnkt við HÍ árið 2014.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

13.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2018. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76771.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. desember). Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76771

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2018. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76771>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?
Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices). Í því efni hefur hann meðal annars beint sjónum að iðkun sjálfsskrifa af ýmsu tagi, einkum dagbókaritun, og að framleiðslu, miðlun og neyslu alþýðlegs lesefnis í handrituðu formi. Rannsóknavettvangur Davíðs hefur einkum verið íslensk handritamenning á hinni svokölluðu „löngu 19. öld“, það er tímabilinu frá um það bil 1770-1930 en jafnframt hefur hann leitast við að staðsetja rannsóknir sínar í samhengi við fjölþjóðlega strauma og vendingar á þessu sviði.

Á síðustu árum hafa bæst við rannsóknarsvið sem tengjast samtímamenningu, með áherslu á dægurmenningu og dægurtónlist síðustu áratuga.

Rannsóknir Davíðs hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices).

Auk þess að miðla niðurstöðum rannsókna sinna hefur Davíð skrifað nokkuð um aðferðir og kenningar menningarsögu, aðferðafræði sagnfræði og hugvísinda almennt og rannsóknir á miðlun og miðlum í menningarsögulegu og menningarfræðilegu samhengi. Hann hefur gefið út nokkurn fjölda greina og bókakafla byggða á rannsóknum sínum, bæði innan lands og utan. Árið 2017 kom út hjá Routledge-útgáfunni bókin Minor Knowledge and Microhistory. Manuscript Culture in the Nineteenth Century sem Davíð skrifaði ásamt Sigurði Gylfa Magnússyni prófessor í sagnfræði.

Undanfarna tvo áratugi hefur Davíð verið einn ritstjóra ritraðarinnar Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og hafa á þeim tíma komið út 23 bækur undir hennar merkjum. Um þessar mundir er Davíð þáttakandi í öndvegisverkefninu „Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking“ (2018-2020) sem styrkt er af Rannsóknasjóði.

Davíð Ólafsson lauki BA-prófi í sagnfræði og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og MA-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1999. Hann hóf doktorsnám í nútímasögu (Modern History) við St. Andrews-háskóla í Skotlandi árið 2004 og varði þar doktorsritgerð sína, Wordmongers: Post-medieval Scribal Culture and the Case of Sighvatur Grímsson síðla árs 2008. Davíð starfaði lengst sem sjálfstætt starfandi sagnfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna frá stofnun hennar 1997 þar til hann var ráðinn aðjúnkt við HÍ árið 2014.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...