Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands kom það af sjálfu sér að athyglin beindist að íslenskri málsögu og forsögu íslenskrar tungu.

Sem sögulegur málfræðingur hefur Guðrún áhuga á eðli málbreytinga og hefur fengist við fjölbreytt rannsóknarefni þar sem breytingar á málinu í tímans rás eru viðfangsefnið. Hún hefur einkum rannsakað hljóðbreytingar og breytingar á beygingu á ýmsum tímum og orðsifjar. Á seinni árum hefur hún einnig fjallað um notkun málfræðilegra kynja, bæði nú á dögum og fyrr á öldum, og þannig blandað sér í fræðasviðið mál og kyn. Auk þess hefur hún tekið þátt í rannsóknaverkefninu Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld þar sem litið er á ýmsar hliðar málsins á þeim tíma frá sjónarhorni sögulegrar félagsmálfræði.

Sérsvið Guðrúnar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála.

Guðrún hefur sinnt ýmsum störfum innan háskólasamfélagsins. Hún hefur meðal annars verið forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, setið í stjórn Íslenska málfræðifélagsins og stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún var prófdómari í indóevrópskri samanburðarmálfræði við Kaupmannahafnarháskóla um árabil og á sæti í ráðgjafarritnefndum alþjóðlegra tímarita.

Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1961 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1980. Hún lauk BA-prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands árið 1984. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Cornell University í New York-ríki í Bandaríkjunum og lauk þaðan MA-prófi árið 1988 og doktorsprófi árið 1993. Hún var ráðin til starfa við Háskóla Íslands árið 1991 og hefur starfað þar síðan.

Mynd:

  • Úr safni GÞ.

Útgáfudagur

28.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2018. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76772.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76772

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2018. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76772>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?
Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi í kennslugreininni íslensku við Háskóla Íslands kom það af sjálfu sér að athyglin beindist að íslenskri málsögu og forsögu íslenskrar tungu.

Sem sögulegur málfræðingur hefur Guðrún áhuga á eðli málbreytinga og hefur fengist við fjölbreytt rannsóknarefni þar sem breytingar á málinu í tímans rás eru viðfangsefnið. Hún hefur einkum rannsakað hljóðbreytingar og breytingar á beygingu á ýmsum tímum og orðsifjar. Á seinni árum hefur hún einnig fjallað um notkun málfræðilegra kynja, bæði nú á dögum og fyrr á öldum, og þannig blandað sér í fræðasviðið mál og kyn. Auk þess hefur hún tekið þátt í rannsóknaverkefninu Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld þar sem litið er á ýmsar hliðar málsins á þeim tíma frá sjónarhorni sögulegrar félagsmálfræði.

Sérsvið Guðrúnar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála.

Guðrún hefur sinnt ýmsum störfum innan háskólasamfélagsins. Hún hefur meðal annars verið forstöðumaður Málvísindastofnunar Háskóla Íslands, setið í stjórn Íslenska málfræðifélagsins og stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún var prófdómari í indóevrópskri samanburðarmálfræði við Kaupmannahafnarháskóla um árabil og á sæti í ráðgjafarritnefndum alþjóðlegra tímarita.

Guðrún fæddist í Reykjavík árið 1961 og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1980. Hún lauk BA-prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands árið 1984. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Cornell University í New York-ríki í Bandaríkjunum og lauk þaðan MA-prófi árið 1988 og doktorsprófi árið 1993. Hún var ráðin til starfa við Háskóla Íslands árið 1991 og hefur starfað þar síðan.

Mynd:

  • Úr safni GÞ.

...