Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blöndu af staðnámi og netnámi á öllum þessum skólastigum. Rauður þráður í rannsóknum Þuríðar hefur verið hvernig þróun tækninnar getur gagnast til að bæta aðgengi fólks á öllum aldri að menntun en einnig að hlutverki samstarfs skóla og samfélags í þróun menntunar í dreifbýli.

Í doktorsrannsókn sinni (2010) rannsakaði Þuríður hvað einkenndi grunnskólakennaranám þegar kennaranemar störfuðu við kennslu í dreifbýli jafnframt námi. Hluti af þeirri rannsókn var að skoða þróun kennsluhátta í háskólanámi á netinu. Hún hefur síðan lagt áherslu á rannsóknir á þróun náms og kennslu á netinu í háskólum með sérstakri áherslu á að fylgjast með kennaranámi við Menntavísindasvið. Þuríður tekur nú þátt í norrænu samstarfsverkefni um kennaramenntun sem leitt er af fræðimönnum við Háskólann í Osló. Rannsóknin beinist að kennaramenntun á öllum Norðurlöndunum með áherslu á hvaða þættir það eru í kennaranámi sem segja helst fyrir um hvort kennaranemar gerist kennarar að loknu námi og eigi farsælan feril í því starfi.

Rannsóknir Þuríðar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blöndu af staðnámi og netnámi á öllum þessum skólastigum.

Þuríður er virkur þátttakandi í Rannsóknarstofu um upplýsingatækni og miðlun á Menntavísindasviði og hefur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á hennar vegum. Síðast í Norræna verkefninu, NordLAC, sem snerist um hvernig upplýsingatækni hefur áhrif á nám og opnar til dæmis möguleika til að tengja saman formlegt og óformlegt námsumhverfi. Þuríður var einn af ritstjórum bókarinnar Learning across contexts in the knowledge society þar sem afrakstur verkefnisins birtist.

Þuríður er fædd og uppalin á Dalvík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972, lauk BA-prófi í íslensku og félagsfræði frá Háskóla Íslands 1978 og diplómu í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla 1990.

Árið 1974 var Þuríður við nám í frönsku og félagsfræði við Université des Sciences Humaine í Strasbourg í Frakklandi. Hún lauk leiðsögumannaprófi með réttindi á frönsku og ensku árið 1975 og starfaði sem leiðsögumaður aðallega í hálendisferðum á vegum Úlfars Jacobsen í nokkur sumur.

Árið 2001 lauk Þuríður M.Ed.-gráðu í uppeldis og menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2010.

Þuríður var íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð um tuttugu ára skeið á árunum 1979–1998. Árið 1998 hóf hún störf við Kennaraháskóla Íslands, fyrstu árin með styrk frá RANNÍS til að sinna þróunarverkefni um uppsetningu vefs og kennsluefnis um barnabókmenntir fyrir kennaranema og starfandi kennara. Árin 2002–2006 gegndi hún akademískri stöðu sérfræðings hjá Rannsóknarstofnun KHÍ og var lektor frá 2006. Eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands hefur Þuríður verið lektor og síðan dósent við Háskóla Íslands (HÍ). Hún hefur átt sæti í ýmsum starfshópum og stjórnum sem tengjast þróun fjarnáms og kennslu við KHÍ og síðar HÍ.

Mynd:
  • © Sigurbjörg Jóhannesdóttir.

Útgáfudagur

3.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2019. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76821.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 3. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76821

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2019. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76821>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?
Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blöndu af staðnámi og netnámi á öllum þessum skólastigum. Rauður þráður í rannsóknum Þuríðar hefur verið hvernig þróun tækninnar getur gagnast til að bæta aðgengi fólks á öllum aldri að menntun en einnig að hlutverki samstarfs skóla og samfélags í þróun menntunar í dreifbýli.

Í doktorsrannsókn sinni (2010) rannsakaði Þuríður hvað einkenndi grunnskólakennaranám þegar kennaranemar störfuðu við kennslu í dreifbýli jafnframt námi. Hluti af þeirri rannsókn var að skoða þróun kennsluhátta í háskólanámi á netinu. Hún hefur síðan lagt áherslu á rannsóknir á þróun náms og kennslu á netinu í háskólum með sérstakri áherslu á að fylgjast með kennaranámi við Menntavísindasvið. Þuríður tekur nú þátt í norrænu samstarfsverkefni um kennaramenntun sem leitt er af fræðimönnum við Háskólann í Osló. Rannsóknin beinist að kennaramenntun á öllum Norðurlöndunum með áherslu á hvaða þættir það eru í kennaranámi sem segja helst fyrir um hvort kennaranemar gerist kennarar að loknu námi og eigi farsælan feril í því starfi.

Rannsóknir Þuríðar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blöndu af staðnámi og netnámi á öllum þessum skólastigum.

Þuríður er virkur þátttakandi í Rannsóknarstofu um upplýsingatækni og miðlun á Menntavísindasviði og hefur tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi á hennar vegum. Síðast í Norræna verkefninu, NordLAC, sem snerist um hvernig upplýsingatækni hefur áhrif á nám og opnar til dæmis möguleika til að tengja saman formlegt og óformlegt námsumhverfi. Þuríður var einn af ritstjórum bókarinnar Learning across contexts in the knowledge society þar sem afrakstur verkefnisins birtist.

Þuríður er fædd og uppalin á Dalvík. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972, lauk BA-prófi í íslensku og félagsfræði frá Háskóla Íslands 1978 og diplómu í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla 1990.

Árið 1974 var Þuríður við nám í frönsku og félagsfræði við Université des Sciences Humaine í Strasbourg í Frakklandi. Hún lauk leiðsögumannaprófi með réttindi á frönsku og ensku árið 1975 og starfaði sem leiðsögumaður aðallega í hálendisferðum á vegum Úlfars Jacobsen í nokkur sumur.

Árið 2001 lauk Þuríður M.Ed.-gráðu í uppeldis og menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2010.

Þuríður var íslenskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð um tuttugu ára skeið á árunum 1979–1998. Árið 1998 hóf hún störf við Kennaraháskóla Íslands, fyrstu árin með styrk frá RANNÍS til að sinna þróunarverkefni um uppsetningu vefs og kennsluefnis um barnabókmenntir fyrir kennaranema og starfandi kennara. Árin 2002–2006 gegndi hún akademískri stöðu sérfræðings hjá Rannsóknarstofnun KHÍ og var lektor frá 2006. Eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands hefur Þuríður verið lektor og síðan dósent við Háskóla Íslands (HÍ). Hún hefur átt sæti í ýmsum starfshópum og stjórnum sem tengjast þróun fjarnáms og kennslu við KHÍ og síðar HÍ.

Mynd:
  • © Sigurbjörg Jóhannesdóttir.

...