Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 13:02 í Reykjavík

Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið?

JGÞ og FGJ

Frumefnið neon (Ne) er það sem kallast eðalgastegund. Það hefur fullskipað rafeindahvolf og hvarfast þess vegna ekki við önnur efni og getur því ekki brunnið. Nánar má lesa um frumefnið í svari Dags Snæs Sævarssonar við spurningunni Hvað er neon?

Neon er einungis 0,0018% andrúmsloftsins á jörðinni. Þrátt fyrir það er neon talið vera fjórða algengasta frumefni alheimsins, á eftir vatni, helíni og súrefni. Efnið er mun algengara utan lofthjúps jarðarinnar.

Neon gefur af sér mjög bjartan appelsínugulan lit og er oft notað við gerð ljósaskilta.

Neon er oft notað við ljósaskiltagerð þar sem það gefur af sér mjög bjartan appelsínugulan lit. Neon er ekki eitruð gastegund og hvarfast ekki við önnur efni svo það stuðlar ekki að eitruðum efnasamböndum og er því ekki hættulegt umhverfinu. Varasamt er þó að anda að sér neoni þar sem það getur valdið svima, ógleði og meðvitundarleysi.

Mynd:

Höfundar

Útgáfudagur

21.8.2019

Spyrjandi

Júlíus Þorvaldsson

Tilvísun

JGÞ og FGJ. „Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið? “ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2019. Sótt 5. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=76869.

JGÞ og FGJ. (2019, 21. ágúst). Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76869

JGÞ og FGJ. „Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið? “ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2019. Vefsíða. 5. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið?
Frumefnið neon (Ne) er það sem kallast eðalgastegund. Það hefur fullskipað rafeindahvolf og hvarfast þess vegna ekki við önnur efni og getur því ekki brunnið. Nánar má lesa um frumefnið í svari Dags Snæs Sævarssonar við spurningunni Hvað er neon?

Neon er einungis 0,0018% andrúmsloftsins á jörðinni. Þrátt fyrir það er neon talið vera fjórða algengasta frumefni alheimsins, á eftir vatni, helíni og súrefni. Efnið er mun algengara utan lofthjúps jarðarinnar.

Neon gefur af sér mjög bjartan appelsínugulan lit og er oft notað við gerð ljósaskilta.

Neon er oft notað við ljósaskiltagerð þar sem það gefur af sér mjög bjartan appelsínugulan lit. Neon er ekki eitruð gastegund og hvarfast ekki við önnur efni svo það stuðlar ekki að eitruðum efnasamböndum og er því ekki hættulegt umhverfinu. Varasamt er þó að anda að sér neoni þar sem það getur valdið svima, ógleði og meðvitundarleysi.

Mynd:

...