Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?

Saga Ingadóttir og Steinunn Kristín Guðnadóttir

Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fékk hann meiri áhuga á rannsóknum í eðlisefnafræði, og á árunum 1880-1887 vann hann í Bristol í Englandi með efnafræðingnum Sydney Young við að rannsaka vökva og lofttegundir. Árið 1887 varð Ramsay síðan prófessor við University College London, þar sem hann starfaði þangað til hann fór á eftirlaun 1913, og stundaði rannsóknir í eðlisefnafræði. Á þessum tíma gerði hann sínar merkustu uppgötvanir.

Sir William Ramsay (1852-1916). Rannsóknir hans á eðalloftegundunum gerðu hann að einum frægasta efnafræðingi Bretlands. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir verk sín árið 1904.

Ramsay átti þátt í að uppgötva eðallofttegundina argon, sem er fyrsta eðallofttegundin sem var uppgötvuð. Þetta gerði hann í samvinnu við breska eðlisfræðinginn William Rayleigh. Argon myndar um það bil 1% af andrúmsloftinu. Ramsay og Rayleigh einangruðu það úr andrúmsloftinu og tilkynntu árið 1894 að þeir hefðu fundið nýtt frumefni.

Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetning eðallofttegundanna helíns og argons í lotukerfinu benti til þess að það væru til að minnsta kosti þrjár eðallofttegundir til viðbótar. Árið 1898 tókst honum ásamt efnafræðingnum Morris W. Travers (1872-1961) að einangra þessi efni úr lofti með því að koma þeim yfir í vökvaform, við lágan hita og mikinn þrýsting. Þessi efni fengu nöfnin neon, krypton og xenon.

Seinna, árið 1910, sýndi hann fram á að radon, sem var nú þegar uppgötvað, væri sjötta eðallofttegundin. Ramsay hafði þar með uppgötvað fjórar lofttegundir, það er neon, argon, krypton og xenon og sýnt fram á að ásamt helíni og radoni mynduðu þær nýjan flokk í lotukerfinu; eðallofttegundirnar. Rannsóknir hans á eðalloftegundunum gerðu hann að einum frægasta efnafræðingi Bretlands. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir verk sín árið 1904.

Neon er eðallofttegund og hefur skammstöfunina Ne.

Neon er eðallofttegund og hefur skammstöfunina Ne. Það er litlaust, lyktarlaust og léttara en andrúmsloftið. Bræðslumark neons er um það bil -248,7°C og suðumarkið -246,0°C. Ef rafstraumur fer í gegnum neon við lágan þrýsting lýsir það appelsínugulu ljósi. Þessi eiginleiki er í dag nýttur í til dæmis neonskilti og flúrljós. Vegna þessa einstaka eiginleika sást auðveldlega að neon væri óuppgötvað frumefni. Nafnið neon er dregið af gríska orðinu „neos“ sem þýðir „nýtt“.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

28.6.2017

Spyrjandi

Hrefna Sigurjónsdóttir

Tilvísun

Saga Ingadóttir og Steinunn Kristín Guðnadóttir. „Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2017, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8173.

Saga Ingadóttir og Steinunn Kristín Guðnadóttir. (2017, 28. júní). Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8173

Saga Ingadóttir og Steinunn Kristín Guðnadóttir. „Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2017. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8173>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig uppgötvaði Sir William Ramsay frumefnið neon?
Sir William Ramsay var breskur eðlisefnafræðingur, fæddur í Glasgow árið 1852. Hann lærði í háskólanum í Glasgow frá 1866 til 1870 og hlaut síðan doktorsgráðu frá háskólanum í Tübingen í Þýskalandi árið 1872. Sama ár sneri hann aftur til Glasgow, þar sem hann starfaði við rannsóknir í lífrænni efnafræði. Seinna fékk hann meiri áhuga á rannsóknum í eðlisefnafræði, og á árunum 1880-1887 vann hann í Bristol í Englandi með efnafræðingnum Sydney Young við að rannsaka vökva og lofttegundir. Árið 1887 varð Ramsay síðan prófessor við University College London, þar sem hann starfaði þangað til hann fór á eftirlaun 1913, og stundaði rannsóknir í eðlisefnafræði. Á þessum tíma gerði hann sínar merkustu uppgötvanir.

Sir William Ramsay (1852-1916). Rannsóknir hans á eðalloftegundunum gerðu hann að einum frægasta efnafræðingi Bretlands. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir verk sín árið 1904.

Ramsay átti þátt í að uppgötva eðallofttegundina argon, sem er fyrsta eðallofttegundin sem var uppgötvuð. Þetta gerði hann í samvinnu við breska eðlisfræðinginn William Rayleigh. Argon myndar um það bil 1% af andrúmsloftinu. Ramsay og Rayleigh einangruðu það úr andrúmsloftinu og tilkynntu árið 1894 að þeir hefðu fundið nýtt frumefni.

Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetning eðallofttegundanna helíns og argons í lotukerfinu benti til þess að það væru til að minnsta kosti þrjár eðallofttegundir til viðbótar. Árið 1898 tókst honum ásamt efnafræðingnum Morris W. Travers (1872-1961) að einangra þessi efni úr lofti með því að koma þeim yfir í vökvaform, við lágan hita og mikinn þrýsting. Þessi efni fengu nöfnin neon, krypton og xenon.

Seinna, árið 1910, sýndi hann fram á að radon, sem var nú þegar uppgötvað, væri sjötta eðallofttegundin. Ramsay hafði þar með uppgötvað fjórar lofttegundir, það er neon, argon, krypton og xenon og sýnt fram á að ásamt helíni og radoni mynduðu þær nýjan flokk í lotukerfinu; eðallofttegundirnar. Rannsóknir hans á eðalloftegundunum gerðu hann að einum frægasta efnafræðingi Bretlands. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir verk sín árið 1904.

Neon er eðallofttegund og hefur skammstöfunina Ne.

Neon er eðallofttegund og hefur skammstöfunina Ne. Það er litlaust, lyktarlaust og léttara en andrúmsloftið. Bræðslumark neons er um það bil -248,7°C og suðumarkið -246,0°C. Ef rafstraumur fer í gegnum neon við lágan þrýsting lýsir það appelsínugulu ljósi. Þessi eiginleiki er í dag nýttur í til dæmis neonskilti og flúrljós. Vegna þessa einstaka eiginleika sást auðveldlega að neon væri óuppgötvað frumefni. Nafnið neon er dregið af gríska orðinu „neos“ sem þýðir „nýtt“.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...