Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðmundur G. Haraldsson er prófessor í lífrænni efnafræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Í upphafi beindust rannsóknir hans að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Slíkar fitusýrur einkenna fitu lýsis og sjávarfangs og eru EPA og DHA mikilvægastar þeirra og afar eftirsóttar í lyf og heilsubótarefni. ÞAG er það form sem einkennir fituna í lýsi og var markmiðið upphaflega að ná sem hæstu hlutfalli EPA og DHA í þeim. Með það fyrir augum beittu Guðmundur og samstarfsmenn lípösum, sem eru fitukljúfandi lífhvatar, en við lífrænar aðstæður er mögulegt að snúa virkni þeirra við til að mynda ÞAG í stað þess að rjúfa þau. Þetta var í fyrsta sinn sem lípösum var beitt til slíks með ómega-3 fitusýrum og því um brautryðjandastarf að ræða.

Í upphafi beindust rannsóknir Guðmundar G. Haraldssonar að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra.

Í framhaldinu beindust þessar rannsóknir að því að útbúa margvísleg önnur fituefni með sem hæstu hlutfalli EPA og DHA, bæði eterlípíð (EL) sem einkenna hákarlalýsi og fosfólípíð (FL) sem eru byggingareiningar í frumuhimnum. Fyrir tilstilli staðvendni lípasanna reyndist síðan unnt að stýra staðsetningu þessara fitusýra innan glýseról-burðargrindar þessara fitutegunda. Og með því að tvinna saman lípasana og hefðbundnar aðferðir lífrænna efnasmíða tókst smám saman að ná ágætu valdi á þessari stjórnun til að útbúa margvíslegar gerðir af stöðubundnum ÞAG, EL og FL þar sem hreinar fitusýrur af tiltekinni gerð skipa fyrirfram ákveðnar stöður í sameindum þessara efna.

Á seinustu árum hafa þessar rannsóknir meðal annars þróast út í efnasmíðar á handhverft stöðubundnum fituefnum og nýstárlegri tegund forlyfja þar sem tvinnað hefur verið saman virkum lyfjum, ómega-3 fitusýrum og mettuðum miðlungslöngum fitusýrum. Einnig hafa þær beinst í áttina að hefðbundinni fjölskrefa heildarsmíði á flóknari afleiðum mjög áhugaverðra náttúruefna á borð við metoxyluð eterlípíð sem finnast í hákarlalýsi og hafa til að bera nákvæmlega sömu fjölómettuðu keðjuna og er að finna í ómega-3 fitusýrunni DHA.

Sýnishorn nokkurra sameinda asylglýseról fituefna (glýseról-burðargrindin sýnd í rauðu) sem Guðmundur og samstarfsfólk hafa smíðað. (1) Samhverft stöðubundið ÞAG skipað miðlungslangri fitusýru (kaprýlsýra, í svörtu) og EPA (í bláu); (2) Handhverft stöðubundið asylglýseról skipað miðlungslangri fitusýru (kaprósýra, í svörtum lit), DHA (í grænu) og virka lyfinu íbúprófeni (í bláu); (3) metoxylað eterlípíð með ómega-3 fjölómettaðri keðju í eterhluta sameindarinnar (í grænu) með sömu skipan tvítengja og sömu lengd og DHA. *Hendnistöðvar.

Allt frá upphafi starfsferils síns við Háskóla Íslands hefur Guðmundur verið í kröftugu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki bæði hérlendis (Lýsi hf., Fiskeldi Eyjafjarðar og Íslensk hollusta), í Noregi (Norsk Hydro, Pronova biocare, Natural, EPAX og Pharma Marine) og Danmörku (Novo Nordisk og Novozymes), auk þess að vera í umfangsmiklu samstarfi við erlenda háskóla.

Guðmundur G. Haraldsson lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1976, hlaut doktorsgráðu í lífrænni efnafræði við Oxfordháskóla í Englandi 1982 og stundaði síðan rannsóknir sem nýdoktor í lífrænum efnasmíðum við Ohio State University í Bandaríkjunum. Hann hóf störf sem dósent í lífrænni efnafræði við Háskóla Íslands 1985 og varð prófessor við skólann 1996. Hann hefur birt fjölda greina í alþjóðlegum fagtímaritum, auk yfirlitsgreina og bókarkafla og er höfundur 12 alþjóðlegra einkaleyfa. Guðmundur var deildarforseti Raunvísindadeildar 2008-2012.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni GGH.

Útgáfudagur

17.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76881.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 17. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76881

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76881>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?
Guðmundur G. Haraldsson er prófessor í lífrænni efnafræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Í upphafi beindust rannsóknir hans að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Slíkar fitusýrur einkenna fitu lýsis og sjávarfangs og eru EPA og DHA mikilvægastar þeirra og afar eftirsóttar í lyf og heilsubótarefni. ÞAG er það form sem einkennir fituna í lýsi og var markmiðið upphaflega að ná sem hæstu hlutfalli EPA og DHA í þeim. Með það fyrir augum beittu Guðmundur og samstarfsmenn lípösum, sem eru fitukljúfandi lífhvatar, en við lífrænar aðstæður er mögulegt að snúa virkni þeirra við til að mynda ÞAG í stað þess að rjúfa þau. Þetta var í fyrsta sinn sem lípösum var beitt til slíks með ómega-3 fitusýrum og því um brautryðjandastarf að ræða.

Í upphafi beindust rannsóknir Guðmundar G. Haraldssonar að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra.

Í framhaldinu beindust þessar rannsóknir að því að útbúa margvísleg önnur fituefni með sem hæstu hlutfalli EPA og DHA, bæði eterlípíð (EL) sem einkenna hákarlalýsi og fosfólípíð (FL) sem eru byggingareiningar í frumuhimnum. Fyrir tilstilli staðvendni lípasanna reyndist síðan unnt að stýra staðsetningu þessara fitusýra innan glýseról-burðargrindar þessara fitutegunda. Og með því að tvinna saman lípasana og hefðbundnar aðferðir lífrænna efnasmíða tókst smám saman að ná ágætu valdi á þessari stjórnun til að útbúa margvíslegar gerðir af stöðubundnum ÞAG, EL og FL þar sem hreinar fitusýrur af tiltekinni gerð skipa fyrirfram ákveðnar stöður í sameindum þessara efna.

Á seinustu árum hafa þessar rannsóknir meðal annars þróast út í efnasmíðar á handhverft stöðubundnum fituefnum og nýstárlegri tegund forlyfja þar sem tvinnað hefur verið saman virkum lyfjum, ómega-3 fitusýrum og mettuðum miðlungslöngum fitusýrum. Einnig hafa þær beinst í áttina að hefðbundinni fjölskrefa heildarsmíði á flóknari afleiðum mjög áhugaverðra náttúruefna á borð við metoxyluð eterlípíð sem finnast í hákarlalýsi og hafa til að bera nákvæmlega sömu fjölómettuðu keðjuna og er að finna í ómega-3 fitusýrunni DHA.

Sýnishorn nokkurra sameinda asylglýseról fituefna (glýseról-burðargrindin sýnd í rauðu) sem Guðmundur og samstarfsfólk hafa smíðað. (1) Samhverft stöðubundið ÞAG skipað miðlungslangri fitusýru (kaprýlsýra, í svörtu) og EPA (í bláu); (2) Handhverft stöðubundið asylglýseról skipað miðlungslangri fitusýru (kaprósýra, í svörtum lit), DHA (í grænu) og virka lyfinu íbúprófeni (í bláu); (3) metoxylað eterlípíð með ómega-3 fjölómettaðri keðju í eterhluta sameindarinnar (í grænu) með sömu skipan tvítengja og sömu lengd og DHA. *Hendnistöðvar.

Allt frá upphafi starfsferils síns við Háskóla Íslands hefur Guðmundur verið í kröftugu samstarfi við fjölmörg fyrirtæki bæði hérlendis (Lýsi hf., Fiskeldi Eyjafjarðar og Íslensk hollusta), í Noregi (Norsk Hydro, Pronova biocare, Natural, EPAX og Pharma Marine) og Danmörku (Novo Nordisk og Novozymes), auk þess að vera í umfangsmiklu samstarfi við erlenda háskóla.

Guðmundur G. Haraldsson lauk BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1976, hlaut doktorsgráðu í lífrænni efnafræði við Oxfordháskóla í Englandi 1982 og stundaði síðan rannsóknir sem nýdoktor í lífrænum efnasmíðum við Ohio State University í Bandaríkjunum. Hann hóf störf sem dósent í lífrænni efnafræði við Háskóla Íslands 1985 og varð prófessor við skólann 1996. Hann hefur birt fjölda greina í alþjóðlegum fagtímaritum, auk yfirlitsgreina og bókarkafla og er höfundur 12 alþjóðlegra einkaleyfa. Guðmundur var deildarforseti Raunvísindadeildar 2008-2012.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni GGH.

...