Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?

Jón Már Halldórsson

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu.

Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og haustmánuði í þeim hluta heimkynna hvítabjarna sem er íslaus þann hluta ársins.

Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ísnum. Dýrin geta þurft að vera án matar mánuðum saman ef sumarheimkynni þeirra eru íslaus.

Lengi hefur verið fylgst með hvítabjörnum við Hudson-flóa. Niðurstöður sýna að á 9. áratug síðustu aldar var algengt að karldýr og kvendýr sem ekki gengu með húna voru matarlaus um 120 daga yfir sumarið/haustið. Með hlýnandi veðurfari hefur þessi tími lengst og er ætlað að hann sé að verða allt að 180 dagar á ári.

Jafnframt hafa rannsóknir leitt í ljós að birnur sem ganga með húna séu að jafnaði um 10 mánuði án fæðu en geti fræðilega séð fastað í allt að 12 mánuði ef þær eru í góðu ástandi við upphaf föstu.

Meginskýringin á þessari löngu föstu birnanna er sú að þær leggjast í nokkurs konar híði að hausti. Þá gera þær sér bæli í snjó þar sem þær dvelja í nokkra mánuði fyrir og eftir got án þess að nærast. Yfirleitt gjóta þær á veturna og yfirgefa bælið að vori og hefja þá veiðar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.1.2019

Spyrjandi

Þorbjörg Helga Sveinjörnssdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2019, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76888.

Jón Már Halldórsson. (2019, 16. janúar). Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76888

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2019. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76888>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta ísbirnir lifað lengi án matar?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru afskaplega harðgerðar skepnur og geta lifað lengi án matar. Hversu lengi fer þó að nokkru eftir því hversu gott líkamlegt ástand bjarndýrsins er við upphaf föstu.

Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ís. Fæða getur því verið af mjög skornum skammti yfir sumar- og haustmánuði í þeim hluta heimkynna hvítabjarna sem er íslaus þann hluta ársins.

Helsta fæða hvítabjarna eru selir sem þeir veiða á ísnum. Dýrin geta þurft að vera án matar mánuðum saman ef sumarheimkynni þeirra eru íslaus.

Lengi hefur verið fylgst með hvítabjörnum við Hudson-flóa. Niðurstöður sýna að á 9. áratug síðustu aldar var algengt að karldýr og kvendýr sem ekki gengu með húna voru matarlaus um 120 daga yfir sumarið/haustið. Með hlýnandi veðurfari hefur þessi tími lengst og er ætlað að hann sé að verða allt að 180 dagar á ári.

Jafnframt hafa rannsóknir leitt í ljós að birnur sem ganga með húna séu að jafnaði um 10 mánuði án fæðu en geti fræðilega séð fastað í allt að 12 mánuði ef þær eru í góðu ástandi við upphaf föstu.

Meginskýringin á þessari löngu föstu birnanna er sú að þær leggjast í nokkurs konar híði að hausti. Þá gera þær sér bæli í snjó þar sem þær dvelja í nokkra mánuði fyrir og eftir got án þess að nærast. Yfirleitt gjóta þær á veturna og yfirgefa bælið að vori og hefja þá veiðar.

Heimildir og mynd:

...