Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru koppagrundir?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild hljóðaði svona:

Heyrði talað um daginn um að eitthvað væri út um allar koppagrundir. Er það rétt? Stundum hef ég heyrt að eitthvað sé út um allar þorpagrundir. Getið þið frætt okkur meira um þetta?

Elsta ritheimild um koppagrundir, sem ég hef fundið, er úr dagblaðinu Tímanum frá 1951 og þá í sambandinu út um allar koppagrundir ‘hér og þar, hingað og þangað’. Fá dæmi önnur fundust þar og virðist sambandið einkum notað í talmáli. Það er ekki í fletta í Íslenskri orðabók frá 2002 en aftur á móti þorpagrundir, úti/út um allar þorpagrundir í sömu merkingu.

Orðið þorpagrundir var í Nýja testamentinu notað um um grundirnar við þorpin eða milli þorpanna. Líklegt er að koppagrundir sé hliðarmynd við þorpagrundir, orðin til við misheyrn eða misskilning. Myndin sýnir hús fiskimanna í Reykjavík frá 1835 eftir Paul Gaimard.

Orðið þorpagrund er gamalt í málinu. Oddur Gottskálksson notar það í þýðingu sinni á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Þar segir í Markúsarguðspjalli 16:11:

En eftir það auðsýndi hann [þ.e. Jesús] sig tveimur af þeim í annarri líkingu þá er þeir gengu um þorpagrundirnar.

Þarna er orðið notað í bókstaflegri merkingu um grundirnar við þorpin eða milli þorpanna. Í biblíuþýðingunni frá 2007 stendur:

þar sem þeir voru á göngu á leið út í sveit.

Næsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Galdur og galdramál á Íslandi eftir Ólaf Davíðsson. Það er frá 17.öld:

Þá flugu andarnir út, svo sem annað mý, um allar þorpagrundir.

Þarna er farið að nota orðasambandið á sama hátt og nú. Ég tel líklegast að koppagrundir sé hliðarmynd við þorpagrundir, orðin til við misheyrn eða misskilning.

Heimildir:
  • Oddur Gottskálksson. 1988. Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Lögberg, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.2.2019

Spyrjandi

Stefán

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvar eru koppagrundir?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2019, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76898.

Guðrún Kvaran. (2019, 22. febrúar). Hvar eru koppagrundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76898

Guðrún Kvaran. „Hvar eru koppagrundir?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2019. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru koppagrundir?
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Heyrði talað um daginn um að eitthvað væri út um allar koppagrundir. Er það rétt? Stundum hef ég heyrt að eitthvað sé út um allar þorpagrundir. Getið þið frætt okkur meira um þetta?

Elsta ritheimild um koppagrundir, sem ég hef fundið, er úr dagblaðinu Tímanum frá 1951 og þá í sambandinu út um allar koppagrundir ‘hér og þar, hingað og þangað’. Fá dæmi önnur fundust þar og virðist sambandið einkum notað í talmáli. Það er ekki í fletta í Íslenskri orðabók frá 2002 en aftur á móti þorpagrundir, úti/út um allar þorpagrundir í sömu merkingu.

Orðið þorpagrundir var í Nýja testamentinu notað um um grundirnar við þorpin eða milli þorpanna. Líklegt er að koppagrundir sé hliðarmynd við þorpagrundir, orðin til við misheyrn eða misskilning. Myndin sýnir hús fiskimanna í Reykjavík frá 1835 eftir Paul Gaimard.

Orðið þorpagrund er gamalt í málinu. Oddur Gottskálksson notar það í þýðingu sinni á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Þar segir í Markúsarguðspjalli 16:11:

En eftir það auðsýndi hann [þ.e. Jesús] sig tveimur af þeim í annarri líkingu þá er þeir gengu um þorpagrundirnar.

Þarna er orðið notað í bókstaflegri merkingu um grundirnar við þorpin eða milli þorpanna. Í biblíuþýðingunni frá 2007 stendur:

þar sem þeir voru á göngu á leið út í sveit.

Næsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Galdur og galdramál á Íslandi eftir Ólaf Davíðsson. Það er frá 17.öld:

Þá flugu andarnir út, svo sem annað mý, um allar þorpagrundir.

Þarna er farið að nota orðasambandið á sama hátt og nú. Ég tel líklegast að koppagrundir sé hliðarmynd við þorpagrundir, orðin til við misheyrn eða misskilning.

Heimildir:
  • Oddur Gottskálksson. 1988. Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Lögberg, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...