Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fjölda tímaritsgreina í íslensk og erlend tímarit og eina bók. Rannsóknir Guðnýjar hafa verið styrktar af Vísindasjóði, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Rannsóknarráði Ítalíu.

Viðfangsefni doktorsritgerðar Guðnýjar var vitsmunaþroski barna og unglinga. Doktorsritgerðin byggir á langtímarannsókn á vitrænum þroska 7 ára barna sem var fylgt eftir til 15 ára aldurs. Rannsóknin var hluti af svokallaðri Þroskarannsókn sem var samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Max-Planck um menntarannsóknir í Berlín.

Rannsóknir Guðnýjar hafa meðal annars beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna.

Menningarlæsi, með áherslu á áhuga, þekkingu og skilning ungs fólks á íslenskri menningu var viðfangsefni Guðnýjar í samstarfi við ítalskan fræðimann og íslenskan doktorsnema um árabil. Hlutar rannsóknarinnar beindust að nýbúum á Íslandi og að menningarlæsi á tímum samfélagsmiðla.

Rannsóknir Guðnýjar á menntastjórnun og forystu hafa beinst að stjórnun menntastofnana í ljósi kynjafræðilegra kenninga og orðræðunni um árangur, stjórnun og kynferði, þar sem upplifun kvenstjórnenda af nýfrjálshyggju í menntakerfinu er skoðuð og kynjun leiðtogahugtaksins. Þá tók Guðný þátt í rannsókn á áhrifum efnahagshrunsins á skólastarf í þremur sveitarfélögum ásamt samstarfsfólki á Menntavísindasviði.

Síðasti flokkur rannsókna Guðnýjar menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarf, endurspegla kynjafræðilegar athuganir á ýmsum sviðum menntunar, námsbókum og námskrám svo og sjálfsmyndum ungs fólks. Megináherslan síðustu árin hefur verið á að rannsaka kennaramenntun á Menntavísindasviði HÍ í ljósi kynjajafnréttismála, og jafnréttisviðhorf skólastjórnenda í leik-, grunn-, og framhaldsskólum.

Guðný stóð að stofnum Rannsóknarstofu í kvennafræðum árið 1991 (nú RIKK) og RannKyn, Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun á Menntavísindasviði HÍ árið 2010.

Guðný fæddist í Reykjavík árið 1949. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Vassar-háskóla í New York 1971, MSc í sálfræði frá Háskólanum í Manchester 1974 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Háskólanum í Leeds 1987. Guðný varð lektor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands árið 1975. Hún starfaði lengst af í Félagsvísindadeild, varð dósent árið 1987 og prófessor árið 2000. Frá árinu 2009 hefur Guðný verið prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Guðný var alþingismaður Reykvíkinga fyrir Kvennalistann 1995-1999.

Mynd:
  • Úr safni GG.

Útgáfudagur

7.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76915.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 7. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76915

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76915>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?
Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fjölda tímaritsgreina í íslensk og erlend tímarit og eina bók. Rannsóknir Guðnýjar hafa verið styrktar af Vísindasjóði, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Rannsóknarráði Ítalíu.

Viðfangsefni doktorsritgerðar Guðnýjar var vitsmunaþroski barna og unglinga. Doktorsritgerðin byggir á langtímarannsókn á vitrænum þroska 7 ára barna sem var fylgt eftir til 15 ára aldurs. Rannsóknin var hluti af svokallaðri Þroskarannsókn sem var samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Max-Planck um menntarannsóknir í Berlín.

Rannsóknir Guðnýjar hafa meðal annars beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna.

Menningarlæsi, með áherslu á áhuga, þekkingu og skilning ungs fólks á íslenskri menningu var viðfangsefni Guðnýjar í samstarfi við ítalskan fræðimann og íslenskan doktorsnema um árabil. Hlutar rannsóknarinnar beindust að nýbúum á Íslandi og að menningarlæsi á tímum samfélagsmiðla.

Rannsóknir Guðnýjar á menntastjórnun og forystu hafa beinst að stjórnun menntastofnana í ljósi kynjafræðilegra kenninga og orðræðunni um árangur, stjórnun og kynferði, þar sem upplifun kvenstjórnenda af nýfrjálshyggju í menntakerfinu er skoðuð og kynjun leiðtogahugtaksins. Þá tók Guðný þátt í rannsókn á áhrifum efnahagshrunsins á skólastarf í þremur sveitarfélögum ásamt samstarfsfólki á Menntavísindasviði.

Síðasti flokkur rannsókna Guðnýjar menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarf, endurspegla kynjafræðilegar athuganir á ýmsum sviðum menntunar, námsbókum og námskrám svo og sjálfsmyndum ungs fólks. Megináherslan síðustu árin hefur verið á að rannsaka kennaramenntun á Menntavísindasviði HÍ í ljósi kynjajafnréttismála, og jafnréttisviðhorf skólastjórnenda í leik-, grunn-, og framhaldsskólum.

Guðný stóð að stofnum Rannsóknarstofu í kvennafræðum árið 1991 (nú RIKK) og RannKyn, Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun á Menntavísindasviði HÍ árið 2010.

Guðný fæddist í Reykjavík árið 1949. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Vassar-háskóla í New York 1971, MSc í sálfræði frá Háskólanum í Manchester 1974 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Háskólanum í Leeds 1987. Guðný varð lektor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands árið 1975. Hún starfaði lengst af í Félagsvísindadeild, varð dósent árið 1987 og prófessor árið 2000. Frá árinu 2009 hefur Guðný verið prófessor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Guðný var alþingismaður Reykvíkinga fyrir Kvennalistann 1995-1999.

Mynd:
  • Úr safni GG.

...