Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?

Guðrún Kvaran

Orðið hlandbrenndur finnst ekki í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Eddu 2002. Aðeins ein heimild var á Tímarit.is í skammargrein í Dagblaðinu Vísi í nóvember 2009 þar sem maður var sagður hafa grenjað eins og hlandbrenndur krakki. Aftur á móti þekkist orðið hlandbrunninn, einkum um ull sem skemmd er af hlandi þar sem aðbúnaði í fjárhúsi var ábótavant og um illa meðferð á skepnum sem finnast með sár eftir hland við lélega umhirðu.

Fá dæmi eru til um orðið hlandbrenndur, en aftur á móti þekkist orðið hlandbrunninn, einkum um ull sem skemmd er af hlandi þar sem aðbúnaði í fjárhúsi var ábótavant.

Sjálf þekki ég að smábarn, sem lengi hefur verið látið liggja í blautri bleyju vegna lélegrar umhirðu, sé rautt og upphlaupið á rassinum, hlandbrunnið. Dagblaðsdæmið, sem ég nefndi, bendir til að einhverjir noti hlandbrenndur sem skammaryrði en algengt er það varla nema með einhverju fylgiorði (krakki, hross, kind) þar sem notuð er samlíkingin „eins og ... “.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.3.2019

Spyrjandi

Davíð Arnarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2019, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76924.

Guðrún Kvaran. (2019, 8. mars). Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76924

Guðrún Kvaran. „Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2019. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76924>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur orðið hlandbrenndur verið notað sem blótsyrði á Íslandi?
Orðið hlandbrenndur finnst ekki í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók sem gefin var út af Eddu 2002. Aðeins ein heimild var á Tímarit.is í skammargrein í Dagblaðinu Vísi í nóvember 2009 þar sem maður var sagður hafa grenjað eins og hlandbrenndur krakki. Aftur á móti þekkist orðið hlandbrunninn, einkum um ull sem skemmd er af hlandi þar sem aðbúnaði í fjárhúsi var ábótavant og um illa meðferð á skepnum sem finnast með sár eftir hland við lélega umhirðu.

Fá dæmi eru til um orðið hlandbrenndur, en aftur á móti þekkist orðið hlandbrunninn, einkum um ull sem skemmd er af hlandi þar sem aðbúnaði í fjárhúsi var ábótavant.

Sjálf þekki ég að smábarn, sem lengi hefur verið látið liggja í blautri bleyju vegna lélegrar umhirðu, sé rautt og upphlaupið á rassinum, hlandbrunnið. Dagblaðsdæmið, sem ég nefndi, bendir til að einhverjir noti hlandbrenndur sem skammaryrði en algengt er það varla nema með einhverju fylgiorði (krakki, hross, kind) þar sem notuð er samlíkingin „eins og ... “.

Mynd:

...