Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnur Evrópulönd. Hún notar þverfaglega nálgun og styðst við kenningar á sviði menntunar-, sálar- og félagsfræði og leggur sérstaka áherslu á að kanna skuldbindingu nemenda til náms og skóla, áhrif fjölskyldunnar og seiglu ungmenna, það er hvaða styrkleikar hjá einstaklingnum sjálfum og umhverfi hans styðja við farsæld hans.

Í rannsóknum sínum hefur Kristjana Stella einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi.

Stella hefur um árabil verið þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarhópi fræðimanna sem standa framarlega á sviði menntarannsókna. Á síðustu árum hefur hann staðið að rannsókninni Borgarbörn eða International Study of City Youth sem beinist að menntakerfum mismunandi landa, það er Norðurlandanna, nokkurra annarra Evrópulanda auk Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada. Meginmarkmiðið er samanburður á milli landa á áhrifum menntakerfa og skóla á námsferil ungmenna og einnig á viðhorfum þeirra til menntunar, skóla og borgararlegrar þátttöku. Að auki mun rannsóknin auka skilning á því hvort og þá hvernig íslenska menntakerfið – samanborið við önnur menntakerfi – ýtir undir skilvirkni og jöfnuð fyrir ungt fólk sem stendur á tímamótum á leið á vinnumarkað eða í frekara nám, og hæfni þess til að taka virkan þátt í samfélaginu.

Stella hefur tekið þátt í ýmsum Evrópuverkefnum sem styrkt voru af Evrópusambandinu og öll tengdust þau fræðasviði náms- og starfsráðgjafar. Tvö þeirra hlutu viðurkenningu Evrópusambandsins sem eitt af fimm bestu Leonardo da Vinci-verkefnum á sviði menntunar- og ráðgjafamála í Evrópu. Meðal afraksturs þessa samstarfs er alþjóðlegt matstæki sem Stella hannaði fyrir náms- og starfsráðgjafa til að auðvelda þeim að skilgreina þá framhaldsskólanema sem eru í áhættu á slöku gengi í námi og brotthvarfi frá skóla og meta hvers konar stuðningur er vænlegur til árangurs fyrir ólíka nemendur. Skimunarprófið var lagt fyrir í öllum almennum framhaldsskólum landsins 2015 til 2017 sem hluti af verkefninu Aðgerðir gegn brotthvarfi sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir.

Kristjana Stella er fædd árið 1964. Hún hefur lokið BA og meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt framhaldsgráðu í náms- og starfsráðgjöf. Árið 2014 varði hún doktorsritgerð sína í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur yfirgripsmikla rannsóknareynslu og gegndi um árabil starfi aðstoðarforstöðumanns við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni KSB.

Útgáfudagur

10.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2019, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76940.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 10. janúar). Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76940

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2019. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76940>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnur Evrópulönd. Hún notar þverfaglega nálgun og styðst við kenningar á sviði menntunar-, sálar- og félagsfræði og leggur sérstaka áherslu á að kanna skuldbindingu nemenda til náms og skóla, áhrif fjölskyldunnar og seiglu ungmenna, það er hvaða styrkleikar hjá einstaklingnum sjálfum og umhverfi hans styðja við farsæld hans.

Í rannsóknum sínum hefur Kristjana Stella einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi.

Stella hefur um árabil verið þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarhópi fræðimanna sem standa framarlega á sviði menntarannsókna. Á síðustu árum hefur hann staðið að rannsókninni Borgarbörn eða International Study of City Youth sem beinist að menntakerfum mismunandi landa, það er Norðurlandanna, nokkurra annarra Evrópulanda auk Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada. Meginmarkmiðið er samanburður á milli landa á áhrifum menntakerfa og skóla á námsferil ungmenna og einnig á viðhorfum þeirra til menntunar, skóla og borgararlegrar þátttöku. Að auki mun rannsóknin auka skilning á því hvort og þá hvernig íslenska menntakerfið – samanborið við önnur menntakerfi – ýtir undir skilvirkni og jöfnuð fyrir ungt fólk sem stendur á tímamótum á leið á vinnumarkað eða í frekara nám, og hæfni þess til að taka virkan þátt í samfélaginu.

Stella hefur tekið þátt í ýmsum Evrópuverkefnum sem styrkt voru af Evrópusambandinu og öll tengdust þau fræðasviði náms- og starfsráðgjafar. Tvö þeirra hlutu viðurkenningu Evrópusambandsins sem eitt af fimm bestu Leonardo da Vinci-verkefnum á sviði menntunar- og ráðgjafamála í Evrópu. Meðal afraksturs þessa samstarfs er alþjóðlegt matstæki sem Stella hannaði fyrir náms- og starfsráðgjafa til að auðvelda þeim að skilgreina þá framhaldsskólanema sem eru í áhættu á slöku gengi í námi og brotthvarfi frá skóla og meta hvers konar stuðningur er vænlegur til árangurs fyrir ólíka nemendur. Skimunarprófið var lagt fyrir í öllum almennum framhaldsskólum landsins 2015 til 2017 sem hluti af verkefninu Aðgerðir gegn brotthvarfi sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir.

Kristjana Stella er fædd árið 1964. Hún hefur lokið BA og meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum ásamt framhaldsgráðu í náms- og starfsráðgjöf. Árið 2014 varði hún doktorsritgerð sína í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur yfirgripsmikla rannsóknareynslu og gegndi um árabil starfi aðstoðarforstöðumanns við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni KSB.

...