Þegar plast brotnar niður í náttúrunni, þá er talað um að það brotni í sífellt smærri einingar án þess að plastið raunverulega eyðist, sem aftur þýðir að einhvers staðar stöðvast niðurbrotið. Hvað eru einingarnar orðnar smáar þegar niðurbrotið stöðvast? Er þá raunverulega um það að ræða að hinar stóru kolvetnissameindir sem plast er gert úr séu þessar smæstu einingar sem ekki brotna og eigum við þá von á því að þær fljóti um heimshöfin um alla eilífð, í sífellt meira magni.Þegar plast brotnar niður í náttúrunni eru það aðallega útfjólubláir geislar sem koma niðurbrotsferlinu af stað. Eftir að niðurbrotsferlið hefst fer hitinn og súrefnismagnið í umhverfinu líka að skipta verulegu máli. Stærð fjölliðanna sem plastið er samansett úr minnkar eitthvað í gegnum niðurbrotið, en þetta eru það stórar sameindar að það getur tekið mjög langan tíma fyrir þær að brotna niður í einingar sem flokkast ekki lengur sem stórsameindir, þótt það geti gerst að lokum.
- Plastic, plastic everywhere - Geograph.org.uk. Höfundur myndar: Graham Horn. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 5.1.2021).
- Plastic bag jellyfish.JPG - Wikimedia Commons. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported leyfi. (Sótt 5.1.2021).