Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hver er uppruni orðasambandins „að lofa upp í ermina“? Af hverju ermi?

Orðasambandið að lofa einhverju upp í ermina sína þekkist í málinu frá miðri 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr blaðinu Norðra frá 1859:

jeg lofaði því upp í ermina mína að finna ykkur.

Frá svipuðum tíma er að lofa einhverju upp í ermina á sér. Einnig er frá svipuðum tíma talað um að lofa upp í ermi sína án þágufallsandlags. Elst dæmi um það er úr tímaritinu Skírni frá 1865:

hjeldu þá margir, að hann lofaði upp í ermi sína.

Óljóst er er hver líkingin er í orðasambandinu að lofa upp í ermina sína. Í Íslensku orðtakasafni (1968:129–130) getur Halldór Halldórsson sér þess til að hún sé dregin af loddaralistum og tekur Jón G. Friðjónsson (Mergur málsins 2006:174) undir þann möguleika með fullri varúð þó.

Líkingin er óljós. Í Íslensku orðtakasafni (1968:129–130) getur Halldór Halldórsson sér þess til að hún sé dregin af loddaralistum og tekur Jón G. Friðjónsson (Mergur málsins 2006:174) undir þann möguleika með fullri varúð þó. Orðasambandið virðist ekki eiga sér erlenda samsvörun.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn I–II. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Útgáfudagur

14.5.2019

Spyrjandi

Sigurður Ásgeirsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2019. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=77126.

Guðrún Kvaran. (2019, 14. maí). Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77126

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn „lofa upp í ermina sína“?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2019. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77126>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.