Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?

Fróði Guðmundur Jónsson

Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga eru vannýttir vegna syfju.[1]

Sjúklingar geta sofnað nánast upp úr þurru ef umhverfi þeirra er ekki nægilega örvandi, til að mynda við sjónvarpsáhorf eða þegar þeir eru að keyra bíl. Sjúkdómurinn er nátengdur drómasýki (e. narcolepsy), en svefninn kemur ekki jafn skyndilega yfir þá sem þjást af svefnsækni.[2]

Þeir sem þjást af svefnsýki geta sofnað nánast upp úr þurru ef umhverfi þeirra er ekki nægilega örvandi. Málverkið er eftir Albert Anker og heitir Sleeping Girl on a Wooden Bench.

Margir kannast við svefnsjúkdóm sem kallast svefnleysi, en þekkja hann jafnvel betur undir enska heitinu insomnia. Sá sjúkdómur er margfalt algengari en svefnsækni og sömuleiðis eru einangruð einkenni hans mun algengari en einkenni svefnsækni. Einnig getur hann verið af mismunandi gerðum og stigum. Þeir sem þjást af svefnleysi eiga erfitt með að sofna og halda sér sofandi, en það hefur neikvæð áhrif á daglegt líf þeirra.[3] Þessum tveimur sjúkdómum er oft stillt upp sem andstæðum pólum, þar sem annar þeirra einkennist af of miklum svefni og óhóflegri þreytu en hinn af of litlum svefni.

Í nýjustu útgáfu af stærstu handbók heims um geðsjúkdóma, má finna greiningarviðmið svefnsækni. Greiningarviðmiðin eru mörg og margþætt svo þeim verða ekki gerð ítarleg skil í þessu svari en áhugasamir geta opnað tengilinn í tilvísun 4 til þess að lesa þau í heild. Aðalatriðin snúa að því hvort einstaklingur upplifi óhóflega svefnlöngun eða þreytu þrátt fyrir góðan nætursvefn, hvort endurteknar svefnlotur (e. periods of sleep) eigi sér stað innan sömu 24 klukkutímanna og hvort svefnmynstur einstaklingsins hafi skaðleg áhrif á daglegt líf hans.[4]

Svefnsækni er óalgeng, einungis um 1% almennings uppfyllir öll greiningarviðmiðin[5] - þó eflaust kunni margir öðru hvoru að furða sig á þreytu og svefnlöngun eftir ágætis nætursvefn, en það er hins vegar fullkomlega eðlilegt.

Tilvísanir:
  1. ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
  2. ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
  3. ^ Mai, E. og Buysse, D. J. (2008). Insomnia: prevalence, impact, pathogenesis, differential diagnosis, and evaluation. Sleep Medicine Clinics, 3(2), 167-174.
  4. ^ Substance Abuse and Mental Health Services Administration. Impact of the DSM-IV to DSM-5 Changes on the National Survey on Drug Use and Health [Internet]. Rockville (MD): Substance Abuse and Mental Health Services Administration (US); 2016, júní. Tafla 3.35, DSM-IV to DSM-5 Hypersomnolence Disorder Comparison. Sótt af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK519704/table/ch3.t35/
  5. ^ Ohayon, M. M., Dauvilliers, Y. og Reynolds, C. F. (2012). Operational definitions and algorithms for excessive sleepiness in the general population: implications for DSM-5 nosology. Archives of General Psychiatry, 69(1), 71-79.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hvað er hypersomnia og hvernig er hægt að greina það?

Höfundur

Fróði Guðmundur Jónsson

B.S. í sálfræði

Útgáfudagur

16.9.2019

Spyrjandi

Maren Anna Bergsdóttir

Tilvísun

Fróði Guðmundur Jónsson. „Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?“ Vísindavefurinn, 16. september 2019, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77296.

Fróði Guðmundur Jónsson. (2019, 16. september). Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77296

Fróði Guðmundur Jónsson. „Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2019. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?
Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga eru vannýttir vegna syfju.[1]

Sjúklingar geta sofnað nánast upp úr þurru ef umhverfi þeirra er ekki nægilega örvandi, til að mynda við sjónvarpsáhorf eða þegar þeir eru að keyra bíl. Sjúkdómurinn er nátengdur drómasýki (e. narcolepsy), en svefninn kemur ekki jafn skyndilega yfir þá sem þjást af svefnsækni.[2]

Þeir sem þjást af svefnsýki geta sofnað nánast upp úr þurru ef umhverfi þeirra er ekki nægilega örvandi. Málverkið er eftir Albert Anker og heitir Sleeping Girl on a Wooden Bench.

Margir kannast við svefnsjúkdóm sem kallast svefnleysi, en þekkja hann jafnvel betur undir enska heitinu insomnia. Sá sjúkdómur er margfalt algengari en svefnsækni og sömuleiðis eru einangruð einkenni hans mun algengari en einkenni svefnsækni. Einnig getur hann verið af mismunandi gerðum og stigum. Þeir sem þjást af svefnleysi eiga erfitt með að sofna og halda sér sofandi, en það hefur neikvæð áhrif á daglegt líf þeirra.[3] Þessum tveimur sjúkdómum er oft stillt upp sem andstæðum pólum, þar sem annar þeirra einkennist af of miklum svefni og óhóflegri þreytu en hinn af of litlum svefni.

Í nýjustu útgáfu af stærstu handbók heims um geðsjúkdóma, má finna greiningarviðmið svefnsækni. Greiningarviðmiðin eru mörg og margþætt svo þeim verða ekki gerð ítarleg skil í þessu svari en áhugasamir geta opnað tengilinn í tilvísun 4 til þess að lesa þau í heild. Aðalatriðin snúa að því hvort einstaklingur upplifi óhóflega svefnlöngun eða þreytu þrátt fyrir góðan nætursvefn, hvort endurteknar svefnlotur (e. periods of sleep) eigi sér stað innan sömu 24 klukkutímanna og hvort svefnmynstur einstaklingsins hafi skaðleg áhrif á daglegt líf hans.[4]

Svefnsækni er óalgeng, einungis um 1% almennings uppfyllir öll greiningarviðmiðin[5] - þó eflaust kunni margir öðru hvoru að furða sig á þreytu og svefnlöngun eftir ágætis nætursvefn, en það er hins vegar fullkomlega eðlilegt.

Tilvísanir:
  1. ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
  2. ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
  3. ^ Mai, E. og Buysse, D. J. (2008). Insomnia: prevalence, impact, pathogenesis, differential diagnosis, and evaluation. Sleep Medicine Clinics, 3(2), 167-174.
  4. ^ Substance Abuse and Mental Health Services Administration. Impact of the DSM-IV to DSM-5 Changes on the National Survey on Drug Use and Health [Internet]. Rockville (MD): Substance Abuse and Mental Health Services Administration (US); 2016, júní. Tafla 3.35, DSM-IV to DSM-5 Hypersomnolence Disorder Comparison. Sótt af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK519704/table/ch3.t35/
  5. ^ Ohayon, M. M., Dauvilliers, Y. og Reynolds, C. F. (2012). Operational definitions and algorithms for excessive sleepiness in the general population: implications for DSM-5 nosology. Archives of General Psychiatry, 69(1), 71-79.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hvað er hypersomnia og hvernig er hægt að greina það?

...