Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?

Hallgrímur J. Ámundason

Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess?

Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið á einhverju“, rétt eins og síða á manneskju. Þannig er Hvítársíða í Borgarfirði notað um landsvæðið meðfram Hvítá.

Síða er fornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu.

Í tilfelli örnefnisins Síða er venjan að telja merkinguna þrengri og tákna „strandlengju“. Síða er þannig sú hlið landsins sem liggur að sjó. Orðið er skylt lýsingarorðinu síður og grunnmerkingin nær því yfir eitthvað sem teygist langt eða sítt. Það mætti því alveg hugsa sér líka að nafnið tengist hinu mikla sandflæmi sem er á þessum slóðum og gæti vísað til fjarlægðar byggðarinnar frá sjó.

Kort:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

3.7.2019

Spyrjandi

Sigurður Albert Ármannsson

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2019, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77322.

Hallgrímur J. Ámundason. (2019, 3. júlí). Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77322

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2019. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77322>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?
Í heild hljóðar spurningin svona:

Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess?

Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið á einhverju“, rétt eins og síða á manneskju. Þannig er Hvítársíða í Borgarfirði notað um landsvæðið meðfram Hvítá.

Síða er fornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu.

Í tilfelli örnefnisins Síða er venjan að telja merkinguna þrengri og tákna „strandlengju“. Síða er þannig sú hlið landsins sem liggur að sjó. Orðið er skylt lýsingarorðinu síður og grunnmerkingin nær því yfir eitthvað sem teygist langt eða sítt. Það mætti því alveg hugsa sér líka að nafnið tengist hinu mikla sandflæmi sem er á þessum slóðum og gæti vísað til fjarlægðar byggðarinnar frá sjó.

Kort:...