Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur nafnið Orla?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaðan kemur nafnið Orla? Heita fleiri Íslendingar Orla? Er það karlmannsnafn eða kvenmannsnafn? Sonur hans Valdimars Bryde hét Orla. Hverjir voru þessir verslunamenn á Borðeyri? Orla er Írskt nafn, en ég hélt kvennanafn?

Johan Christian Waldemar Bryde (1835–1902) var danskur kaupmaður á Borðeyri, Strandasýslu, frá 1860 til 1861 en fluttist þá aftur til Danmerkur. Sonur hans, Orla, fæddist í Kaupmannahöfn 1871 og virðist eftir dönskum heimildum ekki hafa búið á Borðeyri. 1. janúar 2017 var einn karl skráður Orla að einnefni eða fyrra nafni í þjóðskrá með íslenskt ríkisfang.

Í Danmörku er Orla karlmannsnafn og er rakið til kappa í Ossíansljóði James Macpherson frá 1760.

Nafnið Orla var nokkuð notað í Danmörku á nítjándu öld. Þá var stjórnmálamaðurinn Orla Lehmann (1810–1870) afar vinsæll.

Nafnið var einkum notað á Borgundarhólmi og Norður-Jótlandi. Vinsældir sótti það á nítjándu öld til stjórnmálamanns í Danmörku, Orla Lehmann (1810–1870), sem var afar vinsæll þótt ekki muni dropi af dönsku blóði hafa runnið í æðum hans. Nafnið er lítið notað í Danmörku nú.

Sem kvenmannsnafn er Orla (aðrar myndir Órla, Órlaith, og Orlagh) af keltneskum uppruna. Það kemur oft fyrir í 12. aldar annálum en öðlaðist vinsældir að nýju á 20. öld bæði á Írlandi og Skotlandi. Merkingin er sögð ‘gullna prinsessan’ en nafnið er samsett af gelísku ór ‘gull’ og fhlaith, ‘prins’ (í kvenkyni banfhlaith).

Heimild:
  • Eva Villarsen Meldgaard. 1998. Den store navnebog. Aschehoug Fakta, København.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.9.2019

Spyrjandi

Helga Bjarnarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið Orla?“ Vísindavefurinn, 24. september 2019. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77484.

Guðrún Kvaran. (2019, 24. september). Hvaðan kemur nafnið Orla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77484

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið Orla?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2019. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77484>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið Orla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvaðan kemur nafnið Orla? Heita fleiri Íslendingar Orla? Er það karlmannsnafn eða kvenmannsnafn? Sonur hans Valdimars Bryde hét Orla. Hverjir voru þessir verslunamenn á Borðeyri? Orla er Írskt nafn, en ég hélt kvennanafn?

Johan Christian Waldemar Bryde (1835–1902) var danskur kaupmaður á Borðeyri, Strandasýslu, frá 1860 til 1861 en fluttist þá aftur til Danmerkur. Sonur hans, Orla, fæddist í Kaupmannahöfn 1871 og virðist eftir dönskum heimildum ekki hafa búið á Borðeyri. 1. janúar 2017 var einn karl skráður Orla að einnefni eða fyrra nafni í þjóðskrá með íslenskt ríkisfang.

Í Danmörku er Orla karlmannsnafn og er rakið til kappa í Ossíansljóði James Macpherson frá 1760.

Nafnið Orla var nokkuð notað í Danmörku á nítjándu öld. Þá var stjórnmálamaðurinn Orla Lehmann (1810–1870) afar vinsæll.

Nafnið var einkum notað á Borgundarhólmi og Norður-Jótlandi. Vinsældir sótti það á nítjándu öld til stjórnmálamanns í Danmörku, Orla Lehmann (1810–1870), sem var afar vinsæll þótt ekki muni dropi af dönsku blóði hafa runnið í æðum hans. Nafnið er lítið notað í Danmörku nú.

Sem kvenmannsnafn er Orla (aðrar myndir Órla, Órlaith, og Orlagh) af keltneskum uppruna. Það kemur oft fyrir í 12. aldar annálum en öðlaðist vinsældir að nýju á 20. öld bæði á Írlandi og Skotlandi. Merkingin er sögð ‘gullna prinsessan’ en nafnið er samsett af gelísku ór ‘gull’ og fhlaith, ‘prins’ (í kvenkyni banfhlaith).

Heimild:
  • Eva Villarsen Meldgaard. 1998. Den store navnebog. Aschehoug Fakta, København.

Mynd:

...