Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Geir Þ. Þórarinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgreining þeirra?

Heródótos frá Halikarnassos var uppi um 484 til 425 f.Kr. Hann samdi eitt rit sem í íslenskri þýðingu Stefáns Steinssonar heitir Rannsóknir og fjallar um sögu Persastríða. Ekkert eiginhandrit höfundar er varðveitt. Verkið er varðveitt í mun yngri handritum, frá miðöldum og endurreisnartímanum, sem virðast öll eiga rætur að rekja til sama frumrits (erkitýpu) frá ef til vill 4. eða 5. öld en er nú týnt. Þetta týnda frumrit, sem er forveri allra varðveittra handrita, hefur þó sjálft verið afrit enn eldri handrita sem að endingu rekja rætur sínar til eiginhandrits höfundar.

Heródótos frá Halikarnassos samdi rit sem heitir í íslenskri þýðingu Rannsóknir. Ekkert eiginhandrit höfundar er varðveitt. Verkið er varðveitt í mun yngri handritum, frá miðöldum og endurreisnartímanum.

Alls eru miðaldahandrit af texta Heródótosar um 60 talsins. Varðveitt handrit eru flokkuð í tvær handritafjölskyldur auk annarra handrita sem eru utanveltu.

Í fyrri fjölskyldunni, sem kennd er við Flórens á Ítalíu, eru handritin Laurentianus 70.3 (stundum nefnt Codex Mediceus) frá upphafi 10. aldar og Romanus Angelicus (eða Anglicanus) frá síðari hluta 11. aldar eða upphafi 12. aldar. Hið fyrrnefnda, sem yfirleitt er auðkennt A, er elst miðaldahandritanna og oft talið besta handritið. Það er geymt Laurentiusarbókasafninu í Flórens. Hið síðarnefnda, sem alla jafna er auðkennt B, er geymt á Augustinusarbókasafninu í Róm.

Í síðari fjölskyldunni, sem kennd er við Róm, eru handritin D, R, V, U og X. Handrit D heitir Vaticanus gr. 2369 og er nú oftast talið vera skrifað um eða eftir miðja 10. öld eða á árunum 950-975 en var áður jafnvel talið skrifað á 11. eða 12. öld. Handrit R og V eru talin náskyld og eru bæði frá 14. öld. Handrit R er kallað Vaticanus gr. 123 og er að finna í bókasafni Vatíkansins. Handrit V heitir Vindabonensis gr. 85 og er að finna á Landsbókasafni Austurríkis. Handrit U og X hafa minna verið rannsökuð. U gengur undir nafninu Vaticanus Urbinas gr. 88 en X heitir Vaticanus gr. 122.

Þriðji hópur handrita er ekki eiginleg handritafjölskylda en þar er að finna handrit sem ekki er hægt að finna stað í hinum tveimur handritafjölskyldunum og virðast varðveita leshætti úr báðum. Mikilvægust eru handritin C, P og S. Handrit C, sem er kallað Laurentianus Conventi Soppressi gr. 207, er frá 11. öld og er varðveitt á Laurentiusarbókasafninu í Flórens. Handrit P er 13. eða 14. aldar aldar handrit frá París sem kallast Parisinus gr. 1633. Handrit S er kallað Sancroft-handritið eða Cantabrigiensis Sancroftianus coll. Emmanuelis; það er 14. aldar handrit varðveitt á bókasafni Emmanuel College í Cambridge-háskóla á Englandi og var skrifað af Andronicusi Callistusi. Það var áður talið til Rómarfjölskyldunnar. Meðal annarra handrita má nefna handritin Cantabrigiensis Bibl. Universitatis Nn. II.34 (auðkennt K), Estensis gr. 221 (auðkennt M), Norimbergensis Cent. V App. 10 (auðkennt Nor), Parisinus gr. 1635 (auðkennt p), Parisinus gr. 1405 (auðkennt Q), Laurentianus plut. 70.6 (auðkennt T) og Vaticanus Palatinus gr. 176 (auðkennt Y).

Auk handritanna frá miðöldum eru nokkrir tugir brota sem eru aðallega rituð á papýrus á 1. til 3. öld e.Kr. Rúmlega 40 slík brot hafa verið gefin út en önnur eru enn óútgefin. Að lokum eru tilvitnanir fornra höfunda í textann sem stundum gefa vísbendingu um hvernig texti verksins var til forna.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

15.5.2019

Spyrjandi

Bryndís Böðvarsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2019, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77564.

Geir Þ. Þórarinsson. (2019, 15. maí). Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77564

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2019. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77564>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgreining þeirra?

Heródótos frá Halikarnassos var uppi um 484 til 425 f.Kr. Hann samdi eitt rit sem í íslenskri þýðingu Stefáns Steinssonar heitir Rannsóknir og fjallar um sögu Persastríða. Ekkert eiginhandrit höfundar er varðveitt. Verkið er varðveitt í mun yngri handritum, frá miðöldum og endurreisnartímanum, sem virðast öll eiga rætur að rekja til sama frumrits (erkitýpu) frá ef til vill 4. eða 5. öld en er nú týnt. Þetta týnda frumrit, sem er forveri allra varðveittra handrita, hefur þó sjálft verið afrit enn eldri handrita sem að endingu rekja rætur sínar til eiginhandrits höfundar.

Heródótos frá Halikarnassos samdi rit sem heitir í íslenskri þýðingu Rannsóknir. Ekkert eiginhandrit höfundar er varðveitt. Verkið er varðveitt í mun yngri handritum, frá miðöldum og endurreisnartímanum.

Alls eru miðaldahandrit af texta Heródótosar um 60 talsins. Varðveitt handrit eru flokkuð í tvær handritafjölskyldur auk annarra handrita sem eru utanveltu.

Í fyrri fjölskyldunni, sem kennd er við Flórens á Ítalíu, eru handritin Laurentianus 70.3 (stundum nefnt Codex Mediceus) frá upphafi 10. aldar og Romanus Angelicus (eða Anglicanus) frá síðari hluta 11. aldar eða upphafi 12. aldar. Hið fyrrnefnda, sem yfirleitt er auðkennt A, er elst miðaldahandritanna og oft talið besta handritið. Það er geymt Laurentiusarbókasafninu í Flórens. Hið síðarnefnda, sem alla jafna er auðkennt B, er geymt á Augustinusarbókasafninu í Róm.

Í síðari fjölskyldunni, sem kennd er við Róm, eru handritin D, R, V, U og X. Handrit D heitir Vaticanus gr. 2369 og er nú oftast talið vera skrifað um eða eftir miðja 10. öld eða á árunum 950-975 en var áður jafnvel talið skrifað á 11. eða 12. öld. Handrit R og V eru talin náskyld og eru bæði frá 14. öld. Handrit R er kallað Vaticanus gr. 123 og er að finna í bókasafni Vatíkansins. Handrit V heitir Vindabonensis gr. 85 og er að finna á Landsbókasafni Austurríkis. Handrit U og X hafa minna verið rannsökuð. U gengur undir nafninu Vaticanus Urbinas gr. 88 en X heitir Vaticanus gr. 122.

Þriðji hópur handrita er ekki eiginleg handritafjölskylda en þar er að finna handrit sem ekki er hægt að finna stað í hinum tveimur handritafjölskyldunum og virðast varðveita leshætti úr báðum. Mikilvægust eru handritin C, P og S. Handrit C, sem er kallað Laurentianus Conventi Soppressi gr. 207, er frá 11. öld og er varðveitt á Laurentiusarbókasafninu í Flórens. Handrit P er 13. eða 14. aldar aldar handrit frá París sem kallast Parisinus gr. 1633. Handrit S er kallað Sancroft-handritið eða Cantabrigiensis Sancroftianus coll. Emmanuelis; það er 14. aldar handrit varðveitt á bókasafni Emmanuel College í Cambridge-háskóla á Englandi og var skrifað af Andronicusi Callistusi. Það var áður talið til Rómarfjölskyldunnar. Meðal annarra handrita má nefna handritin Cantabrigiensis Bibl. Universitatis Nn. II.34 (auðkennt K), Estensis gr. 221 (auðkennt M), Norimbergensis Cent. V App. 10 (auðkennt Nor), Parisinus gr. 1635 (auðkennt p), Parisinus gr. 1405 (auðkennt Q), Laurentianus plut. 70.6 (auðkennt T) og Vaticanus Palatinus gr. 176 (auðkennt Y).

Auk handritanna frá miðöldum eru nokkrir tugir brota sem eru aðallega rituð á papýrus á 1. til 3. öld e.Kr. Rúmlega 40 slík brot hafa verið gefin út en önnur eru enn óútgefin. Að lokum eru tilvitnanir fornra höfunda í textann sem stundum gefa vísbendingu um hvernig texti verksins var til forna.

Mynd:...