Sólin Sólin Rís 03:38 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:19 • Sest 23:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 20:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:41 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:38 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:19 • Sest 23:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 20:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:41 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu djúpur er sjórinn?

EDS

Skilja má spurningu um dýpt sjávar á að minnsta kosti tvenna vegu. Spyrjandi gæti annað hvort verið að velta fyrir sér hvað sjórinn er djúpur að meðaltali eða langað til að vita hvar mesta sjávardýpið er að finna. Ýtarlega er fjallað um mesta dýpi sjávar í svari við spurningunni Hvar er mesta dýpi sjávar? og bendum við lesendum á að kynna sér það svar.

Umfjöllun um meðaltalsdýpi sjávar er nokkrum vandkvæðum bundin, fyrst og fremst vegna þess hversu lítið af hafsbotninum hefur verið kortlagt.

Til þess að svara með einhverri nákvæmi hvað sjórinn er að meðaltali djúpur þarf að þekkja landslagið undir sjávarborðinu. Til eru upplýsingar í stórum dráttum um það hvernig „landið liggur“ á hafsbotni en mjög ítarleg gögn liggja ekki fyrir, enda hefur aðeins innan við 30% af hafsbotninum verið kortlagt af mikilli nákvæmni.

Það er því mikið verk óunnið til þess að fá mjög nákvæma mynd af landslagi hafsbotnsins. Á meðan svo er þá er meðaldýpið aldrei annað en mat. Þetta er meðal annars ástæða þess að heimildum ber ekki öllum saman um hvað sjórinn er að meðaltali djúpur. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna (NOAA - National Oceanic and Atmospheric Administration) er meðaldýpi sjávar áætlað 3.682 m og er það byggt á útreikningum frá árinu 2010.

Hafið þekur um 71% af yfirborði jarðar og er um 1.338 milljón km3 að rúmmáli. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna (NOAA - National Oceanic and Atmospheric Administration) er meðaldýpi sjávar áætlað 3.682 m og er það byggt á útreikningum frá árinu 2010.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.7.2025

Spyrjandi

Þórarinn Ingi, Sigurður Stefán, Ingólfur Einisson, Elías Óli

Tilvísun

EDS. „Hversu djúpur er sjórinn?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2025, sótt 14. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=7757.

EDS. (2025, 14. júlí). Hversu djúpur er sjórinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7757

EDS. „Hversu djúpur er sjórinn?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2025. Vefsíða. 14. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7757>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu djúpur er sjórinn?
Skilja má spurningu um dýpt sjávar á að minnsta kosti tvenna vegu. Spyrjandi gæti annað hvort verið að velta fyrir sér hvað sjórinn er djúpur að meðaltali eða langað til að vita hvar mesta sjávardýpið er að finna. Ýtarlega er fjallað um mesta dýpi sjávar í svari við spurningunni Hvar er mesta dýpi sjávar? og bendum við lesendum á að kynna sér það svar.

Umfjöllun um meðaltalsdýpi sjávar er nokkrum vandkvæðum bundin, fyrst og fremst vegna þess hversu lítið af hafsbotninum hefur verið kortlagt.

Til þess að svara með einhverri nákvæmi hvað sjórinn er að meðaltali djúpur þarf að þekkja landslagið undir sjávarborðinu. Til eru upplýsingar í stórum dráttum um það hvernig „landið liggur“ á hafsbotni en mjög ítarleg gögn liggja ekki fyrir, enda hefur aðeins innan við 30% af hafsbotninum verið kortlagt af mikilli nákvæmni.

Það er því mikið verk óunnið til þess að fá mjög nákvæma mynd af landslagi hafsbotnsins. Á meðan svo er þá er meðaldýpið aldrei annað en mat. Þetta er meðal annars ástæða þess að heimildum ber ekki öllum saman um hvað sjórinn er að meðaltali djúpur. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna (NOAA - National Oceanic and Atmospheric Administration) er meðaldýpi sjávar áætlað 3.682 m og er það byggt á útreikningum frá árinu 2010.

Hafið þekur um 71% af yfirborði jarðar og er um 1.338 milljón km3 að rúmmáli. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna (NOAA - National Oceanic and Atmospheric Administration) er meðaldýpi sjávar áætlað 3.682 m og er það byggt á útreikningum frá árinu 2010.

Heimildir og myndir:...