Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða draumur er í dós?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan kemur hugtakið “draumur í dós”? Hvaða draumur og úr hvaða dós?

Orðið draumur hefur tvær merkingar. Annars vegar ‘fyrirburður í svefni’ og hins vegar ‘eitthvað ljómandi gott, indælt’. Síðari merkingin virðist tiltölulega ung og hefur líklega borist hingað frá Danmörku. „Kjóllinn er alveg draumur“, „nýi bíllinn er alveg draumur“, „litla barnið er alger draumur“.

Hugsanlega er orðið dós notað í herðandi tilgangi um eitthvað ákaflega gott eða indælt og valið sem stuðull eins og í kveðskap, draumur – dós.

Erlendar fyrirmyndir að draumur í dós eða dósum og draumur upp úr dósum, sem finna má í Íslenskri orðabók (2002:227), hef ég ekki fundið í þeim ritum sem mér eru tiltæk en ef til vill geta einhverjir bætt um betur og sent Vísindavefnum.

Engin dæmi voru í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Ég hygg að dós sé þarna í herðandi tilgangi um eitthvað ákaflega gott eða indælt og valið sem stuðull eins og í kveðskap, draumur – dós.

Mynd:

Útgáfudagur

28.6.2019

Spyrjandi

Freydís Þóra Þorsteinsdóttir, Sævar Helgi Bragason

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða draumur er í dós?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2019. Sótt 15. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=77595.

Guðrún Kvaran. (2019, 28. júní). Hvaða draumur er í dós? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77595

Guðrún Kvaran. „Hvaða draumur er í dós?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2019. Vefsíða. 15. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77595>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson

1974

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit.