Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?

FGJ

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur?

Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunnreglur fótboltans er þar einnig að finna leiðbeiningar um búnað sem notaður er í fótbolta; svo sem leikvöll, klæðnað leikmanna og boltann sjálfan.

Mikilvægustu eiginleikar boltans eru að sjálfsögðu að hann sé kúlulaga og úr viðeigandi efni. Samkvæmt reglunum á þyngd hans að vera á bilinu 410-450 grömm og þvermálið á að vera á bilinu 68 til 70 cm. Loftþrýstingur knattarins á að vera 0,6-1,1 loftþyngd (atm) við sjávarmál. Þessar tölur eiga að gilda við upphaf hvers knattspyrnuleiks en þær geta hins vegar breyst á meðan leik stendur, til að mynda getur boltinn dregið í sig raka og þyngst nokkuð ef völlurinn er blautur. Ef boltinn verður ónothæfur á meðan leik stendur, til dæmis ef það kemur gat á hann og loft lekur út, er leikurinn stöðvaður og boltanum skipt út.

Reglur um boltann sjálfan voru fyrst settar árið 1872. Þrátt fyrir að margt hafi breyst í fótboltanum frá þeim tíma, hafa reglur um boltann breyst lítið. Myndin er úr leik Woolwich Arsenal (nú Arsenal) og Everton frá 1905.

Reglugerðir fótboltans hafa verið skráðar frá 1863. Frá 1886 hefur IFAB séð um að endurskoða og jafnvel breyta reglunum. Dæmi um áhugaverðar greinar úr reglugerðinni frá 1863 eru að engin slá var þá á markinu, leikmenn máttu grípa boltann svo lengi sem þeir hlypu ekki með hann og lið skiptu um vallarhelming í hvert sinn sem mark var skorað.

Reglur um boltann sjálfan voru fyrst settar árið 1872. Þrátt fyrir að margt hafi breyst í fótboltanum frá þeim tíma, hafa reglur um boltann breyst lítið. Einu breytingarnar eru þær að nú til dags á þyngd boltans að vera á bilinu 410 til 450 grömm, en í upphaflega reglunum átti hann að vera á bilinu 370-425 grömm. Efni boltans hefur þó breyst töluvert á þessum tíma en það eru í raun ekki reglubreytingar, þar sem í reglunum stendur að boltinn skuli vera úr viðeigandi efni. Efnið hefur því getað breyst með aukinni tækni og þróun leiksins. Hægt er að lesa meira um þróun boltans í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?

Að lokum má taka það fram að þessar upplýsingar eiga við um bolta sem unglingar og fullorðnir spila með. Yngri börn spila með minni bolta, sem koma í nokkrum stærðum. Einnig má nefna að boltar sem notaðir eru í strandfótbolta og innanhússfótbolta (e. futsal) hafa ekki alveg sömu eiginleika og þeir sem hér er fjallað um.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.6.2019

Spyrjandi

Ágústa Arnþórsdóttir

Tilvísun

FGJ. „Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2019, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77599.

FGJ. (2019, 5. júní). Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77599

FGJ. „Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2019. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77599>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er venjulegur fótbolti stór og þungur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvað er venjulegur fótbolti stór hvað er hann breiður og hvað er hann þungur?

Fótbolti er geysivinsæl boltaíþrótt sem iðkuð er um allan heim. Alþjóðanefnd knattspyrnusamtaka (IFAB) heldur utan um og gefur út reglur leiksins (e. Laws of the Game). Ásamt upplýsingum um grunnreglur fótboltans er þar einnig að finna leiðbeiningar um búnað sem notaður er í fótbolta; svo sem leikvöll, klæðnað leikmanna og boltann sjálfan.

Mikilvægustu eiginleikar boltans eru að sjálfsögðu að hann sé kúlulaga og úr viðeigandi efni. Samkvæmt reglunum á þyngd hans að vera á bilinu 410-450 grömm og þvermálið á að vera á bilinu 68 til 70 cm. Loftþrýstingur knattarins á að vera 0,6-1,1 loftþyngd (atm) við sjávarmál. Þessar tölur eiga að gilda við upphaf hvers knattspyrnuleiks en þær geta hins vegar breyst á meðan leik stendur, til að mynda getur boltinn dregið í sig raka og þyngst nokkuð ef völlurinn er blautur. Ef boltinn verður ónothæfur á meðan leik stendur, til dæmis ef það kemur gat á hann og loft lekur út, er leikurinn stöðvaður og boltanum skipt út.

Reglur um boltann sjálfan voru fyrst settar árið 1872. Þrátt fyrir að margt hafi breyst í fótboltanum frá þeim tíma, hafa reglur um boltann breyst lítið. Myndin er úr leik Woolwich Arsenal (nú Arsenal) og Everton frá 1905.

Reglugerðir fótboltans hafa verið skráðar frá 1863. Frá 1886 hefur IFAB séð um að endurskoða og jafnvel breyta reglunum. Dæmi um áhugaverðar greinar úr reglugerðinni frá 1863 eru að engin slá var þá á markinu, leikmenn máttu grípa boltann svo lengi sem þeir hlypu ekki með hann og lið skiptu um vallarhelming í hvert sinn sem mark var skorað.

Reglur um boltann sjálfan voru fyrst settar árið 1872. Þrátt fyrir að margt hafi breyst í fótboltanum frá þeim tíma, hafa reglur um boltann breyst lítið. Einu breytingarnar eru þær að nú til dags á þyngd boltans að vera á bilinu 410 til 450 grömm, en í upphaflega reglunum átti hann að vera á bilinu 370-425 grömm. Efni boltans hefur þó breyst töluvert á þessum tíma en það eru í raun ekki reglubreytingar, þar sem í reglunum stendur að boltinn skuli vera úr viðeigandi efni. Efnið hefur því getað breyst með aukinni tækni og þróun leiksins. Hægt er að lesa meira um þróun boltans í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver fann upp boltann sem menn nota í fótbolta og hvernig er hann búinn til?

Að lokum má taka það fram að þessar upplýsingar eiga við um bolta sem unglingar og fullorðnir spila með. Yngri börn spila með minni bolta, sem koma í nokkrum stærðum. Einnig má nefna að boltar sem notaðir eru í strandfótbolta og innanhússfótbolta (e. futsal) hafa ekki alveg sömu eiginleika og þeir sem hér er fjallað um.

Heimildir:

Mynd:

...