Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Voru víkingarnir með tölukerfi?

Kristín Bjarnadóttir

Spurning Veigars hljóðaði svona:
Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það?

Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níundu og tíundu öld. Víkingar kynntust smám saman kristnum menningarheimi á þessu tímabili og rituðu máli með latínuletri. Fyrstu ritaðar heimildir um landnám Íslands eru frá tólftu öld. Þær bera með sér að talnakerfi var þá hið sama og nú er notað. Tölur voru oft ritaðar fullum stöfum: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu tíu, ellefu, tólf, þrettán, og svo framvegis. Oft var talið í tugum, svo sem „tveir tigir manna“, 20 manns. Talað var um tólf tugi, 120, sem hundrað, nú nefnt „stórt hundrað“. Það sem nú er nefnt hundrað var þá nefnt tíu tugir. Hér vottar fyrir blöndu af tugakerfi og tylftakerfi.

Margir steinar með rúnaletri frá víkingatímanum hafa fundist á Norðurlöndunum, til að mynda Röksteinninn á Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Þar eru þó nokkrar tölur nefndar. Maðurinn á myndinni er fornleifafræðingurinn Hans Hildebrand.

Víkingar áttu sér ritmál, rúnir. Margir steinar með rúnaletri frá víkingatímanum hafa fundist á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar reistir á fyrstu áratugum 9. aldar. Annar þeirra er Röksteinninn á Austur-Gautlandi. Þar eru nefndar tölurnar tveir, tólf, annar, níu, tólfti, tveir tigir, þrettándi, fjórir, fimm. Hér má sjá að í norrænu máli á víkingatímanum voru bæði til heiti yfir talningartölur: tveir, tólf, níu, fjórir, fimm; og raðtölur: annar, tólfti, þrettándi; sömu heiti og notuð eru enn í dag. Einnig að talið var í tugum: tveir tigir.

Til eru rúnir frá víkingatímanum, kenndar við Gaukstað í Noregi, þar sem hver tala er rituð sem eitt rúnatákn og þá sem fyrsti stafur í heiti tölunnar. Þá tákna rúnastafirnir með eftirfarandi hljóðum: æ t þ f f s s a n t æ t þ f f s s a n t, talnarununa 1 – 20. Eins og sjá má er samsvörunin ekki einkvæm. Til dæmis er sama tákn fyrir fjóra og fimm, fjórtán og fimmtán, af því að fyrsta hljóð allra orðanna er f, þannig að líta verður á táknin í rununni sem skammstafanir en ekki talnatákn.

Heimildir:
  • Þórgunnur Snædal. „Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2015. Sótt 27. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=64197.
  • „The Viking Answer Lady.“ Sótt 27. maí 2019. http://www.vikinganswerlady.com/numeric-reckoning.shtml.

Mynd:

Spurning Birkis hljóðaði svona:

hvernig rituðu víkingar á fornöldum raðtölur, tölustafi? eru til tölustafir í rúnaletri? 1 2 3...

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Þórgunni Snædal fyrir yfirlestur.

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

4.6.2019

Spyrjandi

Veigar, Birkir Kristinsson

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Voru víkingarnir með tölukerfi?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2019. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77655.

Kristín Bjarnadóttir. (2019, 4. júní). Voru víkingarnir með tölukerfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77655

Kristín Bjarnadóttir. „Voru víkingarnir með tölukerfi?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2019. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77655>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru víkingarnir með tölukerfi?
Spurning Veigars hljóðaði svona:

Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það?

Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níundu og tíundu öld. Víkingar kynntust smám saman kristnum menningarheimi á þessu tímabili og rituðu máli með latínuletri. Fyrstu ritaðar heimildir um landnám Íslands eru frá tólftu öld. Þær bera með sér að talnakerfi var þá hið sama og nú er notað. Tölur voru oft ritaðar fullum stöfum: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu tíu, ellefu, tólf, þrettán, og svo framvegis. Oft var talið í tugum, svo sem „tveir tigir manna“, 20 manns. Talað var um tólf tugi, 120, sem hundrað, nú nefnt „stórt hundrað“. Það sem nú er nefnt hundrað var þá nefnt tíu tugir. Hér vottar fyrir blöndu af tugakerfi og tylftakerfi.

Margir steinar með rúnaletri frá víkingatímanum hafa fundist á Norðurlöndunum, til að mynda Röksteinninn á Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Þar eru þó nokkrar tölur nefndar. Maðurinn á myndinni er fornleifafræðingurinn Hans Hildebrand.

Víkingar áttu sér ritmál, rúnir. Margir steinar með rúnaletri frá víkingatímanum hafa fundist á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar reistir á fyrstu áratugum 9. aldar. Annar þeirra er Röksteinninn á Austur-Gautlandi. Þar eru nefndar tölurnar tveir, tólf, annar, níu, tólfti, tveir tigir, þrettándi, fjórir, fimm. Hér má sjá að í norrænu máli á víkingatímanum voru bæði til heiti yfir talningartölur: tveir, tólf, níu, fjórir, fimm; og raðtölur: annar, tólfti, þrettándi; sömu heiti og notuð eru enn í dag. Einnig að talið var í tugum: tveir tigir.

Til eru rúnir frá víkingatímanum, kenndar við Gaukstað í Noregi, þar sem hver tala er rituð sem eitt rúnatákn og þá sem fyrsti stafur í heiti tölunnar. Þá tákna rúnastafirnir með eftirfarandi hljóðum: æ t þ f f s s a n t æ t þ f f s s a n t, talnarununa 1 – 20. Eins og sjá má er samsvörunin ekki einkvæm. Til dæmis er sama tákn fyrir fjóra og fimm, fjórtán og fimmtán, af því að fyrsta hljóð allra orðanna er f, þannig að líta verður á táknin í rununni sem skammstafanir en ekki talnatákn.

Heimildir:
  • Þórgunnur Snædal. „Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2015. Sótt 27. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=64197.
  • „The Viking Answer Lady.“ Sótt 27. maí 2019. http://www.vikinganswerlady.com/numeric-reckoning.shtml.

Mynd:

Spurning Birkis hljóðaði svona:

hvernig rituðu víkingar á fornöldum raðtölur, tölustafi? eru til tölustafir í rúnaletri? 1 2 3...

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Þórgunni Snædal fyrir yfirlestur....