Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Svitna svín?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:
Ég hef oft heyrt sagt að einhver 'svitni eins og svín', en svitna svín?

Dýr hafa ýmsar leiðir til þess að stjórna líkamshitanum. Flest spendýr hafa svitakirtla og geta svitnað að einhverju leyti en afar fáar tegundir treysta á þessa aðferð til þess að stýra líkamshitanum og þá fyrst og fremst mannskepnan.

Menn hafa á bilinu 2-5 milljón svitakirtla og geta losað allt að 10-14 lítra af svita á sólahring ef þess gerist þörf. Sviti er aðferð mannslíkamans til að kæla sig. Hross er önnur spendýrategund sem svitnar mikið en eðli og samsetning svitans er þó önnur en hjá mönnum. Margar spendýrategundir nota hins vegar aðallega þá aðferð að kæla sig niður með því að mása, til dæmis hundar. Þessar tegundir hafa líka svitakirtla en þeir eru ekki grunnurinn að kælikerfi þeirra.

Svín kæla sig með því að velta sér upp úr leðju eða vatni.

Sum spendýr svitna afar lítið eða nánast ekki neitt og eru svín þar á meðal. Svín hafa reyndar svitakirtla en þeir eru mjög fáir og sinna hlutverki sínu á óskilvirkan hátt. Svínum líður því illa í miklum hita og leitast þá við að velta sér upp úr leðju til að kæla sig niður. Þetta er sama aðferð og nashyrningar beita.

Það er því ekkert sannleikskorn í því að segja að 'einhver svitni eins og svín', til dæmis þegar viðkomandi púlar rennsveittur í ræktinni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.10.2019

Spyrjandi

Þráinn Ásbjarnarason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „ Svitna svín?.“ Vísindavefurinn, 25. október 2019. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77657.

Jón Már Halldórsson. (2019, 25. október). Svitna svín?. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77657

Jón Már Halldórsson. „ Svitna svín?.“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2019. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77657>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Svitna svín?
Upprunalega spurningin var:

Ég hef oft heyrt sagt að einhver 'svitni eins og svín', en svitna svín?

Dýr hafa ýmsar leiðir til þess að stjórna líkamshitanum. Flest spendýr hafa svitakirtla og geta svitnað að einhverju leyti en afar fáar tegundir treysta á þessa aðferð til þess að stýra líkamshitanum og þá fyrst og fremst mannskepnan.

Menn hafa á bilinu 2-5 milljón svitakirtla og geta losað allt að 10-14 lítra af svita á sólahring ef þess gerist þörf. Sviti er aðferð mannslíkamans til að kæla sig. Hross er önnur spendýrategund sem svitnar mikið en eðli og samsetning svitans er þó önnur en hjá mönnum. Margar spendýrategundir nota hins vegar aðallega þá aðferð að kæla sig niður með því að mása, til dæmis hundar. Þessar tegundir hafa líka svitakirtla en þeir eru ekki grunnurinn að kælikerfi þeirra.

Svín kæla sig með því að velta sér upp úr leðju eða vatni.

Sum spendýr svitna afar lítið eða nánast ekki neitt og eru svín þar á meðal. Svín hafa reyndar svitakirtla en þeir eru mjög fáir og sinna hlutverki sínu á óskilvirkan hátt. Svínum líður því illa í miklum hita og leitast þá við að velta sér upp úr leðju til að kæla sig niður. Þetta er sama aðferð og nashyrningar beita.

Það er því ekkert sannleikskorn í því að segja að 'einhver svitni eins og svín', til dæmis þegar viðkomandi púlar rennsveittur í ræktinni.

Heimildir og mynd:

...