Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig svitna kettir?

Birta Gyða Gunnarsdóttir, Silja Jónsdóttir og Steinunn Ósk Leifsdóttir

Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla.

Kettir kæla sig niður með því að anda hraðar, taka andköf og jafnvel reka út úr sér tunguna líkt og hundar gera.

Í stað þess að svitna á sólríkum og heitum dögum þá anda kettir hraðar, taka andköf og reka jafnvel út úr sér tunguna líkt og hundar. Við öll andköfin og hraðan andardráttinn gufar munnvatnið upp þegar þeir kyngja. Þannig geta kettir kælt sig niður.

Ef köttum verður of heitt og þeir ná ekki að kæla sig leita þeir í skjól og hvíla sig þar á meðan þeir kólna niður. Það er því mikilvægt að kettir hafi aðgang að góðu skjóli, auk þess að hafa vatn að drekka.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2012

Spyrjandi

Sveinn Heiðar Kristjánsson

Tilvísun

Birta Gyða Gunnarsdóttir, Silja Jónsdóttir og Steinunn Ósk Leifsdóttir. „Hvernig svitna kettir?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2012, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7948.

Birta Gyða Gunnarsdóttir, Silja Jónsdóttir og Steinunn Ósk Leifsdóttir. (2012, 15. júní). Hvernig svitna kettir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7948

Birta Gyða Gunnarsdóttir, Silja Jónsdóttir og Steinunn Ósk Leifsdóttir. „Hvernig svitna kettir?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2012. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7948>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig svitna kettir?
Kettir svitna mjög lítið þar sem þeir hafa einungis örfáa svitakirtla en kettir og hundar eiga það sameiginlegt að svitna aðeins neðan á loppunum. Kettir eru hins vegar þannig úr garði gerðir að þeir eiga alls ekki erfitt með að eyða heilum degi úti í sólinni þótt þeir séu einungis með örfáa svitakirtla.

Kettir kæla sig niður með því að anda hraðar, taka andköf og jafnvel reka út úr sér tunguna líkt og hundar gera.

Í stað þess að svitna á sólríkum og heitum dögum þá anda kettir hraðar, taka andköf og reka jafnvel út úr sér tunguna líkt og hundar. Við öll andköfin og hraðan andardráttinn gufar munnvatnið upp þegar þeir kyngja. Þannig geta kettir kælt sig niður.

Ef köttum verður of heitt og þeir ná ekki að kæla sig leita þeir í skjól og hvíla sig þar á meðan þeir kólna niður. Það er því mikilvægt að kettir hafi aðgang að góðu skjóli, auk þess að hafa vatn að drekka.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....