Sólin Sólin Rís 07:42 • sest 18:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:14 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:
Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur?

Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif frá dönsku en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog (ordnet.dk), er ein merking orðsins brød ‘staða eða embætti sem brauðfæðir e-n’, ekki tengd prestum sérstaklega. Á 18. öld er farið að kalla þjónustusvæði presta prestaköll og gátu þau verið afar misjöfn að gæðum eins og sjá má af eftirfarandi dæmi frá 1865 í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

Prestaköllum á Íslandi skal skipta í þessa flokka: 1. Aðalbrauð með 700 rd. tekjum og þar yfir. 2. Betri meðalbrauð með 500–700 rd. tekjum. 3. Lakari meðalbrauð með 350–500 rd. tekjum. 4. Fátæk brauð með minni tekjum en 350 rd. á ári. [rd. = ríkisdalur].

Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’. Á myndinni er Magnús Ólafsson (1573-1636), prestur í Laufási og ljóðskáld. Málverkið er eftir Hjalta Þorsteinsson.

Í Íslenskri orðabók (2002:161) er við brauð gefin merkingin ‘prestakall’ en samböndin að sækja um brauð og þjóna brauði eru nokkuð föst í málinu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.9.2019

Spyrjandi

Sverrir Páll Sverrisson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?“ Vísindavefurinn, 20. september 2019. Sótt 3. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=77848.

Guðrún Kvaran. (2019, 20. september). Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77848

Guðrún Kvaran. „Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2019. Vefsíða. 3. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77848>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur?

Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif frá dönsku en í sögulegu dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog (ordnet.dk), er ein merking orðsins brød ‘staða eða embætti sem brauðfæðir e-n’, ekki tengd prestum sérstaklega. Á 18. öld er farið að kalla þjónustusvæði presta prestaköll og gátu þau verið afar misjöfn að gæðum eins og sjá má af eftirfarandi dæmi frá 1865 í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:

Prestaköllum á Íslandi skal skipta í þessa flokka: 1. Aðalbrauð með 700 rd. tekjum og þar yfir. 2. Betri meðalbrauð með 500–700 rd. tekjum. 3. Lakari meðalbrauð með 350–500 rd. tekjum. 4. Fátæk brauð með minni tekjum en 350 rd. á ári. [rd. = ríkisdalur].

Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’. Á myndinni er Magnús Ólafsson (1573-1636), prestur í Laufási og ljóðskáld. Málverkið er eftir Hjalta Þorsteinsson.

Í Íslenskri orðabók (2002:161) er við brauð gefin merkingin ‘prestakall’ en samböndin að sækja um brauð og þjóna brauði eru nokkuð föst í málinu.

Mynd:

...