Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er skógur skilgreindur?

EDS

Upprunalega spurningin var:
Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð.

Á Íslandi er stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á skógi:
 • skal ná tveggja metra hæð fullvaxta
 • skal ná 10% krónuþekju fullvaxta
 • lágmarksflatarmál er 0,5 ha (5000 m2)
 • lágmarksbreidd er 20 m – þannig eru öll skjólbelti utan skóglenda
 • þéttbýli er utan skóglenda þó að þar finnist svæði sem uppfylla skilyrðin hér að ofan

Þessi viðmið, að því síðasta undanskildu, koma öll fram í lögum um skóga og skógrækt. Íslenska skilgreiningin er að miklu leyti sambærileg við alþjóðlega skilgreiningu á skógi samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (e. FAO - Food and Agriculture Organization). Helsti munurinn er sá að hjá FAO er litið svo á að í skógi skuli ríkjandi trjágróður ná að minnsta kosti fimm metra hæð fullvaxinn í stað tveggja metra í íslensku skilgreiningunni.

Flatamál skóga og þróun þess frá 1990 til 2019. Hér er náttúrlegt birkikjarr tekið með en það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta (sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg).

Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Í dag þekja skógar og kjarr hins vegar aðeins um 2% af flatarmáli Íslands. Undanfarna áratugi hefur verið unnið að því að snúa þróuninni aftur við. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktinni hefur flatarmál ræktaðs skógar á Íslandi aukist um 36,9 kha (kílóhektarar = 1000 ha) milli áranna 1990 og 2019. Á sama tíma hefur náttúrulegur birkiskógur aukist um 10,4 kha og náttúrulegt birkikjarr (það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta - sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg) hefur aukist um 5,9 kha. Alls hefur flatarmál skóga og kjarrs því aukist um rúmlega 53 kha.

Í dag þekja skógar um 2% af flatarmáli Íslands.

Í stefnu í skógrækt á Íslandi á 21. öld sem Skógrækt ríkisins vann ásamt öllum aðilum í skógræktargeiranum er stefnt að um 12% skógarþekju landsins árið 2110. Hún saman stendur af tillögum um
 • 10% þekju láglendis á skógum til nytja, en það samsvarar 5% af flatarmáli landsins
 • aukinni skógrækt til landbóta, yndis og útivistar sem er þó ólíkleg til að ná nema um 1% af flatarmáli landsins
 • aukinni útbreiðslu skóga til verndar og vistkerfisþjónustu, en þar er einkum um náttúrulega útbreiðslu birkiskóglendis að ræða og gæti hún náð til 6% landsins eða meira.

Það er því ljóst að sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Það tók 1000 ár að eyða íslensku skógunum og það mun taka lengri tíma að endurheimta þá.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.2.2021

Spyrjandi

Helga Ingeborg Hausner

Tilvísun

EDS. „Hvernig er skógur skilgreindur?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2021, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77871.

EDS. (2021, 23. febrúar). Hvernig er skógur skilgreindur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77871

EDS. „Hvernig er skógur skilgreindur?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2021. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77871>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er skógur skilgreindur?
Upprunalega spurningin var:

Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð.

Á Íslandi er stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á skógi:
 • skal ná tveggja metra hæð fullvaxta
 • skal ná 10% krónuþekju fullvaxta
 • lágmarksflatarmál er 0,5 ha (5000 m2)
 • lágmarksbreidd er 20 m – þannig eru öll skjólbelti utan skóglenda
 • þéttbýli er utan skóglenda þó að þar finnist svæði sem uppfylla skilyrðin hér að ofan

Þessi viðmið, að því síðasta undanskildu, koma öll fram í lögum um skóga og skógrækt. Íslenska skilgreiningin er að miklu leyti sambærileg við alþjóðlega skilgreiningu á skógi samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (e. FAO - Food and Agriculture Organization). Helsti munurinn er sá að hjá FAO er litið svo á að í skógi skuli ríkjandi trjágróður ná að minnsta kosti fimm metra hæð fullvaxinn í stað tveggja metra í íslensku skilgreiningunni.

Flatamál skóga og þróun þess frá 1990 til 2019. Hér er náttúrlegt birkikjarr tekið með en það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta (sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg).

Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Í dag þekja skógar og kjarr hins vegar aðeins um 2% af flatarmáli Íslands. Undanfarna áratugi hefur verið unnið að því að snúa þróuninni aftur við. Samkvæmt upplýsingum frá Skógræktinni hefur flatarmál ræktaðs skógar á Íslandi aukist um 36,9 kha (kílóhektarar = 1000 ha) milli áranna 1990 og 2019. Á sama tíma hefur náttúrulegur birkiskógur aukist um 10,4 kha og náttúrulegt birkikjarr (það er birkilendi sem ekki nær 2 m hæð fullvaxta - sem er ein af skilgreiningunum fyrir skóg) hefur aukist um 5,9 kha. Alls hefur flatarmál skóga og kjarrs því aukist um rúmlega 53 kha.

Í dag þekja skógar um 2% af flatarmáli Íslands.

Í stefnu í skógrækt á Íslandi á 21. öld sem Skógrækt ríkisins vann ásamt öllum aðilum í skógræktargeiranum er stefnt að um 12% skógarþekju landsins árið 2110. Hún saman stendur af tillögum um
 • 10% þekju láglendis á skógum til nytja, en það samsvarar 5% af flatarmáli landsins
 • aukinni skógrækt til landbóta, yndis og útivistar sem er þó ólíkleg til að ná nema um 1% af flatarmáli landsins
 • aukinni útbreiðslu skóga til verndar og vistkerfisþjónustu, en þar er einkum um náttúrulega útbreiðslu birkiskóglendis að ræða og gæti hún náð til 6% landsins eða meira.

Það er því ljóst að sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Það tók 1000 ár að eyða íslensku skógunum og það mun taka lengri tíma að endurheimta þá.

Heimildir og myndir:

...