Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?

Arnór Snorrason

Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að bæta við sig meiri lífmassa. Eina bindingin sem átti sér stað var örlítil binding í jarðvegi en frá síðustu ísöld var jarðvegurinn að byggjast hægt og rólega upp og eitthvað af lífrænu efni að safnast saman í honum.

Einhver binding af lífrænu efni átti sér stað í mýrarjarðvegi þar sem lífrænt efni safnast saman af því að það nær ekki að rotna eins hratt og í þurrlendisjarðvegi vegna súrefnisþurrðar. Á móti kemur að í mýrunum varð töluverð losun af metani sem er mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Því má áætla að út frá andrúmsloftinu hafi votlendið hvorki verið að losa né binda.

Haukadalsskógur í Biskupstungum 23. september 2014.

Þeir miklu möguleikar sem við höfum í dag í bindingu í skógi og gróðri felast í því að frá landnámi hefur landnýtingin leitt til gífurlegrar skóga- og gróðureyðingar. Afleiðingin er sú að mikið magn kolefnis hefur tapast úr vistkerfinu - áætlað er að allt að 1,8 milljarðar tonna af koltvísýringi sem bundinn var í jarðvegi og gróðri hafi tapast frá því að land byggðist. Þessi lágmarksstaða lífmassa á landinu gerir það að verkum að við Íslendingar, framar mörgum öðrum þjóðum, getum með skógrækt, landgræðslu og öðrum landbótum aukið lífmassauppsöfnun landsins og þannig fjarlægt CO2 úr andrúmslofti í stórum stíl.

Því má segja að það sé lán í óláni að við erum þjóð sem hefur tapað 95% af skógarþekju sinni og um þriðjungi gróðurþekjunnar og getum því brugðist við með skóggræðslu og uppgræðslu. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, við græðum upp landið og aukum framleiðni þess og lífrænan fjölbreytileika á sama tíma og við sinnum alþjóðlegu björgunarstarfi á lofthjúpi jarðar sem við öll sem lifum á þessaum hnetti verðum að vernda ef við ætlum að lifa af.

Mynd:
  • Pétur Halldórsson.

Höfundur

Arnór Snorrason

skógfræðingur hjá Skógræktinni

Útgáfudagur

9.12.2016

Spyrjandi

Eggert Briem

Tilvísun

Arnór Snorrason. „Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2016, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71074.

Arnór Snorrason. (2016, 9. desember). Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71074

Arnór Snorrason. „Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2016. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71074>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikinn koltvísýring hefði gróðurinn sem var á Íslandi áður en landið var numið, getað bundið?
Miðað við það gróðurfar sem var á Íslandi rétt fyrir landnám og áður en landnýting hófst með tilheyrandi skógar- og gróðureyðingu þá má eins búast við því að binding kolefnis hafi verið í lágmarki. Við þessi skilyrði hefur lífmassi gróðurs verið í hámarki og engir möguleikar fyrir skóglendi og önnur gróðurlendi að bæta við sig meiri lífmassa. Eina bindingin sem átti sér stað var örlítil binding í jarðvegi en frá síðustu ísöld var jarðvegurinn að byggjast hægt og rólega upp og eitthvað af lífrænu efni að safnast saman í honum.

Einhver binding af lífrænu efni átti sér stað í mýrarjarðvegi þar sem lífrænt efni safnast saman af því að það nær ekki að rotna eins hratt og í þurrlendisjarðvegi vegna súrefnisþurrðar. Á móti kemur að í mýrunum varð töluverð losun af metani sem er mun öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Því má áætla að út frá andrúmsloftinu hafi votlendið hvorki verið að losa né binda.

Haukadalsskógur í Biskupstungum 23. september 2014.

Þeir miklu möguleikar sem við höfum í dag í bindingu í skógi og gróðri felast í því að frá landnámi hefur landnýtingin leitt til gífurlegrar skóga- og gróðureyðingar. Afleiðingin er sú að mikið magn kolefnis hefur tapast úr vistkerfinu - áætlað er að allt að 1,8 milljarðar tonna af koltvísýringi sem bundinn var í jarðvegi og gróðri hafi tapast frá því að land byggðist. Þessi lágmarksstaða lífmassa á landinu gerir það að verkum að við Íslendingar, framar mörgum öðrum þjóðum, getum með skógrækt, landgræðslu og öðrum landbótum aukið lífmassauppsöfnun landsins og þannig fjarlægt CO2 úr andrúmslofti í stórum stíl.

Því má segja að það sé lán í óláni að við erum þjóð sem hefur tapað 95% af skógarþekju sinni og um þriðjungi gróðurþekjunnar og getum því brugðist við með skóggræðslu og uppgræðslu. Þannig má slá tvær flugur í einu höggi, við græðum upp landið og aukum framleiðni þess og lífrænan fjölbreytileika á sama tíma og við sinnum alþjóðlegu björgunarstarfi á lofthjúpi jarðar sem við öll sem lifum á þessaum hnetti verðum að vernda ef við ætlum að lifa af.

Mynd:
  • Pétur Halldórsson.

...