![](/../myndir/hongkong_samsett_litil_280819.jpg)
Árið 1842 gerðu Bretar samning við Kínverja um yfirráð „um alla eilífð“ yfir Hong Kong-eyju. Tæpum tveimur áratugum síðar var gerður annar samningur sem veitti Bretum eignarhald á suðurhluta Kowloon-skaga. Árið 1898 gerðu Bretar svo samning við keisarastjórnina um að leigja af henni um sexfalt stærra svæði en heildarsvæðið sem þeir réðu yfir á þessum tíma. Heiti þess er Nýju svæðin og var samningurinn gerður til 99 ára eða til ársins 1997.
![](/../myndir/hongkong_motmaeli_litil_290819.jpg)
Vorið 2019 hófust fjölmenn mótmæli í Hong Kong þar sem mótmælendur telja að Kinverjar hafi svikið samkomulagið sem gert var þegar Bretar afhentu yfirráðin yfir til Kína.
- Kortin eru byggð á:
- Wikimedia Commons. Hong Kong in China. Birt undir GNU-leyfinu. (Sótt 27.8.2019).
- Hong Kong 18 Districts Blank Map.svg - Wikimedia Commons. Birt undir GNU-leyfinu. (Sótt 28.8.2019).
- Hong Kong's Umbrella Revolution #umbrellarevolution #umbre… | Flickr. Höfundur myndar: Studio Incendo. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. (Sótt 29.8.2019).