Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :)Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að brúa bilið. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð og lánstíma þótt þeir kunni að vera lágir í krónum talið. Mikið hefur borið á því að þeir sem taka slík lán lendi í vítahring þar sem þeir ráða ekki við að greiða lán á gjalddaga og taka því ný lán til að greiða gömul lán. Slíkt getur undið mjög hratt upp á sig og breytt lágri skuld í upphafi í háa skuld þegar fram líða stundir. Því líta margir veitingar slíkra lána hornauga og vissulega er rétt að þau eru mjög óhagstæð leið til fjármögnunar og hafa komið mörgum í fjárhagskröggur, sérstaklega ungu fólki.

Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð.
- Money to Loan | Street scene featuring the Persian Palms and… | Flickr. (Sótt 19.09.2019).