Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru smálán?

Gylfi Magnússon

Upprunalega spurningin var:
Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :)

Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að brúa bilið. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð og lánstíma þótt þeir kunni að vera lágir í krónum talið.

Mikið hefur borið á því að þeir sem taka slík lán lendi í vítahring þar sem þeir ráða ekki við að greiða lán á gjalddaga og taka því ný lán til að greiða gömul lán. Slíkt getur undið mjög hratt upp á sig og breytt lágri skuld í upphafi í háa skuld þegar fram líða stundir. Því líta margir veitingar slíkra lána hornauga og vissulega er rétt að þau eru mjög óhagstæð leið til fjármögnunar og hafa komið mörgum í fjárhagskröggur, sérstaklega ungu fólki.

Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð.

Á Íslandi og í ýmsum öðrum löndum hefur jafnframt verið tekist á um lögmæti slíkra lána og sérstaklega vaxtakjaranna. Sums staðar eru slík lán bönnuð. Heitið smálán er almennt ekki notað um lán sem veitt eru í bankakerfinu, til dæmis yfirdráttarlán eða í tengslum við krítarkort, þótt þau geti einnig numið smáum upphæðum, verið til skamms tíma og með háum vöxtum. Heitið er fyrst og fremst notað um lán sem sérhæfð fyrirtæki, „smálánafyrirtæki“, veita og á miklu hærri vöxtum en tíðkast í bankakerfinu.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.9.2019

Síðast uppfært

25.9.2019

Spyrjandi

Árni Friðrik Guðmundsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru smálán?“ Vísindavefurinn, 20. september 2019, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78029.

Gylfi Magnússon. (2019, 20. september). Hvað eru smálán? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78029

Gylfi Magnússon. „Hvað eru smálán?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2019. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78029>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru smálán?
Upprunalega spurningin var:

Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :)

Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að brúa bilið. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð og lánstíma þótt þeir kunni að vera lágir í krónum talið.

Mikið hefur borið á því að þeir sem taka slík lán lendi í vítahring þar sem þeir ráða ekki við að greiða lán á gjalddaga og taka því ný lán til að greiða gömul lán. Slíkt getur undið mjög hratt upp á sig og breytt lágri skuld í upphafi í háa skuld þegar fram líða stundir. Því líta margir veitingar slíkra lána hornauga og vissulega er rétt að þau eru mjög óhagstæð leið til fjármögnunar og hafa komið mörgum í fjárhagskröggur, sérstaklega ungu fólki.

Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“. Vextir á slíkum lánum eru almennt mjög háir í hlutfalli við lánsupphæð.

Á Íslandi og í ýmsum öðrum löndum hefur jafnframt verið tekist á um lögmæti slíkra lána og sérstaklega vaxtakjaranna. Sums staðar eru slík lán bönnuð. Heitið smálán er almennt ekki notað um lán sem veitt eru í bankakerfinu, til dæmis yfirdráttarlán eða í tengslum við krítarkort, þótt þau geti einnig numið smáum upphæðum, verið til skamms tíma og með háum vöxtum. Heitið er fyrst og fremst notað um lán sem sérhæfð fyrirtæki, „smálánafyrirtæki“, veita og á miklu hærri vöxtum en tíðkast í bankakerfinu.

Mynd:

...