Sólin Sólin Rís 07:32 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:01 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 12:53 í Reykjavík

Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli?

Hallgrímur J. Ámundason

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvaðan kemur nafnið Breiðafjörður og af hverju er það dregið?

Í íslensku er til fágæta orðið breði sem hefur merkinguna jökull. Í fornum ritum kemur þetta orð aðeins einu sinni fyrir og síðan varla aftur fyrr en á 20. öld. Í norsku er orðið breen (ísl. breðinn) einkum notað um skriðjökla en algengast er að nota orðið isen (ísl. ísinn) eða fonna (ísl. fönn) um jökul. Nokkur dæmi eru einnig um jøkel í norsku (ísl. jökull). Engin dæmi eru hins vegar um breða í heitum jökla á Íslandi. Jökullinn á Snæfellsnesi heitir þannig ekki Snæfellsbreði heldur Snæfellsjökull.

Breiðafjörður er með allra breiðustu fjörðum á Íslandi.

Af þessum sökum er það heldur ólíklegt að hinn mikli flói Breiðafjörður dragi nafn sitt af breða. Í vísindum og fræðum gildir að jafnaði sú meginregla að einfaldasta skýringin er að líkindum sú réttasta, nema eitthvað annað komi til. Í tilviki Breiðafjarðar þarf ekki að leita langt að náttúrulegri skýringu á nafninu. Fjörðurinn heitir einfaldlega svo af því að hann er sérlega breiður og mikill. Að leita að annarri skýringu að nafninu væri því að leita langt yfir skammt. Engin dæmi í bókum eða á kortum styðja heldur slíka túlkun.

Í Landnámu segir að Þórólfur Mostrarskegg hafi numið land í Breiðafirði og gefið honum nafn. Nafnið er ekki útskýrt frekar enda hefur það væntanlega þótt skýra sig sjálft.

Breiðafjörður heitir svo í nútímanum en upprunalega nafnið hefur verið Breiðifjörður. Mjög algengt er meðal örnefna sem hafa lýsingarorð í fyrri lið að þau taki þessari breytingu. Ástæðan er sú að meðal örnefna er þágufall ríkjandi orðmynd (nf. Breiði-fjörður – þgf. Breiða-firði). Breytingin á nefnifallinu verður svo vegna þess að þágufallið þröngvar sér inn í nefnifallið og ný grunnmynd verður til, Breiða-fjörður. Örnefnið fer þá að líta út eins og fyrri hluti þess sé nafnorð en ekki lýsingarorð.

Mynd:

Öll spurning Gunnsteins hljóðaði svona:

Getur Breiðafjörður verið kenndur við Snæfellsjökul? Breiður og breiða merkja jökull eða snjóbreiða. Er þá ekki eðlilegt að álykta að Breiðafjörður heiti eftir jöklinum?

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

11.11.2019

Spyrjandi

Gunnsteinn Ólafsson, Sigurður Jóhannesson

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli? “ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2019. Sótt 30. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=78166.

Hallgrímur J. Ámundason. (2019, 11. nóvember). Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78166

Hallgrímur J. Ámundason. „Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli? “ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2019. Vefsíða. 30. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78166>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvaðan kemur nafnið Breiðafjörður og af hverju er það dregið?

Í íslensku er til fágæta orðið breði sem hefur merkinguna jökull. Í fornum ritum kemur þetta orð aðeins einu sinni fyrir og síðan varla aftur fyrr en á 20. öld. Í norsku er orðið breen (ísl. breðinn) einkum notað um skriðjökla en algengast er að nota orðið isen (ísl. ísinn) eða fonna (ísl. fönn) um jökul. Nokkur dæmi eru einnig um jøkel í norsku (ísl. jökull). Engin dæmi eru hins vegar um breða í heitum jökla á Íslandi. Jökullinn á Snæfellsnesi heitir þannig ekki Snæfellsbreði heldur Snæfellsjökull.

Breiðafjörður er með allra breiðustu fjörðum á Íslandi.

Af þessum sökum er það heldur ólíklegt að hinn mikli flói Breiðafjörður dragi nafn sitt af breða. Í vísindum og fræðum gildir að jafnaði sú meginregla að einfaldasta skýringin er að líkindum sú réttasta, nema eitthvað annað komi til. Í tilviki Breiðafjarðar þarf ekki að leita langt að náttúrulegri skýringu á nafninu. Fjörðurinn heitir einfaldlega svo af því að hann er sérlega breiður og mikill. Að leita að annarri skýringu að nafninu væri því að leita langt yfir skammt. Engin dæmi í bókum eða á kortum styðja heldur slíka túlkun.

Í Landnámu segir að Þórólfur Mostrarskegg hafi numið land í Breiðafirði og gefið honum nafn. Nafnið er ekki útskýrt frekar enda hefur það væntanlega þótt skýra sig sjálft.

Breiðafjörður heitir svo í nútímanum en upprunalega nafnið hefur verið Breiðifjörður. Mjög algengt er meðal örnefna sem hafa lýsingarorð í fyrri lið að þau taki þessari breytingu. Ástæðan er sú að meðal örnefna er þágufall ríkjandi orðmynd (nf. Breiði-fjörður – þgf. Breiða-firði). Breytingin á nefnifallinu verður svo vegna þess að þágufallið þröngvar sér inn í nefnifallið og ný grunnmynd verður til, Breiða-fjörður. Örnefnið fer þá að líta út eins og fyrri hluti þess sé nafnorð en ekki lýsingarorð.

Mynd:

Öll spurning Gunnsteins hljóðaði svona:

Getur Breiðafjörður verið kenndur við Snæfellsjökul? Breiður og breiða merkja jökull eða snjóbreiða. Er þá ekki eðlilegt að álykta að Breiðafjörður heiti eftir jöklinum?

...