Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?

Þórólfur Matthíasson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað má reikna með að 1% atvinnuleysi þýði margra milljarða króna minni tekjur fyrir þjóðarbúið?

Þessari spurningu reyndi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun (1928-1980) að svara um bandaríska hagkerfið árið 1962 í skýrslu sinni Potential GNP: It's measurement and significance. Niðurstaða hans var sú að fyrir hvert viðbótarprósent sem landsframleiðslan ykist um minnkaði atvinnuleysi um 0,3%. Seinni tíma mælingar benda til þess að viðbrögð bandaríska hagkerfisins séu næmari fyrir hagvaxtarbreytingum en þegar Okun framkvæmdi sínar mælingar, eða um 0,5% atvinnuleysislækkun fyrir hvert viðbótar hagvaxtarstig.

Eins og kemur fram á blaðsíðu 68 í riti Fjármálaráðuneytisins frá árinu 2009: Úr Þjóðarbúskapnum, benda íslenskar rannsóknir til þess að fyrir hvert prósent hagvaxtar minnki atvinnuleysi um 0,2%. Til að minnka atvinnuleysi um 1% þyrfti þá samkvæmt þessum útreikningum að auka hagvöxt um 5 prósentustig. Þetta er umtalsvert meira en myndi gilda fyrir bandaríska hagkerfið þar sem 2% hagvöxtur tengist 1% lækkun atvinnuleysis.

Lögmál Okuns á Íslandi 1988-2006. Línan á myndinni er fengin með jöfnunni efst í vinstra horni myndarinnar. Jafnan gefur til kynna að fyrir hvert stig hagvaxtar dregur úr atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli um rúm 0,2%.

Samhengi þau sem hér er verið að leika sér að eru hvorki greypt í stein né hvíla þau á traustum fræðilegum undirstöðum. Því er varhugavert að fullyrða meira en að reynslurök bendi til þess að tengsl séu milli atvinnuleysis og hagvaxtar. Líklegt er að 1% aukning atvinnuleysis á Íslandi fari saman við samdrátt hagvaxtar sem svarar 2 til 5 prósentustigum.

Mynd og myndatexti:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.1.2020

Spyrjandi

Hallgrímur Sveinsson

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2020. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78334.

Þórólfur Matthíasson. (2020, 10. janúar). Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78334

Þórólfur Matthíasson. „Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2020. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78334>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað má reikna með að 1% atvinnuleysi þýði margra milljarða króna minni tekjur fyrir þjóðarbúið?

Þessari spurningu reyndi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun (1928-1980) að svara um bandaríska hagkerfið árið 1962 í skýrslu sinni Potential GNP: It's measurement and significance. Niðurstaða hans var sú að fyrir hvert viðbótarprósent sem landsframleiðslan ykist um minnkaði atvinnuleysi um 0,3%. Seinni tíma mælingar benda til þess að viðbrögð bandaríska hagkerfisins séu næmari fyrir hagvaxtarbreytingum en þegar Okun framkvæmdi sínar mælingar, eða um 0,5% atvinnuleysislækkun fyrir hvert viðbótar hagvaxtarstig.

Eins og kemur fram á blaðsíðu 68 í riti Fjármálaráðuneytisins frá árinu 2009: Úr Þjóðarbúskapnum, benda íslenskar rannsóknir til þess að fyrir hvert prósent hagvaxtar minnki atvinnuleysi um 0,2%. Til að minnka atvinnuleysi um 1% þyrfti þá samkvæmt þessum útreikningum að auka hagvöxt um 5 prósentustig. Þetta er umtalsvert meira en myndi gilda fyrir bandaríska hagkerfið þar sem 2% hagvöxtur tengist 1% lækkun atvinnuleysis.

Lögmál Okuns á Íslandi 1988-2006. Línan á myndinni er fengin með jöfnunni efst í vinstra horni myndarinnar. Jafnan gefur til kynna að fyrir hvert stig hagvaxtar dregur úr atvinnuleysi sem hlutfall af vinnuafli um rúm 0,2%.

Samhengi þau sem hér er verið að leika sér að eru hvorki greypt í stein né hvíla þau á traustum fræðilegum undirstöðum. Því er varhugavert að fullyrða meira en að reynslurök bendi til þess að tengsl séu milli atvinnuleysis og hagvaxtar. Líklegt er að 1% aukning atvinnuleysis á Íslandi fari saman við samdrátt hagvaxtar sem svarar 2 til 5 prósentustigum.

Mynd og myndatexti: