Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur hagvöxtur verið endalaus?

Þórólfur Matthíasson

Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:
Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma?

Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegra nota innan landamæra ákveðins ríkis á ákveðnu tímabili.[1][2] Til að framleiða vöru og þjónustu þarf vinnuafl, fjármuni, landnæði og hráefni af ýmsu tagi. Þar til viðbótar þarf þekkingu á framleiðsluaðferðum, auk ýmissa samfélagsstofnana, til dæmis löggjafarvald, lögregluvald og dómsvald, til að draga úr árekstrum milli samfélagsþegnanna og stuðla að sem friðsamastri sambúð þeirra. Vinnuafl, landnæði og hráefni eru takmarkaðar auðlindir. Það er því nærliggjandi að álykta að fyrst þessir frumþættir framleiðslunnar eru aðeins til í endanlegu magni sé verðmæti framleiðslunnar einnig sett endanleg mörk. Það er þó ekki endilega rétt.

Tækniþróun felur í sér að mögulegt er að framleiða óbreytt magn af vörum og þjónustu með minni notkun á hráefnum, vinnuafli og fjármunum.

Árið 1972 gáfu nokkrir háskólamenn sem kölluðu sig Rómarsamtökin út bókina Endimörk vaxtarins (e. Limits to Growth).[3] Bókarhöfundar veltu fyrir sér sömu spurning og fyrirspyrjendur. Þeir benda á að mörg þeirra hráefna sem voru mikilvæg í iðnframleiðslu þess tíma væru tiltæk í mjög takmörkuðu magni. Þannig mundu til dæmis þekktar birgðir af blýi og kopar klárast á 21 ári væri gengið út frá aukinni notkun í samræmi við fyrri reynslu (veldisvaxtartilgáta). Þá bentu þeir á að ykist mengun samkvæmt veldisvaxtarreglu mundi það setja hagvexti mörk. Rómarsamtökin reiknuðu út að árið 2000 yrðu 380 ppm af koltvíildi (koltvísýringur, CO2) í andrúmsloftinu og að þeirri aukningu myndi fylgja mikil líffræðileg og veðurfarsleg áhrif.

Á grundvelli þess að hráefni eru takmörkuð ályktaði Rómarsamtökin að hagvöxtur mundi stöðvast. Það hefur ekki gengið eftir vegna þess að mannkynið notar nú minna af hráefnum en áður til að auka landsframleiðslu um eina krónu eða eina evru. Orsakir minni hráefnanotkunar á hverja krónu eða evru landsframleiðslunnar má rekja til breyttrar samsetningar framleiðslunnar (minni vörur, meiri þjónusta), bættrar nýtingar hráefna í framleiðslunni (minna stál í hvern bíl) og bættrar tækni við endurvinnslu. Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er grundvöllur tækniþróunar sem gerir okkur kleift að framleiða meiri verðmæti án þess að auka hráefnanotkunina í sama mæli. Koltvíildislosun í andrúmsloftið er helsta undantekningin frá þessari reglu, en árið 2000 var magn koltvíildis í andrúmslofti rétt um 370 ppm og hafði náð 405 ppm um áramótin 2016-2017.[4]

Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er grundvöllur tækniþróunar sem gerir okkur kleift að framleiða meiri verðmæti án þess að auka hráefnanotkunina í sama mæli. Losun koltvíildis (CO2) setur hagvexti hins vegar mörk. Tækni til að draga úr losun er til staðar en samkomulag meðal þjóða heims skortir til að nýta tæknina að fullu.

Ef vikið er nánar að loftslagsmálum er staðan reyndar sú að tæknin er til staðar til að draga úr losun en það skortir samkomulag meðal þjóða heims til að nýta þá tækni að fullu. Á grundvelli reynslunnar af útreikningum Rómarsamtakanna má draga þá ályktun að þó svo hráefnaþurrð og mengun geti sett hagvexti takmörk þá sé hægt að vinna gegn því með rannsóknar- og þróunarstarfsemi, auk tækniþróunar.

Tækniþróun felur í sér að mögulegt er að framleiða óbreytt magn af vörum og þjónustu með minni notkun á hráefnum, vinnuafli og fjármunum. Tækni, hugviti og þekkingu eru engin takmörk sett. Það eru því engin náttúrugefin takmörk fyrir því hvað tækniþróun getur gengið langt. Tækniþróuninni er hægt að beita til að draga úr koltvíildislosun í andrúmsloftið. Hagvöxtur og friður eiga það sammerkt að hvort tveggja er mögulegt. En til að viðhalda hvoru tveggja þarf góðar stofnanir, góðan vilja, gott samstarf og samvinnu og jafnvel heppni.

Tilvísanir:
  1. ^ Gross Domestic Product (GDP): An Economy’s All - Back to Basics: GDP Definition. (Skoðað 15.01.2017).
  2. ^ OECD (2017). Gross domestic product (GDP) - Domestic product - OECD iLibrary. DOI: 10.1787/dc2f7aec-en. (Skoðað 15.01.2017).
  3. ^ The Limits to Growth. A report for the Club of Rome's project on the predicament of mankind. (Skoðað 15.01.2017).
  4. ^ Earth's CO2 Home Page. (Skoðað 15.01.2017).

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.1.2017

Spyrjandi

Jón Sævar Jónsson, Annabella Jósefsdóttir

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Getur hagvöxtur verið endalaus?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2017, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61308.

Þórólfur Matthíasson. (2017, 18. janúar). Getur hagvöxtur verið endalaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61308

Þórólfur Matthíasson. „Getur hagvöxtur verið endalaus?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2017. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61308>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur hagvöxtur verið endalaus?
Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:

Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma?

Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegra nota innan landamæra ákveðins ríkis á ákveðnu tímabili.[1][2] Til að framleiða vöru og þjónustu þarf vinnuafl, fjármuni, landnæði og hráefni af ýmsu tagi. Þar til viðbótar þarf þekkingu á framleiðsluaðferðum, auk ýmissa samfélagsstofnana, til dæmis löggjafarvald, lögregluvald og dómsvald, til að draga úr árekstrum milli samfélagsþegnanna og stuðla að sem friðsamastri sambúð þeirra. Vinnuafl, landnæði og hráefni eru takmarkaðar auðlindir. Það er því nærliggjandi að álykta að fyrst þessir frumþættir framleiðslunnar eru aðeins til í endanlegu magni sé verðmæti framleiðslunnar einnig sett endanleg mörk. Það er þó ekki endilega rétt.

Tækniþróun felur í sér að mögulegt er að framleiða óbreytt magn af vörum og þjónustu með minni notkun á hráefnum, vinnuafli og fjármunum.

Árið 1972 gáfu nokkrir háskólamenn sem kölluðu sig Rómarsamtökin út bókina Endimörk vaxtarins (e. Limits to Growth).[3] Bókarhöfundar veltu fyrir sér sömu spurning og fyrirspyrjendur. Þeir benda á að mörg þeirra hráefna sem voru mikilvæg í iðnframleiðslu þess tíma væru tiltæk í mjög takmörkuðu magni. Þannig mundu til dæmis þekktar birgðir af blýi og kopar klárast á 21 ári væri gengið út frá aukinni notkun í samræmi við fyrri reynslu (veldisvaxtartilgáta). Þá bentu þeir á að ykist mengun samkvæmt veldisvaxtarreglu mundi það setja hagvexti mörk. Rómarsamtökin reiknuðu út að árið 2000 yrðu 380 ppm af koltvíildi (koltvísýringur, CO2) í andrúmsloftinu og að þeirri aukningu myndi fylgja mikil líffræðileg og veðurfarsleg áhrif.

Á grundvelli þess að hráefni eru takmörkuð ályktaði Rómarsamtökin að hagvöxtur mundi stöðvast. Það hefur ekki gengið eftir vegna þess að mannkynið notar nú minna af hráefnum en áður til að auka landsframleiðslu um eina krónu eða eina evru. Orsakir minni hráefnanotkunar á hverja krónu eða evru landsframleiðslunnar má rekja til breyttrar samsetningar framleiðslunnar (minni vörur, meiri þjónusta), bættrar nýtingar hráefna í framleiðslunni (minna stál í hvern bíl) og bættrar tækni við endurvinnslu. Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er grundvöllur tækniþróunar sem gerir okkur kleift að framleiða meiri verðmæti án þess að auka hráefnanotkunina í sama mæli. Koltvíildislosun í andrúmsloftið er helsta undantekningin frá þessari reglu, en árið 2000 var magn koltvíildis í andrúmslofti rétt um 370 ppm og hafði náð 405 ppm um áramótin 2016-2017.[4]

Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er grundvöllur tækniþróunar sem gerir okkur kleift að framleiða meiri verðmæti án þess að auka hráefnanotkunina í sama mæli. Losun koltvíildis (CO2) setur hagvexti hins vegar mörk. Tækni til að draga úr losun er til staðar en samkomulag meðal þjóða heims skortir til að nýta tæknina að fullu.

Ef vikið er nánar að loftslagsmálum er staðan reyndar sú að tæknin er til staðar til að draga úr losun en það skortir samkomulag meðal þjóða heims til að nýta þá tækni að fullu. Á grundvelli reynslunnar af útreikningum Rómarsamtakanna má draga þá ályktun að þó svo hráefnaþurrð og mengun geti sett hagvexti takmörk þá sé hægt að vinna gegn því með rannsóknar- og þróunarstarfsemi, auk tækniþróunar.

Tækniþróun felur í sér að mögulegt er að framleiða óbreytt magn af vörum og þjónustu með minni notkun á hráefnum, vinnuafli og fjármunum. Tækni, hugviti og þekkingu eru engin takmörk sett. Það eru því engin náttúrugefin takmörk fyrir því hvað tækniþróun getur gengið langt. Tækniþróuninni er hægt að beita til að draga úr koltvíildislosun í andrúmsloftið. Hagvöxtur og friður eiga það sammerkt að hvort tveggja er mögulegt. En til að viðhalda hvoru tveggja þarf góðar stofnanir, góðan vilja, gott samstarf og samvinnu og jafnvel heppni.

Tilvísanir:
  1. ^ Gross Domestic Product (GDP): An Economy’s All - Back to Basics: GDP Definition. (Skoðað 15.01.2017).
  2. ^ OECD (2017). Gross domestic product (GDP) - Domestic product - OECD iLibrary. DOI: 10.1787/dc2f7aec-en. (Skoðað 15.01.2017).
  3. ^ The Limits to Growth. A report for the Club of Rome's project on the predicament of mankind. (Skoðað 15.01.2017).
  4. ^ Earth's CO2 Home Page. (Skoðað 15.01.2017).

Myndir:

...