Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?

Þröstur Þorsteinsson

Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann.

Margir eldar eru kveiktir til að ryðja skóga fyrir graslendi og aðra ræktun, sem bindur mun minna af gróðurhúsalofttegundum, auk þess sem ekki er víst að gróður nái sér aftur á strik með sama hætti vegna loftslagsbreytinga. Áhrif metans (CH4) og hláturgass (N2O) sem eru mjög öflugar gróðurhúsalofttegundir eru einnig veruleg. Í miklum sinueldum sem hafa verið nefndir Mýraeldar og geisuðu í Hraunhreppi vorið 2006, var losun gróðurhúsalofttegunda 27 þúsund tonn CO2 ígilda, þar af var losuns metans og hláturgass ígildi 2 þúsund tonna.[1][2][3]

Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir.

Sót getur borist yfir snævi þakin svæði og jökla og minnkað endurkast þeirra verulega. Það leiðir til hraðari bráðnunar og hlýnunar.

Einnig geta agnir í mjög stórum eldum borist hátt upp, jafnvel upp í heiðhvolfið og valdið tímabundinni kólnun, eins og þekkt er í kjölfar stórra eldgosa. Þá geta sótagnir valdið staðbundinni hlýnun, þannig að sambandið er ekki einfalt. Flestar agnirnar sem myndast eru mjög smáar, á bilinu 400 - 700 nm.

Hnattræn hlýnun lengir tímabilin sem gróðureldar geta staðið yfir og auknir þurrkar og hiti auka líkurnar á að eldar kvikni. Einnig verður líklegra að eldar kvikni norðar, í barrskógabeltinu. Þetta er því enn einn vítahringurinn í hnattrænni hlýnun, þar sem hlýnun veldur fleiri gróðureldum og þeir leiða síðan til enn meiri hlýnunar.

Tilvísanir:
  1. ^ Jón Guðmundsson. (2007). Mýraeldar 2006: Fyrstu niðurstöður rannsókna á sinueldunum og áhrifum þeirra á lífríki (pdf, 6,8 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Landbúnaðarháskóli Íslands.
  2. ^ Þröstur Þorsteinsson, Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðmundsson. 2008. Sinueldarnir miklu á Mýrum 2006. Náttúrufræðingurinn, 76(3-4): 109 – 119.
  3. ^ Throstur Thorsteinsson, Borgthor Magnusson, Gudmundur Gudjonsson. 2011. Large wildfire in Iceland in 2006: Size and intensity estimates from satellite data. International Journal of Remote Sensing, 32(1): 17 – 29.

Mynd:

Höfundur

Þröstur Þorsteinsson

prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.1.2020

Spyrjandi

Brynjar og Vera

Tilvísun

Þröstur Þorsteinsson. „Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78517.

Þröstur Þorsteinsson. (2020, 28. janúar). Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78517

Þröstur Þorsteinsson. „Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78517>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?
Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann.

Margir eldar eru kveiktir til að ryðja skóga fyrir graslendi og aðra ræktun, sem bindur mun minna af gróðurhúsalofttegundum, auk þess sem ekki er víst að gróður nái sér aftur á strik með sama hætti vegna loftslagsbreytinga. Áhrif metans (CH4) og hláturgass (N2O) sem eru mjög öflugar gróðurhúsalofttegundir eru einnig veruleg. Í miklum sinueldum sem hafa verið nefndir Mýraeldar og geisuðu í Hraunhreppi vorið 2006, var losun gróðurhúsalofttegunda 27 þúsund tonn CO2 ígilda, þar af var losuns metans og hláturgass ígildi 2 þúsund tonna.[1][2][3]

Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir.

Sót getur borist yfir snævi þakin svæði og jökla og minnkað endurkast þeirra verulega. Það leiðir til hraðari bráðnunar og hlýnunar.

Einnig geta agnir í mjög stórum eldum borist hátt upp, jafnvel upp í heiðhvolfið og valdið tímabundinni kólnun, eins og þekkt er í kjölfar stórra eldgosa. Þá geta sótagnir valdið staðbundinni hlýnun, þannig að sambandið er ekki einfalt. Flestar agnirnar sem myndast eru mjög smáar, á bilinu 400 - 700 nm.

Hnattræn hlýnun lengir tímabilin sem gróðureldar geta staðið yfir og auknir þurrkar og hiti auka líkurnar á að eldar kvikni. Einnig verður líklegra að eldar kvikni norðar, í barrskógabeltinu. Þetta er því enn einn vítahringurinn í hnattrænni hlýnun, þar sem hlýnun veldur fleiri gróðureldum og þeir leiða síðan til enn meiri hlýnunar.

Tilvísanir:
  1. ^ Jón Guðmundsson. (2007). Mýraeldar 2006: Fyrstu niðurstöður rannsókna á sinueldunum og áhrifum þeirra á lífríki (pdf, 6,8 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Landbúnaðarháskóli Íslands.
  2. ^ Þröstur Þorsteinsson, Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðmundsson. 2008. Sinueldarnir miklu á Mýrum 2006. Náttúrufræðingurinn, 76(3-4): 109 – 119.
  3. ^ Throstur Thorsteinsson, Borgthor Magnusson, Gudmundur Gudjonsson. 2011. Large wildfire in Iceland in 2006: Size and intensity estimates from satellite data. International Journal of Remote Sensing, 32(1): 17 – 29.

Mynd:...